Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Síða 51
51www.virk.is
ATVINNULÍF
Dæmi um almenna aðlögun á vinnustað:
• Hönnun vinnustaðarins og
vinnuferla
• Aðgengi að vinnustaðnum
• Tæknilegar lausnir
• Þjálfun og símenntun
• Sveigjanlegur vinnutími – gildi á
vinnustaðnum
• Möguleiki á starfsþjálfun
• Starfsvíxlun, möguleiki á
mismunandi verkefnum
Þegar þörf er á sérstakri aðlögun á vinnu-
stað eða áætlun um endurkomu til vinnu
eftir langvarandi veikindi eða slys, er
mikilvægt að vera í góðu sambandi við
starfsmanninn og móta aðlögunarferlið
með honum. Oft er nauðsynlegt að
ráðfæra sig við heilbrigðisstarfsfólk sem
hefur komið að meðferð einstaklingsins
og ráðgjafa í starfsendurhæfingu sem
geta leiðbeint bæði starfsmanninum
og yfirmanni hans í aðlögunarferlinu á
vinnustaðnum.
Dæmi um einstaklingsmiðaða aðlögun á
vinnustað:
Samtal um vinnuumhverfið, líðan •
og starfsgetu
Gera (formlega) tímabundna áætlun •
um aðlögun
Velja verkefni sem eru heppileg •
miðað við getu einstaklingsins
hverju sinni – oftast léttari verkefni
eða hluta af núverandi verkefnum
Breyta vinnuskipulagi – vinnutíma, •
vinnuhraða, vinnuflæði o.fl.
Tæknilegar lausnir – þarf t.d að •
breyta vinnurými eða aðbúnaði?
Hjálpar- og léttitæki •
Einstaklingsmiðaður stuðningur •
Handleiðsla fyrir einstaklinginn eða •
hópinn
Upplýsa samstarfsmenn um ferlið •
Eftirfylgd – endurmat – ný áætlun•
Ávinningur af fjarvista-
stjórnun og endurkomu
til vinnu
Ávinningur af fjarvistastjórnun og mark-
vissri áætlun um endurkomu til vinnu
felst fyrst og fremst í betri nýtingu tíma
og fjármuna, ánægðum starfsmönnum,
aukinni fyrirtækjahollustu og velferð og
ánægðum starfsmönnum. Fjarvistastefna
er stjórntæki mannauðsstjórnunar
þar sem viðhorf, menning og viðmið í
stjórnun starfsmannamála eru skilgreind
og kynnt fyrir öllum starfsmönnum.
Starfmenn eru upplýstir um viðhorf
til veikindafjarvista og endurkomu til
vinnu eftir veikindi og slys og þau viðmið
sem vinnustaðurinn setur. Starfsmenn
fá eðlilega umhyggju og hvatningu
í veikindum sínum og stuðning við
endurkomu til starfa enda getur vinnan
verið hluti af bataferli þeirra. Fjarvistir
starfsmanna eru skráðar og skoðaðar
reglulega, heildarfjarvistatölur eru ekki
feimnismál þær eru rekstrartölur.
Fjarvistastjórnun og markviss endurkoma
til vinnu eftir veikindi og slys ætti að
vera eðlilegur þáttur í stjórnun hverrar
skipulagsheildar. Flestir eyða stórum
hluta ævi sinnar í vinnunni eða við verk-
efni sem tengjast henni. Vinnuumhverfið,
skipulag og stjórnun á vinnustað hefur
mikil áhrif á líðan og velferð einstaklinga
og fjölskyldur þeirra. Til að ná árangri
í því að minnka langtímaveikindi og
örorku á Íslandi þurfa allir sem koma að
velferð einstaklinga að vinna markvisst
að viðhorfabreytingu og samræmingu í
velferðarkerfinu. Mismunandi kerfi innan
velferðarkerfisins þurfa að vinna saman
og styðja hvert við annað, efla þarf
kerfislæga hvata og ryðja hindrunum úr
vegi svo draga megi markvisst úr líkum
á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði
vegna veikinda og varanlegrar örorku.
Á þann hátt náum við þeirri framtíðarsýn
„að viðhorf á vinnustöðum séu þannig
að gert sé ráð fyrir að allir eigi hlutverk
í atvinnulífinu þrátt fyrir skerta starfsgetu
af ólíkum ástæðum.“
Um höfundinn
Svava Jónsdóttir er sérfræðingur hjá
Starfsendurhæfingarsjóði. Hún er hjúkrun-
arfræðingur að mennt með starfs-
mannaheilsuvernd sem sérgrein, auk
framhaldsmenntunar á sviði mannauðs-
mála, verkefnastjórnunar og leiðtoga-
þjálfunar. Hún hefur starfað við starfs-
endurhæfingu í Svíþjóð og síðastliðin
tíu ár hefur hún sinnt ráðgjafastörfum
á sviði vinnuverndar, öryggismála og
heilsuverndar starfsmanna.
Heimildaskrá
Behandling av sygefravær
er en sund forretning. 2006.
Beskæftigelsesministeriet, Danmörk.
Fakta om Hälsa och framtid, delstudie 4,
2005-2008.
E. Virgård, M.Waldeneström, F.
Bengtsson, M. Svantegren, L.
Ekenvall, G. Ahlberg, HoF-study group,
Långtidssjukskrivning, rehabilitering
och återgång i arbete- processer och
resultat hos företag inom privat sektor.
Hälsa och framtid, ett forskningsprojekt
om långtidsfriska företag. Sótt 8. febrúar
2011 af
http://info.uu.se/press.nsf/5E13BA1E
84441C71C12572FF002578DD/$Fil
e/H%C3%A4lsa%20och%20framtid%20
-%20Delstudie%204.pdf.
Kristinn Tómasson. 2006. Geðheilbrigði
á vinnustöðum. Möguleikar til forvarna
og ráðgjafar. Geðvernd. Árgangur, 1. tbl.
bls. 10.
Nordiska strategier för att begränsa
sjukfråvaro. Socialförsäkringsrappor.
2008:1. Försäkringskassan Sverige. Sótt
30. október 2009 af www.tr.is.
Resultater af sygefraværsforskning 2003-
2007. Merete Labriola, Thomas Lund,
Karl Bang Christensen,
Det Nationale Forskningscenter
for Arbejdsmiljø, København.
Sótt 19.nóvember. 2009 af www.
arbejdsmiljoforskning.dk/upload/
resultater_sygefravaer.pdf.
Sukanya Mitra. Managing Absenteeism
and Presenteeism in the Workplace.
2008. Sótt 19.nóvember 2009 af
www.cpa2biz.com/Content/media/
PRODUCER_CONTENT/Newsletters/
Articles_2008/Careers/Workplace.jsp.
Veikindafjarvistir 2000-2006 samkvæmt
gagnagrunni InPro 2008. Samtök
atvinnulífsins. Sótt 19. nóvember 2010 af
www.sa.is.
Veikindafjarvistir á Norðurlöndunum.
2003. Vinnueftirlitið, Reykjavík. 1.
Útgáfa. Sótt 19.nóvember 2009 af www.
vinnueftirlit.is.
Waddell, G., Burton,K. og Kenndall,
N. 2008, Vocational Rehabilitation:
What Works, For Whom, and When.
Sótt 6.desember 2009 af http://www.
workingforhealth.gov.uk/Resources/.