Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 24

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 24
24 www.virk.is V IR K „Já, ég finn fyrir því að talsverð aukning hefur orðið hér í beiðnum til VIRK um þjónustu“ svarar Fanney. „Samkvæmt könnunum er eftirspurn eftir þjónustu hjá VIRK að aukast á nánast öllum vígstöðvum. Ég hef fundið fyrir henni hér fyrir vestan, einkum frá hausti.“ Hvaða fólk leitar einkum til þín? „Manneskjur á öllum aldri, mjög breiður hópur. Segja má að fólkið komi úr öllum starfsstéttum. Mitt starf er að ýmsu leyti frábrugðið starfi ráðgjafa á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er stórt svæði, hér eru til dæmis miklar vegalengdir og samgöngur oft slæmar, sérstaklega sam- göngur við sunnanverða Vestfirði yfir vetrartímann. Sem dæmi má nefna að jafn langan tíma getur tekið að aka frá Ísafirði til Patreksfjarðar og Reykjavíkur að vetri til.“ Á hversu víðfeðmu svæði þjónar þú sem ráðgjafi? „Í raun öllu Vestfjarðasvæðinu. Sunnan- verðir Vestfirðir spanna allt frá Gilsfirði um Reykhólasveit, Barðaströnd, Patreksfjörð og nágrenni. Norðanverðir Vestfirðir ná frá botni Hrútafjarðar að Ströndum, Hólmavík, Drangsnesi og svæðum þar í kring. Svo er það Ísafjörður og bæir og sveitir í nágrenni „Hver og einn þarf að velja sína leið sjálfur“ Fanney Pálsdóttir ráðgjafi hjá VIRK Á Ísafirði og víðar á Vestfjörðum starfar Fanney Pálsdóttir sem ráðgjafi hjá VIRK. Nýlega hefur komið fram í fréttum að þeim fjölgar ár frá ári sem óska eftir samstarfi við VIRK. Skyldi Fanney hafa fundið fyrir þessari þróun í starfi sínu? hans. Sjálf er ég búsett á Ísafirði, á þar fjölskyldu og heimili. Ég hóf störf hjá VIRK í maí 2009 og var þá í 25 prósent starfi, en er nú komin í fullt starf.“ Er fólk óhrætt við að leita sér aðstoðar í litlum samfélögum? „Ráðgjafi hjá VIRK er bundinn trúnaði og það er vel kynnt í fyrsta viðtali. Fólkið í kring veit því sjaldnast að einhver tiltekinn einstaklingur sé í ráðgjöf hjá VIRK. Að sjálfsögðu er það mitt hlutverk að vinna traust þeirra einstaklinga sem til mín koma. Hvort það tekst alltaf veit ég ekki, en ég vona það svo sannarlega. Ég er ein að störfum hér fyrir VIRK. En smæð samfélagsins gæti fælt einhverja frá, það er vel hugsanlegt.“ Þú nefndir að ýmislegt væri öðru- vísi í þínu starfi sem ráðgjafi á Vestfjörðum heldur en til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Á það einnig við um þau úrræði sem í boði eru? „Vegna dreifðar byggðar og fámennis á svæðinu er minna um úrræði en fyrir sunnan, en á hinn bóginn eru úrræðaaðilar reiðubúnir að þróa ný úrræði fyrir VIRK til að koma til móts við þarfir fólksins sem við þjónum.“ Starfið mjög gefandi Hvað er jákvætt við þetta starf að þínu mati? „Fólkið sem kemur í þjónustu. Ég er svo heppin að fá að kynnast því mjög náið, fá að mynda samband við þá einstaklinga sem koma til VIRK. Annað jákvætt er að starfið er mjög fjölbreytt og í endalausri þróun. Það hafa orðið miklar breytingar síðan ég hóf störf hjá VIRK. VIRK er sífellt að þróa sína verkferla til að bæta þá þjónustu sem boðið er upp á. Mikil breyting hefur til dæmis orðið á starfsumhverfinu síðan ég hóf störf.“ Hvernig lýsir sú breyting sér? „Þegar ég byrjaði að vinna hér var ég með tengilið hjá VIRK. Þá var verið að byrja að þróa verkferla og við ráðgjafar fengum að taka þátt í því starfi. Í framhaldi af þessu hafa orðið miklar breytingar. Fagleg aðstoð og stuðningur við ráðgjafa hefur aukist. Við fáum rýnifundi með lækni og sálfræðingi við uppsetningu fyrstu áætlunar. Einnig höfum við aðgang að daglegri síma- og netpóstvakt og það kemur að miklu gagni þegar verið er að móta stefnu í starfsendurhæfingarferlinu fyrir hvern og einn einstakling. Ef ég er til dæmis óörugg um stefnu í framhaldinu, þá hef ég nú mjög sterkt bakland. Áður áttum við einn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.