Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Page 38

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Page 38
38 www.virk.is UPPLÝSINGAR G R E IN Virkur vinnustaður Þróunarverkefni VIRK Jónína Waagfjörð deildarstjóri forvarna og rannsókna hjá VIRK VIRK Starfsendurhæfingarsjóður fór af stað með þróunarverkefnið Virkur vinnustaður í samvinnu við atvinnurekendur árið 2011 en verkefnið snérist um forvarnir á vinnustað og endurkomu starfsfólks til vinnu eftir veikindi eða slys. Markmið verkefnisins, sem stóð yfir frá hausti 2011-2014, var að veita stjórn- endum og starfsmönnum fræðslu og aðstoð við að móta og innleiða stefnu um velferð og eftir- lit með fjarveru. Vinnustaðir, bæði á almenn- um og opinberum vinnumarkaði, tóku þátt í verkefninu og var heildarfjöldi starfsmanna á þátttökuvinnustöðum um 1400. Í eftirfarandi grein verður fjallað um helstu niðurstöður þessa verkefnis. Mikilvægt er að hafa í huga að fjöldi og gerð fyrirtækja og stofnanna sem tók þátt í verkefninu var takmarkaður og því er ekki hægt að yfirfæra niðurstöður almennt yfir á opinberan og almennan vinnumarkað. Frekari kynning á niðurstöðum verður síðan á sérstöku málþingi um velferð, fjarvistir og endurkomu til vinnu sem haldið verður 5. maí á Grand Hótel. Áhrifarík fjarverustjórnun er eitt af þeim tækjum sem hægt er að nýta til að hafa áhrif á hvernig tekið er á skammtíma- og langtímaveikindum á vinnustaðnum. Finna þarf jafnvægi milli þess að veita starfsmönnum sem glíma við heilsubrest stuðning til að auðvelda þeim veruna í vinnunni, styðja við endurkomu til vinnu og leysa þann vanda sem skapast getur á vinnustaðnum vegna fjarveru þeirra (s.s. varðandi breytingar á verkefnum, álag á annað starfsfólk, afleysingar o.s.frv.). Ýmsir þættir geta haft afgerandi áhrif á það hvort einstaklingar snúa aftur til vinnu eftir veikindi eða slys. Þessir þættir eru til dæmis persónueinkenni starfsmannsins (þ.e. lýðfræðileg og sálfélagsleg einkenni), hvernig læknisfræðilegri meðferð er háttað sem og þeirri starfsendurhæfingu sem einstaklingurinn tekur þátt í. Einnig hafa andlegar og líkamlegar kröfur starfsins áhrif, aðstæður á vinnustaðnum, launagreiðslur og bótaréttur og síðan aðrir víðtækari þættir eins og aðstæður á vinnumarkaði og þau lög og reglur sem þar ríkja (Foreman, P., Murphy, G. & Swerissen, H. 2006, Ingibjörg Þórhallsdóttir 2012). Haustið 2011 fór VIRK Starfsendurhæfingarsjóður af stað með mjög metnaðarfullt þriggja ára þróunarverkefni um forvarnir á vinnustað og endurkomu einstaklinga til vinnu eftir veikindi eða slys (Svava Jónsdóttir 2012). VIRK var umsjónar- og ábyrgðaraðili verkefnisins en fulltrúar aðila vinnumarkaðarins sátu í stýrihóp þess. Kannaðar voru og prófaðar leiðir sem aukið gætu vellíðan starfsmanna á vinnustaðnum, minnkað fjarveru og samhliða því stuðningur og sveigjanleiki gagnvart einstaklingum við endurkomu til vinnu eftir langtíma veikindi aukinn. Verkefninu lauk í desember 2014.

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.