Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 27

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 27
27www.virk.is VIÐTAL Auðbjörg Ingvarsdóttir og Svala Björgvinsdóttir félagsráðgjafar hjá Tryggingastofnun það hefur unnið og eftir því í hvaða stéttarfélag viðkomandi hefur greitt,“ útskýra þær Auðbjörg og Svala. Tengsl við vinnuveitendur „Við höfum átt mjög góð og ánægjuleg samskipti við ráðgjafa VIRK. Bæði vísum við fólki til þeirra og jafnframt bjóðum við upp á ráðgjöf til þeirra aðila sem eru með einstaklinga í endurhæfingu. Ráðgjafar VIRK leita til okkar ef vafi leikur á einhverjum málum varðandi endurhæfingarlífeyri. Fyrir rúmu ári var lögum um endurhæfingarlífeyri breytt. Nú þarf fólk að vera búið að nýta sér áunninn rétt hjá vinnuveitenda og sjúkrasjóðum áður en til greiðslu endurhæfingarlífeyris kemur. Hluti þeirra sem sækja um endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun hefur verið með ráðgjafa hjá VIRK sem jafnframt heldur utan um endurhæfingu þeirra. Með breyttum lögum er gerð krafa um að fyrir liggi endurhæfingaráætlun hjá viðkomandi áður en til greiðslu endurhæfingarlífeyris kemur. Með tilkomu tilvísana frá sjúkrasjóðum til VIRK aukast möguleikar á snemmtækri íhlutun varðandi endurhæfingu. VIRK er í tengslum við atvinnurekendur og vonandi þróast starfsemin í markvissari vinnu með vinnuveitendum þannig að þeir nýti sér þá góðu möguleika sem VIRK getur boðið upp á t.d. ef starfsmaður er að detta út úr vinnu vegna veikinda eða þarf aðlögun á vinnustað til að ráða áfram við sína vinnu.“ Mikilvægi eftirfylgdar Staðan á íslenskum vinnumarkaði er erfið um þessar mundir. Erfitt getur reynst að finna ný og léttari störf fyrir einstaklinga sem ekki ráða við erfiðisvinnu. Auðbjörg og Svala finna fyrir þessari breytingu. Þær benda einnig á hvað það sé mikilvægt að einstaklingum í endurhæfingu sé fylgt eftir og að ráðgjafi haldi utan um endurhæfingu og hitti þá reglulega. Sá aðili þarf líka að fylgjast með því að endurhæfingin sé að skila tilætluðum árangri. „Við erum bjartsýnar á að VIRK eigi eftir að þróast á jákvæðan hátt í framtíðinni. Tryggingakerfið þarf vissulega að einfalda. Góð og markviss endurhæfing er hluti af því.“ „Með hjálp ráðgjafa VIRK og stéttarfélaganna er möguleiki á að grípa einstaklinga áður en þeir detta út úr vinnu vegna veikinda og koma þeim strax í réttan farveg.“

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.