Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Side 42

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Side 42
42 www.virk.is P A LL B O R Ð S U M R Æ Ð U R Pallborðsumræður um kerfislægar hindranir í starfsendurhæfingu Samfélagið þarf að gefa fólki með skerta starfsgetu tækifæri Þessar spurningar eru leiðarstef í spjalli fimm sérfræð- inga sem eru í samstarfi við VIRK. Þau eru Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, dósent við Háskólann á Akur- eyri og framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs, Geirlaug G. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Norðurlands, Júlíus Valsson, trúnaðarlæknir lífeyris- sjóðanna, Magnús Ólason, framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi og Salóme Ásta Arnardóttir, heimilis- læknir á Heilsugæslunni Lágmúla. Júlíus: Við getum ekki aðskilið endurhæfingu og heilbrigðiskerfið. Samkvæmt skilgreiningu tekur starfsendurhæfing við þegar læknisfræðilegri meðferð lýkur. Þannig getur stór kerfislæg hindrun verið til staðar ef læknisfræðilega meðferðin er í molum, biðtími eftir lækni of langur og almennt aðgengi að læknum ekki til staðar. Upphafspunktur ferlisins er alltaf hjá heimilislækni eða í sumum tilfellum hjá sérfræðilækni. Því má halda fram að ferlið byrji í raun enn fyrr, eða þegar einstaklingur í vinnu veikist eða slasast. Afskaplega mikilvægt er að stoppa ferlið þar, ef hægt er, eða koma því að öðrum kosti strax í réttan farveg. Á þessu hefur orðið talsverður misbrestur, kannski vegna þess að heilbrigðiskerfið, sem er skipað mjög hæfu starfsfólki og ágætlega skipulagt, nær ekki að grípa inn í og koma einstaklingum í læknisfræðilegt ferli. Því miður eru hindranir til staðar, biðlistar eru langir og heimilislæknar ráða ekki við álagið. Einstaklingar geta einhverra hluta vegna hangið í kerfinu án þess að fá rétta meðhöndlun. Það þarf að flagga rauðu um leið og einstaklingur slasast eða veikist þannig að viðkomandi komist strax í rétta meðferð. Magnús: Ég hef unnið lengi í þessum geira og man tímana tvenna. Endurhæfing er í þessu sam- hengi starfsendurhæfing. Vinnumarkaðurinn hefur breyst, fyrir 30 árum var ekkert atvinnu- • Hvaða hindranir mæta þeim sem reyna endurkomu til vinnu eftir langvarandi veikindi? • Hvernig getur VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður dregið úr þessum hindrunum og hver er samfélagsleg ábyrgð vinnumarkaðarins í þessum efnum?

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.