Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Page 61
61www.virk.is
AÐSEND GREIN
Hospital Anxiety and Depression Scale
(HADS)“, „The Depression, Anxiety
and Distress Scale (DASS)“, „The Four-
Dimension Symptom Questionnaire
(4DSQ)“ og „The Symptom Checklist-90“.
Í öðrum rannsóknum hafa algengar
geðraskanir verið greindar af þjálfuðum
heilbrigðisstarfsmönnum. Hingað til hafa
rannsóknir sjaldan stuðst við sérstök
greiningarviðtöl við þátttakendur (t.d.
„The Composite International Diagnostic
Interview“), þó svo það sé góð aðferð til
að ná fram nákvæmri sjúkdómsgreiningu
og til að ná yfir allt svið geðraskana innan
ICD-10 og DSM-IV (Aalto, Elovainio,
Kivimäki, Uutela og Pirkola 2012).
Þessi fjölbreytni í skilgreiningum og vali
á aðferðum til að staðfesta greiningu á
algengum geðröskunum er vandamál,
því hún torveldar beinan samanburð
rannsókna. Framtíðarrannsóknir nytu
góðs af því að áhrif íhlutunar væru greind
fyrir hverja tegund algengra geðraskana.
Slíkar greiningar krefjast stærri úrtaka til
að hægt sé að greina undirflokka algengra
geðraskana. Engu að síður er nauðsynlegt
að hafa sameiginlegan skilning á því hvaða
aðferðir á að nota til greiningar á algengum
geðröskunum og hvaða greiningar- eða
mælitæki eru réttmæt og áreiðanleg.
Samanburður á rannsóknum
á ETV og innleiðing ETV
íhlutana í ólíkum löndum
Rannsókn Anema og félaga (2009)
sýndi að félagspólitískt umhverfi er ólíkt
milli landa meðal annars þegar kemur
að fjarvistarstefnum vegna veikinda.
Þetta hefur mjög mikil áhrif á möguleika
á að bera rannsóknir á ETV saman
milli landa (Anema, Schellart, Cassidy,
Loisel, Veerman og van der Beek 2009).
Í Hollandi greiðir vinnuveitandinn
veikindalaun í tvö ár án tillits til orsaka
veikinda og honum er skylt að hafa samráð
við sérfræðing í atvinnusjúkdómum í
öllu ferli veikindafjarverunnar. Ábyrgð
vinnuveitenda í ETV-ferlinu og mikilvægt
hlutverk sérfræðinga í atvinnusjúkdómum
í þessu ferli skapaði aðstæður þar sem
hagsmunaaðilar voru tilbúnir til að
fjárfesta í íhlutunum á borð við SHARP-í
vinnunni. Í löndum þar sem (a) veikinda-
fjarvera er einungis bætt þegar hún er
af völdum vinnuslyss, (b) bætur eru
greiddar af ríkinu (c) sérfræðingar í
atvinnusjúkdómum hafa ekki það hlutverk
að leiðbeina starfsmönnum í ETV-
ferlinu, er íhlutunin SHARP-í vinnunni í
núverandi útfærslu ekki möguleg. Þetta
þýðir að skilvirkni íhlutunarinnar SHARP-í
vinnunni í hollensku samhengi tryggir ekki
skilvirkni sömu íhlutunar í öðru samhengi.
Hugsanlega er hægt að auðvelda
yfirfærslu íhlutana í annað samhengi með
notkun fræðilegra líkana innan vísinda (e.
implementation science). Eitt slíkt líkan
er „The Consolidated Framework for
Implementation Research (CIFR)“, sem
býður upp á alhliða fræðilegan ramma til
að greina hvort hægt er að innleiða tiltekna
íhlutun í öðru samhengi og hvaða aðgerðir/
aðlaganir eru nauðsynlegar til að tryggja
árangursríka innleiðingu (Damschroder,
Aron, Keith, Kirsh, Alexander og Lowery
2009).
