Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 18

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 18
18 www.virk.is V IR K Hér verða teknir saman nokkrir áhuga- verðir þættir úr þessari heimildaöflun og þeir settir í samhengi við uppbyggingu faglegs starfs í starfsendurhæfingu hjá VIRK. Hvenær er starfsendurhæfing tímabær og hvað þarf til? Flestir sem veikjast eða slasast snúa farsællega aftur til vinnu eftir að hafa notið hefðbundinnar meðferðar innan heilbrigðiskerfisins og nauðsynlegs sveigjanleika á vinnustað. Samkvæmt breskum rannsóknaniðurstöðum skila 95% sér aftur til vinnu innan 4–6 vikna án sértækrar íhlutunar eins og starfsendurhæfingar (National Institute for Health and Care Excellence 2009). Óvíst er að það borgi sig að reyna starfsendurhæfingu fyrr en rannsóknir benda til þess að einstaklingar sem fara of snemma í starfsendurhæfingu eigi á hættu að vera lengur frá vinnu en ella (Waddell, Burton og Kendall 2013). Samstarf vinnustaðar og heilbrigðiskerfis Gott samstarf við vinnustaðinn og við- eigandi aðstoð frá heilbrigðiskerfinu skipta miklu máli, einkum fyrstu vikurnar sem einstaklingur er frá vinnu. Þróunin síðustu ár hefur verið í þá veru að aukin áhersla er lögð á að fá atvinnurekendur til samstarfs og ábyrgðar í þessu ferli. Meðal annars hefur verið bent á mikilvægi sérstakra ráðstafana á vinnustað sem hvetji til þess að einstaklingur komist fyrr til vinnu eftir veikindi (OECD 2010, Everhardt og de Jong 2011). Samþætting og samvinna ólíkra aðila er mikilvæg og í því samhengi hefur verið bent sérstaklega á mikilvægi samvinnu heilbrigðiskerfis og vinnustaðar (OECD 2010, Waddel og Burton 2006). Ákveðnar reglugerðarbreytingar vegna útgáfu á læknisvottorðum hafa gefið góða raun í nágrannalöndum okkar. Í Svíþjóð fækkaði veikindafjarvistum um 33% með lagabreytingum um veikindaskrif, sem meðal annars fólu í sér að mun ítarlegri leiðbeiningar eru nú gefnar út fyrir lækna vegna vottorðaskrifa (Westregård 2013). Í Noregi var farin sú leið að tengja útgáfu læknisvottorða við vinnustaðinn, meðal annars með lagabreytingum þar sem kveðið er á um ákveðið ferli sem þurfi að eiga sér stað innan vinnustaðarins þegar um lengri veikindi er að ræða. Aðlögun á vinnuskyldum og fundur atvinnurekanda, einstaklings og læknis viðkomandi eru atriði sem Norðmenn hafa lagt áherslu á (Norwegian Labor and Welfare Service 2014). Faglegar áherslur hjá VIRK Ása Dóra Konráðsdóttir sviðsstjóri starfsendurhæfingasviðs VIRK Mikil vinna átti sér stað við stefnumótun VIRK seinni hluta árs 2012 og fyrri hluta árs 2013. Afraksturinn var gefinn út á árs- fundi VIRK árið 2013 þar sem sett var fram framtíðarsýn VIRK til ársins 2020. Í þessari vinnu voru skoðaðar árangursríkar leiðir í starfsendurhæfingu hérlendis og erlendis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.