Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 20

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 20
20 www.virk.is VE LF E R Ð A R K E R FI Ð hefur hún oft minni áhrif á endurkomu til vinnu en vinnutenging sem unnið er að í samstarfi við lækni. Þetta á til dæmis við um endurkomu fólks, með langvinna bakverki, til vinnu. Niðurstöður úr rannsókn Anema þar sem skoðuð voru tengsl úrræða við langtíma árangur, bentu óyggjandi til þess að vinnutenging skipti gríðarlega miklu máli þegar hlutfall langtímaárangurs í atvinnuþátttöku var skoðaður (Anema o.fl., 2009). Í endurbættum læknisvottorðum í Sví- þjóð, Noregi og í Bretlandi er gert ráð fyrir að bent sé á hvað einstaklingurinn geti gert þrátt fyrir veikindin, eða hvað skuli sérstaklega varast, og eiga þau að vera leiðbeinandi um hvort og hvernig vinnuaðlögun kemur til greina (Department for Work and Pensions / Department of Health, 2008). Í rannsókn sem var nýlega birt í tímariti breskra heimilislækna var sagt frá 18 mánaða tilraunaprófun á nýju veikindavottorði, þar sem lögð er áhersla á hvað einstaklingurinn getur þrátt fyrir veikindi, í stað þess sem hann getur ekki. 54% læknanna sem tóku þátt í rannsókninni gáfu nú skriflegar leiðbeiningar um endurkomu til vinnu samanborið við 12% meðan þeir notuðu gömlu vottorðin (Sallis o.fl., 2010). Það kom einnig fram í könnuninni að heimilislæknar voru líklegri til að meta einstakling vinnufæran að hluta með nýja vottorðinu en með því gamla. Þetta nýja læknisvottorð var almennt tekið í notkun í apríl 2010. Þetta þýðir þó ekki að allir sjúklingar fái þá niðurstöðu að þeir megi eða geti unnið að hluta þrátt fyrir veikindi eða slys. Læknar eru hliðverðir að veikindalaunum og bótakerfi og geta því gefið út ávísun á þessi mikilvægu réttindi. Meðan einstaklingur getur leitað til nánast hvaða læknis sem er, til að skrifa vottorð um óvinnufærni, er hætta á að leiðir inn í bótakerfið séu of margar. Hjá VIRK erum við að upplifa að einstaklingar sem eru í starfsendurhæfingu hjá VIRK í samtarfi við sína heimilislækna geta skyndilega verið komnir með vottorð upp á örorku frá öðrum lækni. Þetta þarf að endurskoða. Í Danmörku er ákvörðun um örorku til dæmis tekin af öðrum aðilum en læknum, oft þverfaglegu teymi. Þá er meðal annars tekið tillit til álits lækna en það eitt og sér er ekki ákvarðandi um bótarétt. Vegna þess að ástæður fyrir erfiðleikum við endurkomu til vinnu og örorku eru oft aðrar en upphaflegi sjúkdómurinn þarf að vera á varðbergi gegn sjúkdómavæðingu í starfsendurhæfingu. Hlutverk VIRK er að byggja brú milli heilbrigðisþjónustu og vinnu og auð- velda fólki endurkomu til vinnu. Vinna þarf með styrkleika fólks og hindranir gegn vinnu sem safnast upp vegna veikinda eða í kjölfar þeirra. Hér á eftir eru viðtöl við nokkra aðila sem starfa innan velferðarkerfisins, meðal annars um viðhorf þeirra til starfsendurhæfingar og samstarfs við VIRK á þessu sviði. Heimildir Anema, J., Schellart, A.J.M., Cassidy, J.D., Loisel, P.J., Veerman, T.J., van der Beek, A.J. (2009). Can cross country differences in return to work after chronic occupational back pain be explained? An explanatory analysis on disability policies in a six country cohort study. Journal of Occupational Rehabilitation, 19, 419- 426. Black, C. (2008). Working for a Healthier Tomorrow. London: TSO. Hussey, S., Hoddinott, P., Wilson, P., Dowell, J., og Barbour, R. (2004). Sickness certification system in the United Kingdom: Qualitative study of views of general practitioners in Scotland. British Medical Journal. Sallis, A., Birkin, R., og Munir, F. (2010). Working towards a fit note: An experimental vignette survey of GPs´. British Journal of General Practice, 60, 245-250. Department for Work and Pensions / Department of Health (2008). Improving health and work: Changing lives – the Government's response to Dame Carol Black's review of the health of Britain's working-age population. London: The Stationery Office. Waddell, G., Burton, A.K., Kendall, N.A.S. (2008) Vocational rehabilitation – what works, for whom, and when? London: The Stationery Office. Waddell, G., og Burton, A. (2006). Is work good for your health and well- being? London: TSO.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.