Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Síða 31

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Síða 31
31www.virk.is VIRK kvarða (e. fidelity scale), sem er mikilvægt verkfæri til að meta hversu nákvæmlega er unnið eftir verklagi IPS. Þarna kom einnig í ljós mikilvægi þess að hafa ákveðinn atvinnuráðgjafa sem hefur það hlutverk að vera í tengslum við atvinnurekendur og fylgja einstaklingum eftir á vinnumarkaði. Atvinnuráðgjafinn er einnig í góðu samstarfi við heilbrigðisstarfsmenn viðkomandi einstaklings. Í kjölfar ferðarinnar var verklag sem vinnuhópurinn hafði sett upp skoðað með hliðsjón af tryggðarskalanum. Ljóst var að samstarfsverkefni VIRK og LSH fékk ekki háa einkunn þegar það var metið út frá tryggðarskalanum en samkvæmt upplýsingum frá Danmörku eru slíkar niðurstöður ekki óalgengar við fyrstu innleiðingu. Vinnuhópnum fannst mest aðkallandi að sérstakur atvinnuráðgjafi fengist til liðs við verkefnið til að það gæti komist á flug. Haustið 2013 var atvinnuráðgjafi ráðinn í hlutastarf til reynslu í tiltekinn tíma. Um áramótin hafði atvinnuráðgjafinn fundað með stjórnendum yfir 50 fyrirtækja þar sem hann kynnti verkefnið og kannaði áhuga þeirra á þátttöku almennt. Einnig kannaði hann hvort möguleikar væru á störfum fyrir ákveðna einstaklinga út frá þeirra áhugasviðum. Tekið skal fram að atvinnuráðgjafinn þjónustar ekki eingöngu einstaklinga í IPS-verkefninu heldur einnig aðra einstaklinga með skerta starfsgetu. Það kom aðstandendum verkefnisins skemmtilega á óvart hve vel flest fyrirtækin tóku atvinnuráðgjafanum. Fimm einstaklingar í IPS-verkefninu hafa fengið tilboð um starf síðan atvinnuráðgjafinn hóf störf en nú eru um 10 einstaklingar þátttakendur í verkefninu. Lærdómur fram að þessu Sá tími sem verkefnið hefur staðið yfir hefur verið mjög lærdómsríkur fyrir þá sem að verkefninu standa og tel ég best að nefna nokkur dæmi því til staðfestingar: Atvinnuráðgjafi fékk vitneskju um 1. spennandi starf hjá stóru fyrirtæki. Starfsfólk á Laugarásvegi mundi eftir einstaklingi sem hafði áhuga á svipuðu starfsumhverfi og var hann strax tengdur fyrirtækinu. Þessi einstaklingur hafði ekki verið hluti af IPS-verkefninu og var því ekki búið að vinna með honum það grunnmat sem almennt er gert. Fljótt kom í ljós að einstaklingurinn fann sig ekki í starfinu og hætti. Þetta kom yfirmönnum hjá fyrirtækinu á óvart, en þeir sýndu því skilning að þetta væri niðurstaðan. Af þessu dæmi sáum við mikilvægi þess að fyrirtækin væru vel upplýst og meðvituð um alvarleika þeirra veikinda sem þessir einstaklingar glíma við. Einnig sýndi þessi reynsla að gerð grunnmats með einstaklingi er nauðsynleg áður en farið er af stað í ráðningarferli. Einstaklingur fékk vinnu sem hann 2. var mjög ánægður með og var fyrirtækið einnig mjög ánægt með störf hans. Hluti starfsins átti sér stað utandyra. Eftir nokkrar vikur í starfi nefndi einstaklingurinn við starfsmenn á Laugarásvegi að sér væri oft kalt þegar hann þyrfti að vinna úti. Þessum upplýsingum var strax komið til atvinnuráðgjafans sem hélt fund með einstaklingi og yfirmanni. Yfirmaður brást vel við og útvegaði einstaklingi hlífðarfatnað til útivinnunnar. Þótti þetta sjálfsagt en hafði ekki verið gert þar sem einstaklingur hafði ekki nefnt það við yfirmenn. Þarna sýndi sig mikilvægi stuðnings og eftirfylgdar atvinnuráðgjafans, sem mikil áhersla er lögð á í IPS-aðferðinni. Einstaklingur sem hafði glímt við 3. erfiðan geðsjúkdóm átti sér draum um að komast í vinnu hjá tilteknu tölvufyrirtæki, sem mörgum þótti fjarlægur draumur. Viðkomandi hafði ágæta tölvukunnáttu en enga menntun á því sviði. Ákveðið var að styðja viðkomandi einstakling til styttra náms í forritun. Námið gekk mjög vel og í framhaldi af því fékk einstaklingurinn vinnu hjá því fyrirtæki sem hann hafði dreymt um. Í þessu dæmi var vilja einstaklings á leið til atvinnu fylgt í hvívetna, líkt og IPS-aðferðin leggur áherslu á og skilaði það góðum árangri. Einstaklingur sem hafði verið í 4. tengslum við ráðgjafa VIRK þar sem unnið var grunnmat fór sjálfur til atvinnurekanda og var ráðinn í hálfa stöðu. Ráðgjafi VIRK heldur sínum stuðningi áfram ásamt IPS- teyminu. Ef upp koma vandamál, þá grípa atvinnuráðgjafinn eða aðrir úr teyminu inn í og aðstoða við að finna lausnir þannig að vinnan geti gengið snurðulaust fyrir sig. Einstaklingur sem hefur glímt við 5. þunga, geðræna erfiðleika sagði frá því í grunnmatsviðtali að hann langaði að vinna við tölvur en hann hafði ágæta kunnáttu á því sviði. Eftir að atvinnuráðgjafi hafði haft samband við nokkur tölvufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu var við- komandi ráðinn í hálfa stöðu hjá einu þessara fyrirtækja. Viðkomandi hefur þurft að taka sér leyfi frá vinnu vegna veikinda í nokkur skipti en þá í góðri samvinnu við vinnuveitanda. Með góðum stuðningi, aðhaldsviðtölum og hvatningu hefur gengið vel. Þessi dæmi sýna tilfelli þar sem hlutirnir hafa gengið vel, svo og önnur þar sem ekki hefur gengið eins vel. Af þeim höfum við lært að styðja þarf við mikilvægi þess að fylgja því verklagi sem lagt er upp með samkvæmt IPS-aðferðinni. Það hefur tekið langan tíma að byggja upp grunninn að verkefninu og enn er langt í land til að hægt sé að segja að unnið sé 100% eftir IPS-aðferðinni, þó hún sé höfð að leiðarljósi. Mikilvægt er að þróa þessa aðferð áfram í íslensku samfélagi svo hægt sé að bjóða einstaklingum með þungar geðraskanir upp á bestu mögu- legu þjónustu í starfsendurhæfingu. Heimildir: Sveina B. Jónsdóttir, IPS er árangursrík aðferð í starfsendurhæfingu. Ársrit um starfsendurhæfingu. VIRK Starfsendurhæfingarsjóður 2013. Centre for Mental Health. 2012. Imple- menting what works, briefing 44. UK. Sveina Berglind Jónsdóttir deildarstjóri matsdeildar VIRK

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.