Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 69

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Blaðsíða 69
69www.virk.is UPPLÝSINGAR mænuskaða, heilaáföll, geðræn vanda- mál og alvarlega geðsjúkdóma. Fjallað er m.a. um árangur starfsendurhæfingar fyrir þessa hópa, mismunandi úrræði og áherslur í starfsendurhæfingu og ólíka þörf fyrir stuðning þegar inn á vinnumarkað er komið. Einnig eru dregnir fram mismun- andi áhrifaþættir er varða endurkomu til vinnu eins og persónulegir þættir, umhverfisþættir, viðhorf vinnuveitenda og samfélags og innbyggðar kerfislegar hindranir t.d. hvað varðar framfærslu. Sérstaklega vakti áhuga minn sá hluti sem fjallar um hvernig ICF kerfið er notað í starfsendurhæfingu og við starfsgetumat á Íslandi en Ása Dóra Konráðsdóttir sviðsstjóri starfsendurhæfingar hjá VIRK er meðhöfundur að þeim kafla. Í þriðja hluta (ICF-Based Functioning Measurement) er sjónum beint að því hvernig brúa má bilið frá ICF kerfinu yfir í klíníska notkun. ICF kjarnasett geta sagt okkur ,,hvað'' þarf að mæla en ekki ,,hvernig''. Skoðaðir eru staðlaðir spurningalistar og þau starfrænu próf sem þegar eru í notkun og hvernig þau geta tengst við og mælt mismunandi ICF þætti. WHODAS 2 er t.d. mælitæki sem hannað var af WHO til að safna stöðluðum upplýsingum um starfshæfni (disabiliy levels) óháð menningarumhverfi. Mælitækið er hægt að nota bæði í klínísku umhverfi og til að mæla heilsu almennings þvert á sjúkdóma. Sagt er frá þróun WORQ spurningalistans (Work Rehabilitation Questionnaire). Hann er frá upphafi hannaður sem matstæki til nota í starfsendurhæfingu og vísar beint til allra viðeigandi ICF þátta í kjarnasafni fyrir starfsendurhæfingu. Hann hentar því vel til að kortleggja vanda og mæla árangur endurhæfingarinnar. Mjög áhugavert er einnig að lesa um svokallaðan Rehab- Cycle. Það er vinnu- og skráningaraðferð sem heldur utan um upplýsingar, sam- ræmir vinnu mismunandi fagstétta sem vinna saman að starfsendurhæfingu einstaklings og virkjar einstaklinginn í eigin markmiðssetningu. Í fjórða og síðasta hluta (The Way Forward) er fjallað um þær áskoranir og þau tæki- færi sem eru framundan en þar bíða mörg krefjandi verkefni. Bókin er umfangsmikið upplýsingarit um málefni starfsendurhæfingar. Hún er fremur auðlesin fyrir þá sem hafa ein- hvern grunn í fræðunum eða innsýn í starfsendurhæfingu en þó vel læsileg fyrir aðra. Hún ætti að vekja áhuga alls fagfólks sem vinnur að því að auka lífsgæði þeirra sem búa við skerta starfsgetu og hafa áhuga að gera betur. Það gæti sérstaklega átt við ráðgjafa í starfsendurhæfingu og fagfólk á endurhæfingarstofnunum og starfsendurhæfingarstöðvum. Efni hennar á þó ekki síður við þá sem vinna að rannsóknum, þróun, stefnumótun og ákvarðanatöku í þessum málaflokki. Eftir lestur bókarinnar er það sem stendur upp úr fyrir mig sem sjúkraþjálfara á endurhæfingarstofnun og matsstjóra í matsteymi á vegum VIRK er hvernig bókin gefur hugmyndir hvernig gera mætti betur í samvinnu á milli fagaðila. Það getur hvort sem er átt við innan sjúkra/endurhæfingarstofnana eða utan. Ef vandinn er kortlagður í samvinnu við skjólstæðing og niðurstöður settar fram á gagnsæjan hátt með markmiðssetningum og verkaskiptingum fagaðila mætti eflaust ná betri árangri á styttri tíma þar sem allir eru að ganga í takt og stefna að sama marki. Þetta væri eflaust einnig hægt að útfæra til að bæta samvinnu þar sem einstaklingar sækja stök úrræði til ótengdra fagaðila en það er því miður sá raunveruleiki sem blasir við þeim sem ekki hafa aðgang að þjónustu starfsendurhæfingarstöðva eða fjölbreyttum starfsendurhæfingarúrræðum vegna búsetu. Starfsgetumat Virk fellur vel að þessari hugmyndafræði og verður spennandi að sjá hvernig hægt verður að nýta það til að vinna að betri samvinnu fagaðila og þannig betri starfsendurhæfingu. „Bókin er umfangsmikið upplýsingarit um málefni starfsendurhæfingar. Hún er fremur auðlesin fyrir þá sem hafa einhvern grunn í fræð- unum eða innsýn í starfs- endurhæfingu en þó vel læsi- leg fyrir aðra. Hún ætti að vekja áhuga alls fagfólks sem vinnur að því að auka lífsgæði þeirra sem búa við skerta starfsgetu og hafa áhuga að gera betur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.