Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Síða 33

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Síða 33
33www.virk.is VIÐTAL Selfossi og Akranesi. Flestir eru í hundrað prósent vinnu,“ segir Ingibjörg Steinunn. „Það er tiltölulega stutt síðan ég kynntist starfsemi VIRK að ráði og mér finnst hún afskaplega jákvæð. Það er mjög gott að hægt sé að virkja fólk sem ella kynni að detta út af vinnumarkaði. Raunar er frábært að slík starfsemi skuli vera til. Þetta er gott fyrir alla. Þeir eiginleikar starfsmanna sem ég legg mikið upp úr eru að fólk sé áhugasamt, jákvætt og hafi mikinn vilja til að leggja sig fram. Við höfum verið með starfsmenn með skerta starfsorku og líka fullfrískt fólk í vinnu. Þeir hafa komið frá Starfsorku, Vinnumálastofnun og VIRK. Einstaklingarnir hafa reynst jafn misjafnir og þeir eru margir og verið misjafnlega hæfir í þau störf sem við höfum haft upp á að bjóða.“ Hvernig er undirbúningi háttað fyrir komu þessara einstaklinga? „Við fáum góðar upplýsingar um þann einstakling sem er að koma til okkar á vinnusamning. Fyrirtækið Sinnum ehf. hefur verið milligönguaðili fyrir fólk með skerta starfsorku sem kemur í gegnum vinnusamninga hjá VIRK en með styrk frá Tryggingastofnun. Sinnum hefur upplýst okkur vel um aðstæður, svo og nánustu aðstandendur sem hafa í sumum tilfellum verið mjög hjálplegir.“ Er nauðsynlegt að undirbúa allt samstarfsfólkið? „Þetta er viðkvæmt mál. Ég er ekki viss um að alltaf þurfi mikinn undirbúning. Í raun er bara um að ræða nýtt fólk sem kemur til starfa. Í umræddum tilvikum veltum við þessu dálítið fyrir okkur. Niðurstaðan varð að aðeins deildarstjórar og nánustu samstarfsmenn voru upplýstir um samninginn. Þetta hefur gefist vel. Mikilvægt er að vitneskja sé fyrir hendi hjá þessum aðilum þegar um er að ræða fötlun eða veikindi, sem og hvernig þeir eigi að bera sig að og bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Deildarstjórar og nánasta samstarfsfólk þarf að vera meðvitað um veikleika og styrkleika þessara einstak- linga. Einnig er mikilvægt að nánasti yfirmaður sé í góðu sambandi við náinn aðstandanda. Góð samskipti geta skipt öllu máli. Virðing og traust þurfa að ríkja á milli allra aðila svo viðkomandi einstaklingur, sem er til dæmis að koma frá VIRK, upplifi sig eins og aðrir, sem eru að hefja störf við eðlilegar kringumstæður.“ Fer meiri tími í að undirbúa komu svona einstaklings til vinnu en heilbrigðs einstaklings sem er nýráðinn til starfa? „Ég myndi ekki segja það. Aðalmunurinn er að maður þarf að útskýra fyrir nánustu yfirmönnum og starfsmönnum í hverju til dæmis fötlunin eða veikindin felast, ef um er að ræða skerta starfsgetu.“ Olweusaráætlunin leiðarljós Er eitthvað í stefnu fyrirtækisins sem hvetur það til að taka á móti einstaklingum með skerta starfsgetu í vinnuprófun, á vinnusamning eða í vinnu? „Starfsmannastefnan okkar á líka við fólk með skerta starfsgetu. Hún er mótuð þannig að hún stuðli að öryggi, virðingu, hjálpsemi og trausti meðal starfsmanna, svo og góðri samvinnu starfsfólks og góðum vinnuanda. Lögð er áhersla á að starfsfólk vinni sem ein góð liðsheild. Að það vinni vel og því líði vel og hafi góða vinnuað- stöðu. Við leggjum áherslu á að jafnréttis sé gætt. Einnig erum við með eineltisáætlun, erum raunar fyrsta íslenska fyrirtækið sem hefur haft Olweusaráætlunina gegn einelti að leiðarljósi. Það er eindregin stefna Prentmets að starfsmenn sýni samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.