Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 26

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 26
26 www.virk.is VE LF E R Ð A R K E R FI Ð Mismunandi réttur Mikilvægt er að vinnuveitendur viti af þeim möguleikum sem VIRK býður upp á. Með hjálp ráðgjafa VIRK og stéttarfélaganna er möguleiki á að grípa einstaklinga áður en þeir detta út úr vinnu vegna veikinda og koma þeim strax í réttan farveg,“ segja þær. „Á Norðurlöndunum er meiri samhæfing á milli kerfa og meiri áhersla lögð á að komið sé að endurhæfingu sem allra fyrst,“ segja þær Auðbjörg og Svala en þær eru nýkomnar heim frá Svíþjóð og Danmörku þar sem þær kynntu sér tilhögun endurhæfingar og tryggingakerfis. Flestir vita að íslenska tryggingakerfið er flókið og margir eiga erfitt með að skilja það. Einnig er fólk oft í mikilli óvissu varðandi rétt sinn þegar það veikist. „Kerfið er mun einfaldara í sniðum, t.d. í Svíþjóð. Strax að fjórtán veikindadögum liðnum ber vinnuveitanda að kalla starfsmanninn í viðtal og ræða hvort þörf sé á endurhæfingu og þá möguleg úrræði. Ef viðkomandi er áfram veikur hefur ráðgjafi frá Tryggingastofnun samband við hann til að ræða endurhæfingu. Í Svíþjóð og Danmörku er eitt heildrænt kerfi sem gengur út frá sambærilegum reglum varðandi greiðslur í veikindum. Hér á landi er veikindaréttur mjög mismunandi hjá fólki eftir því hve lengi „Það er ákaflega mikilvægt að fólk sem á við sjúkdóma að stríða komist eins fljótt og hægt er í endurhæfingu miðað við þarfir hvers og eins. Markmið endurhæfingar er að auka starfshæfni einstaklingsins og þar með líkur á endurkomu á vinnumarkað,“ segir Auðbjörg og Svala tekur undir það. „Því lengur sem fólk er frá vinnu vegna veikinda án þess að vera í virkri endurhæfingu þeim mun meiri líkur eru á að það detti út af vinnumarkaðnum. Við hvetjum fólk til að leita sér ráðgjafar varðandi möguleika á endurhæfingu ef það á við veikindi að stríða og ræður ekki lengur við vinnu sína,“ segja þær ennfremur. „Tilkoma VIRK hefur valdið breytingu, nú býðst einstaklingum ráðgjöf frá ráðgjöf- um VIRK um leið og þeir byrja að fá greiðslur frá sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Með því aukast möguleikar á að grípa fyrr inn í aðstæður einstaklinga varðandi endurhæfingu. Þar sem einstaklingar eiga fyrst rétt á veikindalaunum frá vinnuveitanda ber að nýta hann áður en til greiðslu sjúkradagpeninga kemur frá stéttarfélögum. Á þeim tíma sem einstaklingur var að nýta rétt sinn frá vinnuveitanda vantaði skipulagða endurhæfingu og það gat liðið langur tími þar til virk endurhæfing hófst þar sem sumir eiga langan veikindarétt. Með tilkomu VIRK hafa vinnuveitendur fengið aðila sem hægt er að leita til um leiðbeiningar og ráðgjöf. Markviss endurhæfing öllum til góðs Auðbjörg Ingvarsdóttir og Svala Björgvinsdóttir félagsráðgjafar hjá Tryggingastofnun Félagsráðgjafarnir Auðbjörg Ingvarsdóttir og Svala Björgvinsdóttir sem starfa hjá Tryggingastofnun ríkisins eru sammála um að með tilkomu VIRK, Starfsendurhæfingasjóðs hafi möguleikar aukist á að koma fyrr að endurhæfingu einstaklinga sem hafa verið á vinnumarkaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.