Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 4

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 4
4 www.virk.is V IR K Gylfi Arnbjörnsson formaður stjórnar VIRK Árið 2030 má gera ráð fyrir að nýliðun á vinnu- markaði nemi aðeins um 700 manns. Með fámennari kynslóðum á næstu áratugum er ljóst að verulegur skortur verður á vinnuafli hér á landi á allra næstu árum og því megum við ekki missa allan þennan fjölda úr virkri þátttöku á vinnumarkaði. Ljóst er að lyfta verður grettistaki til að sporna við þessu og í þeim tilgangi var VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður stofnaður.“ Mikilvæg fjárfesting En af hverju hafa aðilar vinnumarkaðarins tekið þetta hlutverk að sér — hvers vegna er það ekki hjá ríkinu, líkt og hjá hinum Norðurlöndunum? Ástæðan er tvíþætt. Í fyrsta lagi falla um þrír fjórðu hlutar útgjalda samfélagsins vegna bótagreiðslna í veikindum, vegna slysa og örorku til hjá atvinnulífinu, sjúkra- sjóðunum eða lífeyrissjóðunum, en einungis fjórðungur greiðslna hjá hinu opinbera. Þessu er þveröfugt farið hjá hinum Norðurlöndunum, þar sem bótakerfin eru að langstærstum hluta opinber. Því hafa hinir fjárhagslegu hvatar til að draga úr kostnaði vegna örorku og slysa legið hjá þeim hluta velferðarkerfisins sem aðilar vinnumarkaðarins hafa byggt upp, sem skýrir e.t.v. hvers vegna ekkert frumkvæði að uppbyggingu VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður hefur nú starfað í full fimm ár, en samið var um stofnun hans í kjarasamningum árið 2008. Öll helstu samtök launafólks og atvinnurekenda á Íslandi, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði standa að rekstri sjóðsins. Undirstrikar það vafalaust betur en flest annað þá áherslu sem þessir aðilar leggja á að tryggja þeim sem lenda í alvarlegum veikindum og slysum tækifæri til að komast aftur til starfa og viðhalda sjálfstæði sínu á vinnumarkaði. Þetta gerum við best með því að koma í veg fyrir að launafólk hverfi varanlega af vinnumarkaði í kjölfar veikinda og slysa, með öflugu framboði af virkni, endurhæfingu og öðrum úrræðum. Með því að tryggja fólki aðgang að ráðgjöf í samstarfi við stéttarfélögin um allt land og sjá til þess að fjármagn sé nægt til að gera endurhæfingaráætlanir og til nauðsynlegra endurhæfingarúrræða, má koma í veg fyrir að fólk festist í örorku. Ávarp stjórnarformanns
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.