Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Síða 8

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Síða 8
8 www.virk.is V IR K Í dag eru mál allra einstaklinga sem koma til VIRK rýnd af þverfaglegum hópi sérfræðinga á fyrsta mánuði í þjónustu. Auk þess eiga sér stað um 120 þverfagleg möt í hverjum mánuði þar sem sérfræðingar í þverfaglegum matsteymum hitta einstaklinga og leggja upp ítarlega starfsendurhæfingaráætlun í samstarfi við einstakling og ráðgjafa. Þessi teymi sjá auk þess um að meta starfsgetu í lok þjónustuferlis hjá VIRK, í þeim tilfellum sem viðkomandi einstaklingur útskrifast ekki til fullrar þátttöku á vinnumarkaði. Úrræðaaðilar í starfsendur- hæfingu um allt land VIRK er með samninga við mikinn fjölda úrræðaaðila í starfsendurhæfingu um allt land. Um er að ræða starfsendurhæfingarstöðvar, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, símenntunaraðila og marga fleiri sem bjóða fjölbreytta og faglega þjónustu fyrir einstaklinga sem takast á við fjölþættan vanda í kjölfar heilsubrests af ýmsum toga. Þessir aðilar gegna allir mjög mikilvægu hlutverki í starfsendurhæfingarþjónustu hér á landi. Fjöldi þessara aðila og fjölbreytni í framboði á þjónustu hefur aukist mikið á undanförnum árum. Fyrir tilstuðlan VIRK hafa þannig orðið til mun fleiri úrræði á þessu sviði, sem hefur leitt til aukinnar þekkingar, reynslu og árangurs í atvinnutengdri starfsendurhæfingu á Íslandi. Þetta er mjög jákvæð þróun og VIRK leggur áherslu á gott og uppbyggilegt samstarf við þessa aðila. Jafnframt leggur VIRK áherslu á að þeir aðilar sem bjóða upp á heildstæð starfsendurhæfingarúrræði tryggi einstaklingum góða og þverfaglega þjónustu og uppfylli ákveðin fagleg viðmið í starfsendurhæfingu. Þetta er gert meðal annars með samningum, úttektum og reglubundnu samstarfi. Kaup VIRK á þjónustu fagaðila um allt land hafa aukist mikið á undanförnum árum. Útgjöld VIRK vegna þessarar þjónustu námu ríflega 500 milljónum króna á árinu 2013 og var það um tvöfalt hærri fjárhæð en árið þar á undan. Mynd 3 sýnir hlutfallslega skiptingu útgjalda vegna aðkeyptrar þjónustu frá ýmsum Stöðugildi ráðgjafa VIRK um allt land Mynd 2 Höfuðborgarsvæðið Borgarfjörður og Snæfellsnes Akranes Vestfirðir Norðurland vestra Akureyri og Eyjafjörður Austurland Reykjanes Vestmannaeyjar 42 1 1 1 26 Suðurland3 2 1 3 1 Þingeyjarsýslur Mynd 3 Skipting útgjalda vegna aðkeyptrar þjónustu frá úrræðaaðilum Sálfræðiþjónusta Sjúkraþjálfun Sérhæfð starfsendur- hæfingarúrræði Líkamsrækt Nám og námskeið Annað 56% 19% 7% 7% 6% 5%

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.