Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Síða 16

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Síða 16
16 www.virk.is S TA R FS E N D U R H Æ FI N G A R S JÓ Ð U R skilið og á mig sóttu sjálfsvígshugsanir. Jafnframt var ég allur undirlagður af verkjum sem voru afleiðingar bílveltu sem ég lenti í árinu áður. Ég vissi eiginlega ekki hvað ég ætti að gera og labbaði bara um bæinn sem sjálfsagt gerði mér gott. Ég eignaðist svo hund og reyndi að fara með hann út til að halda mér gangandi en réð ekki við neitt meira.“ Stefán segir eiginkonu sína hafa bent sér á þjónustu Starfsendurhæfingarsjóðs. ,,Hún hafði kynnst starfseminni í gegn- um vinnustað sinn og hvatti mig til þess að hafa samband við ráðgjafa. Ég svaraði játandi en lét ekki verða af því. Ég taldi mig meira að segja ekki eiga rétt á þjónustu sjóðsins. Á frídegi sínum síðastliðið vor stakk hún upp á því að við færum saman á skrifstofu sjóðsins og ég samþykkti það.“ Frábærar móttökur Hjá Starfsendurhæfingarsjóði var afar vel tekið á móti þeim, að því er Stefán greinir frá. ,,Þar tók yndislegt fólk á móti okkur. Pantaður var tími fyrir mig hjá Öldu Ásgeirsdóttur, ráðgjafa í starfsendurhæfingu hjá FIT, Félagi iðn- og tæknigreina. Við fórum beint frá Þetta segir Stefán Hermannsson húsa- smíðameistari sem varð að loka fyrirtæki sínu í kjölfar hrunsins 2008. ,,Ég var ásamt öðrum með fyrirtæki sem þjónustaði byggingariðnaðinn en hann datt út í heilu lagi við hrunið. Fyrirtæki sem við höfðum unnið lengi fyrir og áttum inni hjá lentu í greiðslustöðvun. Við réðum ekki við þetta og í janúar 2009 lokuðum við fyrirtækinu sem varð svo gjaldþrota.“ Að sögn Stefáns fór hann á atvinnu- leysisbætur og sótti um fjölda starfa. ,,Það var hins vegar ekkert að fá. Ég koðnaði niður. Ég var bara heima undir sæng og reyndi að láta mig hverfa. Ég átti jafnframt við áfengisvanda að stríða og svo kom að því að ég gerði mér grein fyrir því að ég yrði að fara í meðferð.“ Reif mig niður Ákvörðunina tók Stefán síðla sumars 2009. ,,Fyrir áfengissjúkling er það rosalegt uppgjör á lífinu og erfiður þröskuldur að fara yfir. Það keyrði mig alveg niður í götu. Ég sökk dýpra og dýpra. Ég reif mig niður fyrir það hvað ég hefði verið vondur við fólk alla ævi og valtað yfir það með frekju, stjórnsemi og hroka. Mér fannst ég ekki eiga neitt gott Ráðgjafinn bjargaði lífi mínu Stefán Hermannsson húsasmíðameistari skrifstofu Starfsendurhæfingarsjóðs til Öldu. Það vildi nefnilega svo til að flug sem hún hafði ætlað í hafði fallið niður vegna gossins í Eyjafjallajökli. Hún var sem sagt með óbókaðan tíma þess vegna.“ Móttökurnar hjá Öldu voru ekki síðri en á skrifstofu Starfsendurhæfingarsjóðs, að sögn Stefáns. ,,Það var yndislegt að tala við hana. Hún togaði ýmislegt upp úr mér. Hún spurði til dæmis hvað ég hefði fengist við og hverju ég hefði gaman af. Ég skildi nú ekki til hvers hún var að spyrja um það en mér þótti vænt um að hún skyldi sýna mér áhuga. Hún benti mér á ég byggi yfir ákveðnum styrk og hefði ýmsa möguleika. Ég varð hissa því að ég vissi ekki til þess.“ Gríðarleg hjálp Eftir samráð við Stefán pantaði ráðgjafinn tíma hjá sálfræðingi fyrir hann. ,,Ég fann að eitthvað þyrfti að gerast og samþykkti það. Sálfræðingurinn passaði mér reynd- ar ekki þannig að Alda pantaði tíma hjá öðrum sem ég var eiginlega sjálfur búinn að finna. Þessi sálfræðingur hjálpaði mér gríðarlega mikið. Ég væri ekki sá sem ég er í dag ef ég hefði ekki notið þjónustu Ráðgjafinn bjargaði lífi mínu. Ég er ekki viss um að ég væri ofan jarðar hefði ég ekki notið frábærrar aðstoðar hans. Lífsviðhorf mitt er allt annað og ég lít nú framtíðina björtum augum.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.