Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 19

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 19
19www.virk.is VELFERÐARKERFIÐ Ingibjörg Þórhallsdóttir sérfræðingur hjá VIRK Frá veikindavottorði til vinnuseðils Margir atvinnurekendur og starfsmenn skilja tilganginn með veikindavottorðum þannig að sé einstaklingur með læknisvottorð megi hann ekki vinna undir neinum kringumstæðum. Þetta hefur leitt til þess að einstaklingar, sem geta unnið eitthvað, fá það ekki af því að þeir eru óvinnufærir samkvæmt læknisvottorði. Þar sem leiðbeiningar eru gefnar í veikindavottorði um endurkomu til vinnu gerir það þær kröfur til atvinnurekandans að hann finni leiðir til að koma til móts við starfsgetu starfsmannsins. Núverandi veikindavottorð hafa talverðar takmarkanir. Þau nefna ástæður veikinda eða veikindafjarveru en afar sjaldan afleiðingar þeirra og hjálpa því hvorki starfsmanni né atvinnurekanda við að meta hvort og að hve miklu leyti einstaklingurinn geti hugsanlega sinnt hlutavinnu eða hluta venjubundinna verkefna. Mikilvægustu upplýsingarnar sem þau gefa atvinnurekandanum er hversu lengi viðkomandi þarf að vera frá vinnu vegna heilubrests. Veikindavottorð hvetur ekki lækninn til að finna út með einstaklingi og atvinnurekanda möguleika á endurkomu til vinnu og aðlögun á vinnustað sem gæti auðveldað skjóta endurkomu. Fyrir nokkru var ég stödd á slysadeild LSH og heyrði á tal læknis og einstakings sem hafði fótbrotnað í hálku og var nú í gifsi upp að hné. Það var áhugavert að hlusta á hvað mikilvægi vinnunnar og möguleikar á endurkomu til vinnu voru fjarri báðum aðilum þegar samtalið fór fram. Það var á þessa leið: Sjúklingur: Heyrðu, en ég þarf að fá læknisvottorð. Læknir: Já, hvað viltu langt vottorð? (Smá umhugsun) Við hvað vinnur þú annars? Sjúklingur: Ég vinn á skiptiborði í ... Læknir: Já, þá skrifa ég nokkrar vikur og þú kemur svo og færð annað vottorð síðar ef þú vilt. Við hjá VIRK sjáum fyrir okkur nokkurs- konar vinnuseðil í stað veikindavottorðs, ekki ósvipaðan hreyfiseðli sem nú er verið að ræða samhliða eða í staðinn fyrir lyfseðla þar sem það á við. Þar sem vísað er á markvissa hreyfingu sem meðferð við ýmiss konar heilsuvanda. Vinnuseðillinn gæti stuðlað að því að læknir skoðaði með sjúklingi hvaða möguleika hann hefur í vinnu sinni. Svona vottorð eða vinnuseðlar eru víða í notkun s.s. í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Í dæminu hér fyrir ofan hefði til dæmis getað komið í ljós að eftir örfáa daga heima gæti starfsmaðurinn komist í vinnu með aðstoð frá fjölskyldu, samstarfsmanni eða í leigubíl sem atvinnurekandi væri tilbúinn að greiða fyrir. Hægt væri að koma fyrir þægilegri vinnuaðstöðu fyrir viðkomandi þannig að hann gæti setið við vinnuna og hagrætt fætinum án þess að hann yrði fyrir hnjaski og síðan yrði tekið tillit til starfsmannsins á vinnustað og samstarfsfólk tæki af honum mestu snúninga frá vinnustöð þar sem um tímabundið ástand væri að ræða. Eins væri hugsanlega hægt að stytta vinnutímann eitthvað í upphafi eða koma til móts við aðrar þarfir viðkomandi til að auðvelda honum viðveru í vinnunni. Í staðinn kostaði þetta fótbrot vinnustaðinn að minnsta kosti 6 vikna veikindalaun, afleysingalaun eða aukið álag á annað starfsfólk. Hjá þessu hefði mátt komast ef læknirinn hefði íhugað mikilvægi vinnunnar og möguleika á aðlögun á vinnustað, til að koma í veg fyrir félagslega eingrun, kvíða og hugsanlega depurð hjá viðkomandi, svo ekki sé talað um kostnað atvinnulífsins vegna veikinda. Hefðbundin læknisvottorð geta hindrað þátttöku fólks á vinnumarkaði og bið eftir rannsóknum eða meðferð hindrar einnig þátttöku, af því að fólk hefur tilhneigingu til að fresta ákvörðunum um næstu skref þar til niðurstaða læknisfræðlegra rannsókna er komin. Þó ekki megi gera lítið úr nauðsyn og ávinningi læknisfræðilegrar meðferðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.