Morgunblaðið - 05.10.2019, Side 21

Morgunblaðið - 05.10.2019, Side 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 Toyota Yaris 1,0 Bensín - Beinskiptur Framhjóladrifinn 6/2016 - Ekinn. 105.000 Útsöluverð 860.000,- Kia Picanto LX 1,0 Bensin - Beinskiptur Framhjóladrifinn 5/2016 - Ekinn. 143.000 Útsöluverð 550.000,- Hyundai I-20 Classic 1,2 Bensín - Beinskiptur Framhjóladrifinn 5/2018 - Ekinn. 72.000 Útsöluverð 1.390.000,- Toyota Land Cruiser 150 GX 2,8 Dísel - Sjálfskiptur Fjórhjóladrifinn 1/2018 - Ekinn. 83.000 Útsöluverð 6.690.000,- Peugeot 3008 Allure 1,6 Bensín - Sjálfskiptur Framhjóladrifinn 5/2018 - Ekinn. 67.000 Útsöluverð 3.090.000,- Mazda CX 5 Vision AWD 2,0 Bensín -Sjálfskiptur Fjórhjóladrifinn 5/2018 - Ekinn. 92.000 Útsöluverð 3.690.000,- Kia Niro Hybrid 1,6 Bensín/rafmagn - Sjálfskiptur Framhjóladrifinn 5/2018 - Ekinn. 74.000 Útsöluverð 2.590.000,- Mazda CX 3 Optimum AWD 2,0 Bensín - Sjálfskiptur Fjórhjóladrifinn 1/2018 - Ekinn. 89.000 Útsöluverð 2.950.000,- Dacia Duster Lux 1,5 Diesel - Beinskiptur Fjórhjóladrifinn 2/2017 - Ekinn. 144.000 Verð 1.090.000,- BÍLAÚTSALA Allir okkar útsölubílar eru bílaleigubílar frá Procar bílaleigu. Léttskoðun ásamt útleiguvottorði fylgir öllum bílum. Þetta er aðeins brot af þeim útsölubílum sem eru í boði. Kíktu í kaffi. AKRALIND 3 S: 4162120 Opið virka daga kl. 10:00 – 19:00 Opið laugadaga og sunnudaga kl. 12:00 – 16:00 Kia Rio 1,4 Dísel - Beinskiptur Framhjóladrifinn 5/2018 - Ekinn. 79.000 Útsöluverð 1.550.000,- ÚR BÆJARLÍFINU Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Á þessu ári hafa Vestmanna- eyingar fagnað 100 ára kaupstað- arafmæli og hefur dagskrá verið í gangi allt árið. Hápunkti náði hátíðin fyrstu helgina í júlí þegar Eyjafólk fagnaði lokum Heimaeyjargossins sem var blásið af þann 3. júlí 1973. Veðrið lék við bæjarbúa og gesti þessa helgi, sólskin, logn og hiti. Og úr miklu var að velja því samtals voru í boði 42 viðburðir, myndlistarsýningar, tónleikar og skemmtanir fyrir börn og fullorðna. Allt var vel sótt og var listafólk mjög ánægt með viðtökur.    Aðalhátíðisdagurinn, fimmti júlí, rann upp bjartur og fagur og af- mælishátíðin á Skansinum dró að sér fjölda manns. Heiðursgestir voru Eliza Reed forsetafrú, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra. Fluttu þau öll ávarp ásamt Írisi Róbertsdóttur bæjar- stjóra og Arnari Sigurmundssyni, fulltrúa afmælisnefndar.    Erfitt er að gera sér grein fyrir hvað margir heimsóttu Vest- mannaeyjar þessa helgi en þeir skiptu þúsundum. Mikið brottfluttir Eyjamenn en líka var áberandi hvað margir mættu sem engin tengsl hafa við Vestmannaeyjar. Allt fór þetta fólk héðan með góðar endurminn- ingar og jákvæða mynd af Vest- mannaeyjum. Afmælishátíðin heldur svo áfram og nú eru vikulegar sýningar ljósmyndara í Einarsstofu sem vakið hafa mikla athygli. Í dag sýna Sif Sigtryggsdóttir og Addi í London myndir sínar. Halda sýningarnar áfram til áramóta. Næsti hápunktur er svo safnahelgin, aðra helgi í nóv- ember þar sem í boði verða margir menningarviðburðir.    Loðnubresturinn síðasta vetur var mikið áfall fyrir Vestmannaeyjar og verður, þó makrílveiðar hafi gengið vel og vel líti út með síldina. Vestmannaeyjar eru sterkar í upp- sjávarfiski og stærsta verstöðin í botnfiski. Sennilega er loðnan mikil- vægust fyrir Vestmannaeyjar og finnur allt samfélagið fyrir því þegar hún bregst.    Nýr Herjólfur er stærsta afmæl- isgjöf Vestmannaeyinga en lang- þráður draumur þeirra um nýja ferju varð að veruleika þegar nýr Herjólfur, sá fjórði í röðinni, lagðist að bryggju í Friðarhöfn laugar- daginn 15. júní. Það mun reyna á hann þegar fer að hausta og veður verða stríð. Hann hentar betur í Landeyjahöfn en sá gamli en næstu skref eru end- urbætur á höfninni sjálfri. Fyrr verður ekki hægt að tala um Land- eyjahöfn sem heilsárshöfn. Er það krafa bæjarstjórnar Vestmanna- eyja.    Nýtt skip útgerðarfélagsins Bergs-Hugins, dótturfélags Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað, Vest- mannaey VE, kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum þann 17. júlí og var vel tekið á móti skipinu sem má segja að sé ein af afmælisgjöfunum. Það sama má segja um nýja Bergey VE sem var afhent í Noregi á þriðju- daginn og er nú á leið til landsins.    Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Hallgrímur Steinsson, f.h. Fisk- eldis Vestmannaeyja, undirrituðu nýlega viljayfirlýsingu um fiskeld- isstöð á landi í Vestmannaeyjum. Hlutur bæjarins er ráðgjöf og breyt- ingar á deiliskipulagi.    Ekkert er betra en hreyfing til að halda heilsu. Það veit dr. Janus Guðlaugsson öðrum betur. Hann hefur í samvinnu við Vestmanna- eyjabæ hrundið af stað verkefninu, Fjölþætt heilsuefling 65+. Mark- miðið er að gera fólk hæfara til að takast á við breytingar sem fylgja hækkandi aldri. Bæði með hreyfingu og hollu mataræði. Áhuginn fór fram úr björtustu vonum og taka um 90 Eyjamenn og -konur þátt í verkefn- inu og er fólkið mjög ánægt. Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Sýning Börn og unglingar hafa fengið sinn sess í afmælisdagskrá Vestmannaeyjakaupstaðar á árinu og hér er verið að opna sýningu á verkum grunnskólanema. Afmælishátíðin heldur áfram og næsti hápunktur er safnahelgin. Margt jákvætt á 100 ára afmæli Vestmannaeyja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.