Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Síða 15

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Síða 15
15www.virk.is VIÐTAL Hvött áfram Að sögn Sigrúnar fékk hún einnig tíma hjá sálfræðingi sem Starfsendur- hæfingarsjóður greiddi fyrir hana eins og iðjuþjálfunina. ,,Sálfræðingurinn fór þá leið að spyrja mig um áhugamál mín og hvað ég hefði gert áður. Ég hafði einu sinni unnið á saumastofu en varð að hætta þar vegna verkja í höndunum. Mér hefur alltaf þótt gaman að sauma og sálfræðingurinn stakk upp á því að ég setti á laggirnar saumaþjónustu. Ég gæti þá sjálf ráðið ferðinni og hvílt mig þegar ég þyrfti. Fjölskylda mín hefur alltaf stutt mig vel og dóttir mín hafði stungið upp á því að ég færi að gera við föt fyrir fólk en þegar hún stakk upp á því taldi ég það vonlaust. Ég hlustaði bara á hana með öðru eyranu því ég hafði enga trú á að ég gæti gert nokkurn hlut framar með höndunum. En það er stundum svo að maður hlustar frekar þegar einhver annar en þeir sem standa manni næst kemur með uppástunguna. Sálfræðingurinn hvatti mig mikið og leiddi mig í gegnum þetta stig af stigi. Það kviknaði hjá mér von og ég varð loks svo jákvæð að ég ákvað að prófa þetta.“ Ég er að læra að nota hendurnar og veit nú hvaða tækni ég á að nota þegar ég er að vinna og beiti mér öðruvísi en áður. Mér finnst afar skemmtilegt að vera sest aftur við saumavél en þetta gengur auðvitað miklu hægar en áður. Ég er líka farin að prjóna vettlinga og selja.“ Hún segir fjölskylduna hafa veitt sér mikinn stuðning þegar hún var búin að taka ákvörðun um að slá til. ,,Þau hjálpuðu mér við að koma upp heimasíðu, www.spotti. „þegar skjálftinn kom í hendurnar fyrir um tveimur árum og þær fóru út og suður brotnaði ég niður. Mér fannst allt vera farið.“ is, og ég hef nú sinnt fataviðgerðum, breytingum og annarri saumaþjónustu frá því í nóvember síðastliðnum. Mér finnst jafnvel eins og líkaminn sé að komast í betra form nú þegar ég er ekki undir álagi í vinnu hjá öðrum og get hvílt mig þegar ég þarf. Mér finnst alveg yndislegt að geta gert eitthvað gagn aftur.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.