Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 52

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 52
52 www.virk.is A TV IN N U LÍ F ATVINNULÍF „Samstarf okkar við VIRK er eiginlega braut- ryðjendasamstarf. Ég greip boltann fljótlega eftir að VIRK tók til starfa, kynnti mér starfsemina og fannst mikil þörf á henni. Ég vonast til að VIRK eigi eftir að þróast enn frekar í framtíðinni á jákvæðan hátt,“ segir Sigríður. Þegar hún er spurð hvernig þetta samstarf hafi byrjað, segir hún. „Það komu stundum inn á borð til mín og annarra stjórnenda erfið veikindamál. Í sumum tilfellum áttum við lítil sem engin úrræði. Stuttu eftir að VIRK kom til sögunnar kom ég að máli starfsmanns sem hafði verið í löngu veikindaleyfi og var farinn að sjá fram á starfslok af heilsufarsástæðum. Ég hringdi því til VIRK og leitaði ráða. Þar var mér bent á fjarvistarsamtöl sem þau voru að þróa og ég gat nálgast á heimasíðu þeirra. Mér var bent á að prófa þetta samtal með endurkomu til vinnu í huga. Einnig var mér boðið að senda starfsmanninn í ráðgjöf hjá VIRK. Mér leist mjög vel á hvernig fjarvistarsamtalið, sem í dag er kallað samtal um endurkomu til vinnu eða ETV-samtal, var byggt upp. Ég bauð starfsmanninum að koma til mín í viðtal og sendi honum spurningarnar áður, enda fannst mér siðferðilega rétt að hann vissi um hvað við ætluðum að ræða. Við vorum því bæði vel undirbúin þegar við hittumst. Í kjölfarið fékk starfsmaðurinn tíma hjá ráðgjafa VIRK og er skemmst frá því að segja að þessi einstaklingur er í vinnu í dag,“ greinir Sigríður frá. „Ég vil gera svona samtal um endurkomu til vinnu jákvætt og uppbyggjandi. Það er ekki verið að ræða fjarveru starfsmannsins vegna veikindanna heldur er markvisst verið að búa hann undir að koma aftur til starfa. Í flestum tilfellum hafa starfsmenn tekið þessu samtali afar vel, enda vita þeir áður en þeir koma til mín hvað við erum að fara að ræða um. Viðkomandi einstaklingur sér að það er verið að gera eitthvað í hans málum með jákvæðu viðhorfi. Ég legg áherslu á að bæta líðan einstaklingsins, að finna tækifæri fyrir hann og úrræði. Virkni er öllum til góðs,“ segir Sigríður. Fólk finnur hvatningu „Ég hef oft á tíðum milligöngu um að starfsmaður fái tíma hjá ráðgjafa hjá VIRK en sumir starfsmenn kjósa að panta sér tíma sjálfir. Yfirleitt tek ég ljósrit af niðurstöðunni úr ETV-samtalinu sem viðkomandi getur þá haft með sér til ráðgjafans en það auðveldar öllum að taka næstu skref í málinu. Fólk hefur trú á Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri hjá Mosfellsbæ Virkni er öllum til góðs Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri hjá Mosfellsbæ, ber umhyggju fyrir starfsmönnum bæjarins sem eru á sjötta hundrað. Það er því nóg að gera í starfi hennar. Sigríður hefur nýtt sér ráðgjöf hjá VIRK þegar erfið veikindi hafa komið upp í starfsmannahópnum og er afar ánægð með þá þjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.