Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Side 12

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Side 12
12 www.virk.is V IR K og finna þarf leiðir í starfsendurhæfingu sem henta þörfum hvers og eins. Mynd 10 inniheldur upplýsingar um mat einstaklinga sem hafa leitað til VIRK vegna þess að þeir geta ekki tekið virkan þátt á vinnumarkaði. Sjá má að stór hópur glímir við geðræn vandamál eða stoðkerfisvandamál, eða um 76% af heildarfjöldanum. Þess má geta að geð- raskanir og stoðkerfissjúkdómar voru fyrsta orsök örorku hjá um 66% þeirra sem voru með örorkumat hjá Tryggingastofnun ríkisins á árinu 2012. Aðstæður og líðan einstaklinga sem leita til VIRK eru að vonum mismunandi. Mynd 11 inniheldur upplýsingar sem skráðar hafa verið við komu til ráðgjafa og gefur því hugmynd um aðstæður og líðan einstaklinga sem leituðu til VIRK á árunum 2012 og 2013. Þarna er sett fram hlutfall þeirra sem hafa svarað þessum spurningum játandi. Eins og sjá má fjölgar þeim aðeins á milli ára sem telja að andleg streita, depurð og kvíði hafi áhrif á starfsgetu þeirra. Farsæl endurkoma til vinnu Það er mikilvægt að einstaklingar eigi greiða leið til baka í vinnu í kjölfar fjarvista vegna veikinda eða slysa. Hér spilar vinnustaðurinn stórt hlutverk, þar sem sveigjanleiki og skilningur skipta miklu máli til að endurkoman verði árangursrík. Þróunarverkefnið „Virkur vinnustaður“ hefur verið í gangi hjá VIRK frá árinu 2011 með þátttöku um 30 vinnustaða um allt land. Markmið verkefnisins eru að stuðla að því að brugðist sé við veikindum á vinnustöðum með fyrirsjáanlegum hætti og að á vinnustöðum sé til yfirlýst stefna og markvissar leiðir sem stuðla að forvörnum og skapa aðstæður til árangursríkrar endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys. Verkefnið hefur einnig það markmið að auka þekkingu bæði starfsmanna og stjórnenda um ýmsa þætti í vinnuumhverfinu sem hafa áhrif á heilsu og geta dregið úr fjarvistum. Áætlað er að verkefninu ljúki í árslok 2014. Í tengslum við þetta verkefni hafa verið mótaðir ýmsir vinnuferlar, leiðbeiningar og verkfæri sem eru aðgengileg öðrum fyrirtækjum á heimasíðu VIRK. Við komu til VIRK eru einstaklingar spurðir ýmissa spurninga er varða endurkomu til vinnu, hvort hún hafi verið reynd og hvort eitthvað hafi verið gert til að auðvelda þeim endurkomu til vinnu í kjölfar veikinda eða slysa. Af þeim sem „Það er mikilvægt að einstaklingar eigi greiða leið til baka í vinnu í kjölfar fjarvista vegna veikinda eða slysa. Hér spilar vinnustaðurinn stórt hlutverk, þar sem sveigjanleiki og skilningur skipta miklu máli til að endurkoman verði árangursrík.“ Mynd 9 Menntun Einstaklingar sem hafa leitað til VIRK – hlutfallsleg skipting eftir menntunarstigi Skyldunám eða minna Framhaldsskóli / stúdentspróf Annað Iðnskóli eða annar skóli til réttindanáms Háskóli Réttindanámskeið (t.d. meirapróf) 33% 19% 16% 14% 10% 8% Mynd 10 Mat einstaklinga á ástæðum fjarvista frá vinnumarkaði Stoðkerfisvandamál Hjarta/ æðasjúkdómar Taugasjúkdómar Annað Geðræn vandamál Óflokkað Æxli 39% 8% 5% 3% 4% 4% 37%

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.