Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 10
10 www.virk.is
V
IR
K
skýra með mörgum og oft samverkandi
þáttum:
Lög um atvinnutengda starfsendur-•
hæfingu og starfsemi starfsendur-
hæfingarsjóða tóku gildi í lok árs
2012. Samkvæmt lögunum eiga
nú fleiri einstaklingar en fyrr rétt á
þjónustu VIRK, þar með talið allir
þeir sem ekki hafa verið lengi á
vinnumarkaði.
Lífeyrissjóðir um allt land sendu mun •
fleiri einstaklinga til VIRK á árinu
2013 en áður og er það í framhaldi
af lögbundinni þátttöku þeirra í
fjármögnun VIRK. Trúnaðarlæknar
lífeyrissjóða vísuðu um 230
einstaklingum til VIRK á síðasta ári.
Aukin samvinna VIRK við heilbrigðis-•
stofnanir og ýmsar aðrar opinberar
stofnanir veldur því að fagaðilar
innan þessara stofnana beina nú
mun fleiri einstaklingum til VIRK en
áður. Sérstaklega hefur tilvísunum
frá heilsugæslulæknum til VIRK
fjölgað á árinu 2013.
Mikil fjölgun hefur orðið meðal •
einstaklinga sem hafa verið lengi
frá vinnumarkaði og glíma við mjög
fjölþættan vanda. Gera má ráð fyrir
að hér séum við m.a. að takast á
við afleiðingar kreppunnar, þar sem
mun stærri hópar en áður hafa nú
verið án atvinnu í nokkur ár.
Mun fleiri þekkja til starfsemi VIRK í •
dag en áður og sú vitneskja skilar sér
í aukinni aðsókn í þjónustu.
Hverjir leita til VIRK
Til að eiga rétt á þjónustu VIRK þurfa ein-
staklingar að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Að geta ekki sinnt starfi sínu eða •
tekið þátt á vinnumarkaði vegna
hindrana af völdum heilsubrests sem
rekja má til veikinda eða slysa.
Að markmiðið sé að verða aftur •
virkur þátttakandi á vinnumarkaði
eða auka þátttöku á vinnumarkaði,
svo fljótt sem verða má.
Geta og vilji til að taka markvissan •
þátt í starfsendurhæfingunni sé til
staðar og þjónustan þyki líkleg til
árangurs á þeim tíma sem hún er
veitt.
Miðað er við að einstaklingur sé kominn
með formlega tilvísun frá lækni áður en
pantaður er tími hjá ráðgjafa VIRK. Þetta
á þó ekki við um þá einstaklinga sem fá
greidda dagpeninga frá sjúkrasjóðum
stéttarfélaga eða fá örorkulífeyri frá
lífeyrissjóðum þar sem þá liggur þegar
fyrir vottorð um heilsubrest hjá þessum
framfærsluaðilum.
VIRK starfar í nánu samstarfi við sjúkrasjóði
stéttarfélaga um allt land þar sem ráðgjafar
VIRK eru staðsettir. Einstaklingar sem
sækja um sjúkradagpeninga til sjúkrasjóða
stéttarfélaga fá því alla jafna góða
kynningu á þjónustu VIRK og möguleikum
hennar. Aukið samstarf við trúnaðarlækna
lífeyrissjóða hefur einnig orðið til þess að
„Mikil fjölgun hefur orðið
meðal einstaklinga sem
hafa verið lengi frá vinnu-
markaði og glíma við
fjölþættan vanda. Gera má
ráð fyrir að hér séum við
meðal annars að takast á
við afleiðingar kreppunnar,
þar sem mun stærri hópar
en áður hafa nú verið án
atvinnu í nokkur ár.“
1800
1600
1400
1200
1000
800
600
400
200
0
1155
1304
1236
1640
Mynd 5
Fjöldi nýrra einstaklinga 2010-2013
Árið 2010 Árið 2011 Árið 2012 Árið 2013
Aldur og kyn einstaklinga sem komu í þjónustu á árinu 2013
350
300
250
200
150
100
50
0
<30 30-39 40-49 50-59 60+
Karl KonaMynd 6
Fjöldi
120
161
119 118
45
207
288
263 255
64