Áherslur á viðeigandi
útkomumælingar
(outcome measures)
fyrir alla hagsmunaaðila
Í mörgum íhlutunarrannsóknum tengdum
ETV, þar á meðal okkar rannsókn, verður
sjónarhornið kostnaðartengt (e. cost
driven) þegar megináherslan er lögð á
að fækka veikindadögum. Með þessu
virðast rannsakendur gera ráð fyrir að
lækkun kostnaðar vegna fjarveru sé helsti
hvati þess að talað sé um farsæla ETV
og þar með um árangursríka íhlutun.
Hins vegar sýndu Hees og félagar (2012)
fram á að ólíkir hagsmunaaðilar telja
mismunandi útkomur mikilvægar fyrir
farsæla ETV (Hees, Nieuwenhuijsen,
Koeter, Bultmann og Schene 2012).
Hees og félagar gerðu Delphi-rannsókn
á því hvað mismunandi hagsmunaaðilar
í Hollandi skilgreindu sem farsæla ETV;
sérfræðingar í atvinnusjúkdómum (sem
leiðbeina starfsmönnum með algengrar
geðraskanir í veikindafjarveru), yfirmenn
(sem eru fulltrúar vinnuveitenda sem
greiða veikindalaunin) og starfsmenn
með algengar geðraskanir. Sérfræðingar
í atvinnusjúkdómum og yfirmenn töldu
viðvarandi bata (þ.e. engin afturför með
endurteknum veikindafjarvistum) og virkni
í vinnunni, vera mikilvægustu útkomurnar
fyrir farsæla ETV, meðan starfsmenn
töldu það vera starfsánægju og andlegt
ástand (þ.e. getu til að bera kennsl á
streitueinkenni og hafa innsýn og hæfni til
að takast á við sálræna berskjöldun).
Í framtíðarrannsóknum þarf að taka til
greina ólíkar skoðanir hagsmunaaðila á því
hvað telst vera farsæl ETV, til að fá heildar-
sýn yfir mikilvægar niðurstöður íhlutana.
Til dæmis hefur vinnuvirkni starfsmanna
með algengar geðraskanir sjaldan verið
rannsökuð og réttmæt mælitæki til að mæla
vinnuvirkni þessara einstaklinga skortir
(Abma, van der Klink, Terwee, Amick og
Bultmann 2012). Í rannsókninni SHARP-í
vinnunni var vinnuvirkni metin með „The
Work-Role Functioning Questionnaire
(WRFQ)“ (Abma, van der Klink og
Bultmann 2013; Abma, Amick, Brouwer,
van der Klink og Bultmann 2012) eða
spurningalista um vinnuvirkni sem var
auka útkomumæling. Þrátt fyrir að enginn
munur hafi mælst á WRFQ-niðurstöðum
milli rannsóknarhópanna tveggja,
þá sýndu niðurstöður að vinnuvirkni
starfsmanna eftir ETV batnaði meðan á
12 mánaða eftirfylgni stóð. Sumir þættir
tengdir vinnuvirkni sem hagsmunaaðilar
í rannsókn Hees og félaga (2012) töldu
mikilvæga eru ekki metnir í mælitækjum
fyrir vinnuvirkni sem til eru í dag, til
dæmis hvort starfsmaðurinn uppfyllir
þær vinnukröfur sem samið var um við
vinnuveitandann (Hees, Nieuwenhuijsen
o.fl. 2012). Rannsóknir í framtíðinni ættu
að bæta við upplýsingum um vinnuvirkni
sem hagsmunaaðilar telja mikilvægar
og staðfesta þarf réttmæti þessara
mælitækja fyrir starfsmenn með algengar
geðraskanir.
Niðurstöður rannsókna Hees og félaga
og okkar eigin rannsókn styðja ekki
við notkun á „einkennum geðrænna
sjúkdóma“ sem útkomumælingu í fram-
tíðarrannsóknum á áhrifum íhlutuna
til að draga úr endurteknum fjarvistum
vegna veikinda hjá starfsmönnum með
algengar geðraskanir. Í rannsókninni
SHARP-í vinnunni voru einkenni geð-
rænna vandamála mæld sem auka-
útkomumæling. Rannsóknin sýndi engan
mun á íhlutunar- og samanburðarhópum
þegar kom að bættri geðheilsu. Þessi
niðurstaða hefur ítrekað komið fram í
íhlutunarrannsóknum sem miða að því
að auðvelda ETV fyrir starfsmenn með