Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 19

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 19
19www.virk.is VELFERÐARKERFIÐ Ingibjörg Þórhallsdóttir sérfræðingur hjá VIRK Frá veikindavottorði til vinnuseðils Margir atvinnurekendur og starfsmenn skilja tilganginn með veikindavottorðum þannig að sé einstaklingur með læknisvottorð megi hann ekki vinna undir neinum kringumstæðum. Þetta hefur leitt til þess að einstaklingar, sem geta unnið eitthvað, fá það ekki af því að þeir eru óvinnufærir samkvæmt læknisvottorði. Þar sem leiðbeiningar eru gefnar í veikindavottorði um endurkomu til vinnu gerir það þær kröfur til atvinnurekandans að hann finni leiðir til að koma til móts við starfsgetu starfsmannsins. Núverandi veikindavottorð hafa talverðar takmarkanir. Þau nefna ástæður veikinda eða veikindafjarveru en afar sjaldan afleiðingar þeirra og hjálpa því hvorki starfsmanni né atvinnurekanda við að meta hvort og að hve miklu leyti einstaklingurinn geti hugsanlega sinnt hlutavinnu eða hluta venjubundinna verkefna. Mikilvægustu upplýsingarnar sem þau gefa atvinnurekandanum er hversu lengi viðkomandi þarf að vera frá vinnu vegna heilubrests. Veikindavottorð hvetur ekki lækninn til að finna út með einstaklingi og atvinnurekanda möguleika á endurkomu til vinnu og aðlögun á vinnustað sem gæti auðveldað skjóta endurkomu. Fyrir nokkru var ég stödd á slysadeild LSH og heyrði á tal læknis og einstakings sem hafði fótbrotnað í hálku og var nú í gifsi upp að hné. Það var áhugavert að hlusta á hvað mikilvægi vinnunnar og möguleikar á endurkomu til vinnu voru fjarri báðum aðilum þegar samtalið fór fram. Það var á þessa leið: Sjúklingur: Heyrðu, en ég þarf að fá læknisvottorð. Læknir: Já, hvað viltu langt vottorð? (Smá umhugsun) Við hvað vinnur þú annars? Sjúklingur: Ég vinn á skiptiborði í ... Læknir: Já, þá skrifa ég nokkrar vikur og þú kemur svo og færð annað vottorð síðar ef þú vilt. Við hjá VIRK sjáum fyrir okkur nokkurs- konar vinnuseðil í stað veikindavottorðs, ekki ósvipaðan hreyfiseðli sem nú er verið að ræða samhliða eða í staðinn fyrir lyfseðla þar sem það á við. Þar sem vísað er á markvissa hreyfingu sem meðferð við ýmiss konar heilsuvanda. Vinnuseðillinn gæti stuðlað að því að læknir skoðaði með sjúklingi hvaða möguleika hann hefur í vinnu sinni. Svona vottorð eða vinnuseðlar eru víða í notkun s.s. í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Í dæminu hér fyrir ofan hefði til dæmis getað komið í ljós að eftir örfáa daga heima gæti starfsmaðurinn komist í vinnu með aðstoð frá fjölskyldu, samstarfsmanni eða í leigubíl sem atvinnurekandi væri tilbúinn að greiða fyrir. Hægt væri að koma fyrir þægilegri vinnuaðstöðu fyrir viðkomandi þannig að hann gæti setið við vinnuna og hagrætt fætinum án þess að hann yrði fyrir hnjaski og síðan yrði tekið tillit til starfsmannsins á vinnustað og samstarfsfólk tæki af honum mestu snúninga frá vinnustöð þar sem um tímabundið ástand væri að ræða. Eins væri hugsanlega hægt að stytta vinnutímann eitthvað í upphafi eða koma til móts við aðrar þarfir viðkomandi til að auðvelda honum viðveru í vinnunni. Í staðinn kostaði þetta fótbrot vinnustaðinn að minnsta kosti 6 vikna veikindalaun, afleysingalaun eða aukið álag á annað starfsfólk. Hjá þessu hefði mátt komast ef læknirinn hefði íhugað mikilvægi vinnunnar og möguleika á aðlögun á vinnustað, til að koma í veg fyrir félagslega eingrun, kvíða og hugsanlega depurð hjá viðkomandi, svo ekki sé talað um kostnað atvinnulífsins vegna veikinda. Hefðbundin læknisvottorð geta hindrað þátttöku fólks á vinnumarkaði og bið eftir rannsóknum eða meðferð hindrar einnig þátttöku, af því að fólk hefur tilhneigingu til að fresta ákvörðunum um næstu skref þar til niðurstaða læknisfræðlegra rannsókna er komin. Þó ekki megi gera lítið úr nauðsyn og ávinningi læknisfræðilegrar meðferðar

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.