Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 50

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 50
50 www.virk.is A TV IN N U LÍ F ATVINNULÍF samtal um fjarvistir og viðbrögð við þeim ekki að koma starfsmönnum á óvart. Tilgangur með formlegu fjarvistasamtali er að skapa vettvang til að fara yfir stöðu fjarvista hjá starfsmanni og aðstæður á vinnustað sem geta haft áhrif á líðan hans í starfi. Stjórnandi og starfsmaður fara yfir skráðar fjarvistir og gefst þá starfsmanni tækifæri til að hafa áhrif á aðstæður sínar á vinnustað með því að skoða verkefni, vinnufyrirkomulag, samskipti og fleira. Á grundvelli þessa samtals og mati stjórnenda er síðan hægt að gera samkomulag um breytingu á starfsaðstöðu, vinnufyrirkomulagi eða verkefnum til skemmri eða lengri tíma. Á heimasíðu VIRK á slóðinni: http:// virk.is/static/files/Fjarvistasamtalid%20 18.11.2009.pdf er hægt að nálgast dæmi um Fjarvistasamtal sem hægt er að nota á vinnustað til að ræða um vinnuumhverfi og líðan í starfi. Fyrir slíkt samtal er mikilvægt að undirbúa sig vel, bæði stjórnandinn og starfsmaður- inn, hafa yfirlit yfir skráðar fjarvistir og ræða vinnuumhverfið, fyrirkomulag vinnunnar, samskiptin og verkefni út frá styrkleikum og hindrunum. Við stjórnun veikindafjarvista er mikil- vægt að sýna eðlilega umhyggju og hafa reglulega samband við starfsmann sem á í veikindum. Aðstæður eru mismunandi hverju sinni og er því ekki auðvelt að setja fram vinnureglur, en mikilvægt er að hafa samband á fyrstu vikum veikinda og reglulega eftir það. Hvetja skal starfsmann til að vera í sambandi við vinnufélaga sína og koma í heimsókn. Þá gefst starfsmanni tækifæri til að fylgjast með þróun á vinnustaðnum og ræða hugsanlega þörf fyrir aðlögun í starfi og tímabundna breytingu verkefna. Rannsóknir benda til að starfsmenn sem fá stuðning og hvatningu í veikindum sínum komi fyrr til starfa eftir veikindi. Endurkoma til vinnu Stjórnun, starfsánægja og menning á vinnustað hafa mikil áhrif á líðan starfsmanna og möguleika á endurkomu til starfa eftir langvarandi veikindi eða slys. Samkvæmt breskum rannsóknum eru 85% líkur á að sá sem hefur verið í veikindafjarvist í 6 mánuði eða lengur verði ekki í starfi eftir 5 ár (Waddell, Burton og Kenndall, 2008). Bandarískar rannsóknir benda til þess að þeir sem hafa verið lengi frá vinnu vegna veikinda komi fyrr til starfa eftir veikindi í fyrirtækjum þar sem starfsmenn taka virkan þátt í ákvörðunum og traust ríkir á milli stjórnenda og starfsmanna, öryggismál eru í lagi og reglur varðandi veikindafjarvistir eru skýrar (Sukanya Mitra 2008). Mörg fyrirtæki í Danmörku hafa reynslu af stefnumörkum í stjórnun fjarvista og hafa náð árangri við að draga úr veikindafjarvistum með samtölum um vandamálin, sjálfsstjórnarhópum, tilfærslu í starfi eða með vinnuskiptum, ásamt ýmiss konar samvinnuverkefnum (Resultater af sygefraværsforskning, 2003-2007). Samkvæmt nýlegum sænskum rannsóknum þar sem lagt var mat á langtímafjarvistir og árangur í starfsendurhæfingu voru eftirfarandi þættir sameiginlegir með þeim fyrirtækjum sem náðu góðum árangri við að fækka langtímaveikindum. Til staðar var skýrt skipulag og ferli varðandi starfsendurhæfingu og langtímafjarvistir og það var samþætt á öllum stjórnunarlögum fyrirtækjanna. Í niðurstöðum þessara rannsókna er lögð áhersla á að aðgerðir á vinnustað ættu fyrst og fermst að vera fyrirbyggjandi en einnig að tengjast starfsendurhæfingu. „Á heildina litið má segja að það sem ætti að gera fyrir starfsmenn í langtímaveikindum sé það sem ætti að gera áður en þeir verða veikir“ (Fakta om Hälsa och framtid, delstudie 2005- 2008). Íslensk fyrirtæki hafa yfirleitt ekki skilgreinda stefnu varðandi fjarvistir vegna veikinda og endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys. Mörg fyrirtæki, þá helst stærri fyrirtæki, hafa mótað sér starfsmannastefnu eða mannauðs- stefnu. Stundum eru áherslur sem tengjast heilsu- og vinnuvernd, starfs- þróun og vinnustaðamenningu tilgreind- ar í mannauðsstefnum en sjaldnast er fjallað um ferli varðandi fjarvistir og endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys. Í sumum fyrirtækjum er ákveðið ferli til staðar og farið er eftir því þegar upp koma vandamál, en það er ekki skráð í stefnu fyrirtækisins. Oft eru leiðir sem bent er á fólgnar í að senda starfsmann til trúnaðarlæknis fyrirtækisins eða læknis viðkomandi til að fara yfir stöðu hans. Sjaldan virðist metið hvort eða hvað hægt sé að gera á vinnustaðnum til að minnka eða fyrirbyggja veikindafjarvistir, hvort starfsmaður geti unnið einhver störf þrátt fyrir veikindi eða skerðingu eða með hvaða hætti væri hægt að auðvelda starfsmanni að koma aftur í vinnu eftir langvinn veikindi eða slys. Áherslur í starfsendurhæfingu miðast við eftirfarandi forgangsröðun: Sama starf sami atvinnurekandi• Sama starf með aðlögun/þjálfun – • sami atvinnurekandi Annað starf – sami atvinnurekandi • með eða án aðlögunar/þjálfunar Svipað starf hjá öðrum • atvinnurekanda oft með aðlögun/þjálfun Annað starf hjá öðrum • atvinnurekanda með eða án aðlögunar/þjálfunar Þjálfun, endurmenntunl, sjálfboðið • starf Vinnuaðlögun að getu og þörfum starfsmanna getur annars vegar verið almenn og er þá miðað við aðlögun fyrir starfsmannahópinn í heild sinni eða hins vegar einstaklingsbundin aðlögun á vinnuumhverfi eða vinnuskipulagi. Ef upp hefur komið vandamál hjá einum starfsmanni sem tengist vinnu- umhverfinu þá getur það verið vísbend- ing um að einhverju sé ábótavant og þörf sé fyrir almenna aðlögun á vinnustaðn- um. Mikilvægt er að strax í upphafi, við skipulag og hönnun vinnustaða, sé tekið tillit til þekktra áhættuþátta í starfsgreininni eða þeim störfum sem er verið að skipuleggja, auk þess að skoða hvort um sé að ræða áhrifaþætti eins og aldur kyn, starfsvana, reynslu eða starfsmenn með einhverjar skerðingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.