Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 16

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 16
16 www.virk.is V IR K til VIRK. Því er ljóst að einstaklingar sem leita til VIRK eru almennt mjög sáttir við þjónustuna. Ávinningur af starfsendurhæfingu Atvinna er mjög mikilvægur þáttur í lífi fólks. Það skiptir okkur öll máli að hafa hlutverk, geta séð okkur farborða og verið fjárhagslega sjálfstæð. Einnig skiptir miklu að við leggjum áherslu á það í bæði menningu okkar og uppbyggingu velferðarkerfisins að nýta markvisst getu allra til atvinnuþátttöku. Sé það ekki gert er hætta á að sífellt minnkandi þátttaka á vinnumarkaði ógni uppbyggingu góðs velferðarkerfis til framtíðar. Starfsendurhæfing er því fjárfesting í mannauði og stuðlar ennfremur að öflugra samfélagi og aukinni velferð allra. Hún miðar að því að draga fram styrkleika hvers og eins og setja í samhengi við möguleika og tækifæri á vinnumarkaði. Markmiðið er að sem flestir geti verið þátttakendur á vinnumarkaði og séð sjálfum sér farborða með launuðu starfi. Mikilvægt er að meta sífellt árangur af starfsendurhæfingu og setja í samhengi við fjármuni sem veittir eru til hennar og við afraksturinn sem hún skilar bæði til einstaklinga og samfélags. Afrakstur árangursríkrar starfsendurhæf- ingar getur verið mjög mikill. Talnakönnun hefur tekið saman fyrir VIRK nokkur einföld dæmi um fjárhagslegan ávinning af starfsendurhæfingu, ef hún skilar þeim árangri að einstaklingur taki fullan þátt á vinnumarkaði í stað þess að fara á örorkulífeyri. Reiknað var hver heildarlaun einstaklings yrðu til 67 ára aldurs. Tekið var saman hvað lífeyrissjóður og Tryggingastofnun myndu greiða og hvert tap einstaklingsins yrði en það miðast við þann hluta vinnulauna sem ekki fæst bættur frá öðrum. Niðurstaðan er samanlagt heildartap þessara aðila vegna varanlegrar örorku eða heildarávinn- ingur þess að fjárfesta í árangursríkri starfsendurhæfingu fyrir viðkomandi einstakling. Á móti kemur síðan kostn- aður við starfsendurhæfingu en hann er hér metinn sem full laun viðkomandi einstaklings í 2 ár. Mynd 17 sýnir upplýsingar um fjárhagslegan ávinning af árangursríkri starfsendurhæfingu eins einstaklings út frá ofangreindum forsendum og miðað við mismunandi forsendur um aldur og mánaðarlaun. Sjá má að heildarávinningur getur orðið mjög mikill eða um 118 milljónir króna þegar um er að ræða unga einstaklinga og þá hefur ekki verið tekið tillit til aukinna lífsgæða viðkomandi einstaklings og sparnaðar annars staðar í velferðarkerfinu, s.s. innan heilbrigðisþjónustunnar. Á ári hverju fara nokkur hundruð ein- staklingar úr þjónustu VIRK í virka þátttöku á vinnumarkaði. Þetta eru í flestum til- fellum einstaklingar sem komu til VIRK vegna mjög alvarlegs og flókins vanda og gátu ekki tekið virkan þátt á vinnumarkaði nema að til kæmi sérhæfð aðstoð á sviði atvinnutengdrar starfsendurhæfingar. Að þessir einstaklingar séu nú í virkri Mynd 15 Ráðgjafinn aðstoðaði mig við að setja mér raunhæf markmið um að fara aftur í vinnu / geta stundað vinnu 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Mjög sammála Sammála Ósammála Mjög ósammálaHvorki sammála né ósammála 54% 29% 12% 1% 4% „Árangursrík þjónusta í starfsendurhæfingu er þannig ein af allra arðbærustu fjárfestingum í okkar samfélagi og því mikilvægt að standa vörð um uppbyggingu hennar til framtíðar.“ Mynd 16 Mat einstaklinga á stöðu sinni í upphafi og lok þjónustu Á kvarðandum 0-10 8,0 7,0 6,0 5,0 4,0 3,0 2,0 1,0 0 Sjálfsmynd Vinnugeta 4,3 7,3 2,6 5,5 Í upphafi þjónustu Í lok þjónustu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.