Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 36

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 36
36 www.virk.is VE LF E R Ð A R K E R FI Ð starfsendurhæfingunni. Þannig hafði dregið úr einangrun og samskipti aukist, sérstaklega við fjölskylduna. Um leið sögðu tæp 36% að einangrun þeirra væri svipuð og áður var og innan við 4% töldu félagslega einangrun sína hafa aukist við þátttökuna í starfsendurhæfingunni (sjá mynd 4). Samkvæmt símakönnun höfðu 26% þegið laun frá vinnuveitanda á síðustu mánuðum fyrir starfsendurhæfingu hjá SN. Í gögnum frá SN (n=48) kom fram að við útskrift stefndu 20% í fullt starf og 5% í hlutastarf. Merkt var við Annað hjá 15% hópsins og í öllum tilfellum tilgreint að um væri að ræða virka atvinnuleit og/ eða nám. Samkvæmt símakönnun skilar sambærilegt hlutfall sér á vinnumarkað. Þannig sögðu 40% svarenda sig hafa verið í atvinnu á síðustu 6 mánuðum og eins sögðu tæp 40% sig þiggja laun frá vinnuveitanda. Námsleg virkni virðist einnig aukast meðal þátttakenda í SN. Hún jókst frá því að 32% höfðu stundað nám á síðustu 6 mánuðum fyrir starfsendurhæfingu sam- kvæmt ASEBA (N=241), í að 47% voru í einhverju námi 6 til 18 mánuðum eftir að starfsendurhæfingu lauk samkvæmt símakönnun (n=53). Í gögnum frá SN kom fram að 54% voru skráðir í nám við lok endurhæfingar og fleiri höfðu fyrirætlanir um frekara nám. Því má ætla að í kjölfar starfsendurhæfingar hjá SN haldist nokkuð hlutfall þeirra sem hafa eða stefna á atvinnu við útskrift en heldur færri skili sér í nám en stefna á það við útskrift. Virkni í vinnu og námi virðist því vera meiri í hópi þátttakenda í starfsendurhæfingu SN en gerist meðal öryrkja almennt, þar sem hún er 27-31% í vinnu og 11% í námi samkvæmt rannsókn á Lífskjörum og högum öryrkja (Guðrún Hannesdóttir, 2010). Í þessu samhengi má benda á að í ASEBA mælingunum (n=100) mældist aðlögunarhæfni á vinnustað og í námi umtalsvert betri hjá þeim sem höfðu haft einhverja atvinnu eða verið í námi samhliða endurhæfingunni en sambæri- leg niðurstaða meðal þeirra sem höfðu haft atvinnu eða verið í námi á síðustu 6 mánuðum fyrir endurhæfingu. Því er ljóst að aðlögun þátttakenda að vinnu og námi tengdu starfsendurhæfingunni gekk betur en sambærileg aðlögun fyrir starfsendurhæfingu. Virkni þátttakenda í starfsendurhæfingu óx sem og samfélagsleg þátttaka. Það lýsir sér m.a. í ólaunaðri vinnu sem þátttakendur stunduðu samhliða starfsendurhæfingunni og virtist haldast óbreytt á tímabilinu og aukast að því loknu. Það gefur tilefni til að ætla að virkni þátttakenda hafi aukist þar sem samfélagsleg virkni þeirra er til viðbótar þátttöku í námi eða vinnu SN. Þá hefur starfsendurhæfingin dregið úr álagi, reiði og andfélagslegri hegðun, sem hefur jákvæð áhrif á virkni, dregur úr félagslegri einangrun og eykur lífsgæði, eins og Þóra Ingimundardóttir lýsir í MA-ritgerð sinni (2010). 36% 60% Mynd 3. Mat þátttakenda á áhrifum starfsedurhæfingar á félagslega einangrun Félagsleg einangrun minni en áður Félagsleg einangrun svipuð og áður Félagsleg einangrun meiri en áður 36% 60% 4%

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.