Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 75

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 75
75www.virk.is ATVINNULÍF setja sér sjálfir persónuleg markmið sem þeir vilja ná á þessu þriggja mánaða tímabili og gera vinnuáætlun með aðstoð verkefnisstjóra og sínum félagsvini. Ritað er undir félagsvinasamning þar sem markmið sambandsins koma fram. Verkefnisstjóri skoðar árangur þátttakenda á miðju tímabilinu og í lok þess. Markmiðin geta fjallað um að afla nýrrar þekkingar, efla persónulega eiginleika eða breyta ákveðnum venjum. Við setningu markmiðanna er mikilvægt að atvinnuleitandinn skoði þarfir sínar í víðu samhengi og meti stöðu sína, umhverfi sitt, sérþekkingu sína og eiginleika. Ávinningur þátttakenda Ávinningur atvinnuleitanda er að viðkomandi einstaklingur fær stuðning til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd, getur rætt málin í trúnaði og fær ferska sýn á aðstæður sínar. Hann eflir sjálfstraust sitt og sjálfsmynd, fær leiðbeiningar um þau úrræði sem í boði eru, getur komið auga á ný og spennandi tækifæri og getur þannig aukið atvinnumöguleika sína. Ávinningur sjálfboðaliða verkefnisins er að þeir fá nýja sýn á eigin aðstæður og lifnaðarhætti, deila hæfileikum sínum og þekkingu og sjá aðra manneskju styrkjast. Auk þess fá sjálfboðaliðarnir aðgang að tengslaneti við aðila sem bjóða úrræði til styrkingar atvinnuleitendum, öðlast leiðbeinendahæfileika og styrkja leiðtogahæfileika sína sem hægt er að nýta í öðru samhengi. Árangur og mælikvarðar Eftirfylgni og mat á árangri eru mikilvægir þættir verkefnisins. Þrír hópar sjálfboðaliða hafa lokið 28 stunda sjálfboðaliðanámskeiði sem ætlað er að undirbúa þá fyrir félagsvinasamböndin. Markmið námskeiðsins er að þátt- takendur geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem fylgja því að vera félagsvinur, geti leiðbeint öðrum atvinnuleitendum í starfsleit sinni, hafi þekkingu á þeim réttindum, skyldum og úrræðum sem eru í boði fyrir atvinnuleitendur, öðlist sjálfstraust og leið- togahæfileika og öðlist ferska sýn á eigin getu og hæfileika sem styrkir þá sjálfa í atvinnuleitinni. Atvinnuleitendur fara á tveggja stunda undirbúningsnámskeið áður en þeir eru tengdir við sjálfboðaliða þar sem farið er yfir hugmyndafræði verkefnisins, markmiðssetningar og gerð vinnuáætlunar. Fyrsti hópur félagsvinapara, tilrauna- hópur verkefnisins, lauk störfum í maí 2010. Mat á árangri hópsins fór fram með viðtölum, spurningarlistum og rýnihópum. Viðamikil lokaskýrsla var gerð um fyrsta hópinn og í kjölfarið var mótaður skýr rammi fyrir verkefnið og mælikvarðar á árangri þróaðir enn frekar. Annar hópur félagsvinapara er að ljúka störfum í janúar og þriðji hópurinn lýkur störfum í mars. Niðurstöður mælinga fyrir hóp tvö verða birtar í apríl 2011 og fyrir hóp þrjú í júní 2011. Virkni og styrkur þeirra sem eru í atvinnuleit er metinn í upphafi sam- bands, á miðju tímabilinu, í lok þess og þremur mánuðum eftir að félagsvinasambandi lýkur. Mælingarað- ferðirnar eru einstaklingsviðtöl, staðlaðir spurningalistar (meðal annars próf sem mælir döfnun og lífsánægju), hópviðtöl, rýnihópar og athuganir á þátttöku. Skoðað er hvort að atvinnuleitendur hafi náð persónulegum markmiðum sínum sem þeir settu sér í upphafi félagsvinasambandsins og tilgreind eru í félagsvinasamningi þeirra. Sá heildarárangur sem verkefninu er ætlað að skila atvinnuleitendum er aftur á móti þríþættur. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á • það að atvinnuleitendur séu í virkri atvinnuleit og lendi síður á örorku. Skoðuð er þátttaka á vinnumarkaði sex mánuðum frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.