Morgunblaðið - 05.10.2019, Side 12

Morgunblaðið - 05.10.2019, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 verslunineva LAUGAVEGUR 26 verslunin.eva Ý AR AUS VÖ R FRÁ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Lífið er brattabrekka. Svosungu Stuðmenn ein-hverju sinni og nú geturfólk austur í Taílandi gert þau orð að sínum. Í höfuðborginni Bangkok var á dögunum efnt til keppni í tröppuhlaupi í Bangkok sem fjömiðlar kynntu sem mikla áskorun. Sú var líka raunin, því meira en 150 hlauparar mættu gal- vaskir á svæðið og kepptu um hver yrði fyrstur upp hæstu byggingu borgarinnar sem er 60 hæðir. Þang- að upp eru 196 metrar og tröpp- urnar í stigunum 1.096. Stefnur og straumar mætast Frá París, þeirri mögnuðu borg þar sem stefnur og straumar mætast, berst fréttir um merk tímamót. Skemmtistaðurinn Moulin Rouge verður 130 ára á morgun, 6. október, og er þess minnst með ýmsu móti. Um þennan stað, Rauðu mylluna eins og hann heitir upp á íslensku, hafa spunnist miklar sög- ur, um hann gerðar kvikmyndir og fleira skemmtilegt. Allar frásagn- irnar hafa draumkenndan blæ, eins og fleira sem franskt er. Fjölbreytnin er annars ráðandi í vikuskammti AFP, fréttastof- unnar frönsku sem segir fréttir úr víðri veröld. Þaðan barst til dæmis skemmtileg mynd af handverks- konu í Víetnam sem óf silkiþræði af mikilli list. Litadýrðin var ráðandi rétt eins og á hátíð hinsegin fólks sem haldin var í höfuðborginni Hanoi. Frá öðru Asíulandi, Ind- landi, berast líka áhugaverðar myndir. Rahul Gandhi, sem lengi hefur verið áhrifamaður innan Con- gress- flokksins, var íbygginn á svip þegar hann gekk að stórri mynd af sjálfstæðishetjunni, Ma- hatma Gandhi, en Indverjar minnt- ust þess sl. miðvikudag, 2. okóber, að liðin voru 150 ár frá fæðingu hans. Föstudagur til framtíðar Annars eru myndir af fundum og samkomum þar sem krafist er aðgerða vegna hlýnunar andrúms- loftsins mjög áberandi. Þær koma úr öllum heimshornum og sýna ungt baráttufólk krefjast aðgerða af hálfu stjórnvalda. Gleymum því ekki að umbætur og aðgerðir koma oft til vegna krafna unga fólksins; sú hefur verið raunin í mörgum málaflokkum á öllum tímum. Yfir- skrift funda vegna loftslagamála að undanförnu er Föstudagur til fram- tíðar og hafa mannamót þessi tví- mælalaust markað skil og aðgerðir gegn hnattrænni hlýnun eru orðnar forgangsmál allra þjóða. Straumur tímans! Álita- mál til umfjöllunar og ungt fólk leiðir þróunina. Litadýrð lífsins í Austur- löndum fjær. Í París snýst mylluhjól mannlífsins og austur í Taílandi er lagt á brattann. Víetnam Gulur silkiþráðurinn spunninn af miklu listfengi, en handverkshefðin er afar sterk meðal Víetnama Fjölbreytni Hinsegin í Hanoi. Indland Rahul Gandhi undir áhrifum annars Gandhi.Tröppugangur Tekið var hressilega á því í Taílandi. París Rauða myllan er föst stærð. Heimurinn á haustdögum AFP Svíþjóð Ungt fólk þar í landi vill aðgerðir í loftslagsmálum. Fjölbreytni verður ráðandi á sam- komu sem efnt verður til í Salnum í Kópavogi næstkomandi fimmtudag, 10. október, sem er Alþjóðageðheil- brigðisdagurinn. Efnt var fyrst til dagskrár á þeim degi árið 1992 og er markmiðið vekja athygli á geðheil- brigðismálum, fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð geðsjúkra. Haldið hefur verið upp á daginn hér á landi frá því 1995. Alþjóða samtök um geðheilbrigði, sem upp á ensku heita World Federa- tion for Mental Health, og starfa á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO), ákveða árlega mál- efni dagsins. Í ár er markmið dagsins um allan heim að vekja athygli á mik- ilvægi sjálfsvígsforvarna og gildi for- varnastarfs í að hjálpa og styðja fólk sem þarf á fjölþættri aðstoð að halda til að komast í gegnum erfiða tíma á lífsleiðinni. Dagskráin í Salnum Kópavogi stendur frá klukkan 17-19. Þar verður boðið upp á fræðslu, tónlist og skemmtun sem Gunnar Hansson leik- ari og útvarpsmaður kynnir. Meðal gesta verða Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Elisa Reid, kona hans. Kynnt verður á samkomunni ýmis sú þjónusta sem fólki með and- lega sjúkdóma stendur til boða. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er 10. október Fræðsla og forvarnir kynntar Morgunblaðið/Eggert Líkamsrækt Hófleg áreynsla á líkamann er gott meðal fyrir sálina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.