Morgunblaðið - 05.10.2019, Síða 23

Morgunblaðið - 05.10.2019, Síða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2019 SKECHERS DYNAMIGHT 2.0 DÖMUSKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 36-41. DÖMUSKÓR 13.995 Carrie Lam, héraðsstjóri Hong Kong, bannaði í gær mótmælendum að nota grímur en bannið varð til þess að þúsundir lýðræðissinna streymdu út á göturnar til að mót- mæla því. Þeir sögðust ætla að virða bannið að vettugi. Lam kvaðst hafa sett bannið í samræmi við lög frá nýlendutíman- um sem heimila héraðsstjóranum að setja lög án samþykkis þingsins þeg- ar hættu- eða neyðarástand ríkir í Hong Kong. Bannað verður að nota grímur á hvers konar mótmælasam- komum og þeir sem brjóta bannið eiga yfir höfði sér allt að árs fang- elsisdóm. Lam kvaðst telja að bannið myndi hjálpa lögreglunni að halda uppi lögum og reglu og fæla mót- mælendur frá því að beita ofbeldi. Þúsundir manna reistu götuvígi í viðskiptahverfi í miðborg Hong Kong til að mótmæla banninu og sögðust ætla að halda mótmælunum áfram um helgina. Lýðræðissinnar sögðu að með þeirri ákvörðun að beita neyðarlögunum frá nýlendu- tímanum hefði Lam tekið stórt skref í átt að alræðisskipulaginu á megin- landi Kína. „Þetta markar þátta- skil,“ sagði lýðræðissinnaða þing- konan Claudia Mo. Hún bætti við að hún teldi að héraðsstjórinn væri að brenna allar brýr að baki sér. „Og ég óttast að þetta sé aðeins byrjunin. Fleiri harðneskjuleg bönn í nafni laga gætu vofað yfir okkur.“ Valdinu til að setja neyðarlög var síðast beitt vegna óeirða í Hong Kong árið 1967 þegar rúmlega 50 manns biðu bana í sprengju- og morðtilræðum vinstrimanna sem studdu kínverska kommúnista, áður en breska nýlendan fyrrverandi varð hluti af Kína. bogi@mbl.is Carrie Lam setti bannið á grundvelli laga frá nýlendutímanum sem heimila héraðsstjóranum að setja lög án samþykkis þingsins þegar neyðar- eða hættuástand skapast. Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa notað margskonar grímur frá því að mótmæli þeirra hófust. Héraðsstjóri Hong Kong bannar grímur á götumótmælum Ljósmyndir: AFP Lýðræðissinnar mótmæla grímubanni í Hong Kong Ósló. AFP. | Fyrir áttatíu árum, þegar heimurinn var á barmi blóð- ugustu styrjaldar sögunnar, var Adolf Hitler tilnefndur til friðar- verðlauna Nóbels. Þetta er eitt af ófáum dæmum sem sýna að hægt er tilnefna bókstaflega hvern sem er til þessara eftirsóttu verðlauna. Á meðal annarra sem hafa verið tilnefndir til friðarverðlauna Nóbels frá því að þau voru fyrst veitt fyrir 118 árum eru einræðisherrarnir Benito Mussolini og Jósef Stalín. Erik Brandt, þingmaður Jafn- aðarmannaflokksins í Svíþjóð, til- nefndi Hitler til friðarverðlaunanna í janúar 1939, um átta mánuðum fyrir innrás þýska hersins í Pólland. Hann dásamaði „glóðheita friðar- ást“ Hitlers og lýsti honum sem „prins friðar á jörðinni“. Seinna kvaðst Brandt hafa tilnefnt Hitler í háðungarskyni til að mótmæla því að Neville Chamberlain var til- nefndur til verðlaunanna árið áður fyrir Münchenarsamninginn við Hitler árið 1938 til að reyna að koma í veg fyrir styrjöld í Evrópu. Háðsádeila þingmannsins fór fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum. Þýskir og franskir háskólamenn tilefndu Mussolini til verðlaunanna árið 1935, skömmu áður en her hans réðst inn í Eþíópíu. Stalín var til- nefndur tvisvar, árin 1945 og 1948. Enginn einræðisherranna þriggja var á meðal þeirra sem verðlauna- nefndin taldi koma til greina, að sögn norska sagnfræðingsins Geirs Lundestads, fyrrverandi ritara nefndarinnar. Verðlaunanefndin tekur við öllum tillögum, svo fremi sem þær berast fyrir 31. janúar. Þeir sem geta lagt fram tilnefningar eru þingmenn og ráðherrar ríkja heims, allir sem hafa fengið friðarverðlaunin, sumir háskólaprófessorar og þeir sem eiga eða hafa átt sæti í verðlaunanefnd- inni. Alls eru þúsundir manna í þessum hópi og þeir geta tilnefnt hvern sem er. Michael Jackson ekki í náðinni hjá nefndinni Tilnefningunum hefur fjölgað mjög á síðustu tveimur áratugum og þær eru yfirleitt rúmlega 300 á ári, þannig að ekki er að undra að sumar þeirra komi spánskt fyrir sjónir. Á meðal þeirra sem hafa verið til- nefndir er bandaríska poppgoðið Michael Jackson. Þingmenn í Rúm- eníu tilnefndu hann til verðlaunanna árið 1998 fyrir friðarboðskap í lag- inu „Heal the World“. Lundestad segir að Jackson hafi ekki átt upp á pallborðið hjá verðlaunanefndinni. Sænskur þingmaður lagði til árið 2001 að Alþjóðaknattspyrnusam- bandið, FIFA, fengi verðlaunin fyr- ir hönd fótboltans vegna þess að íþróttin stuðlaði að friði í heiminum. Jules Rimet, þriðji forseti FIFA, var tilnefndur til verðlaunanna árið 1956 fyrir að beita sér fyrir heims- meistaramótunum í fótbolta sem hafa verið haldin frá 1930. Tilkynnt verður á föstudaginn kemur hver hlýtur friðarverðlaunin í ár. Á meðal þeirra sem voru til- nefnd eru Donald Trump Banda- ríkjaforseti og sænska stúlkan Greta Thunberg sem hefur barist fyrir aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af manna- völdum. Geta tilnefnt hvern sem er  Hitler á meðal þeirra sem voru tilnefndir til friðarverðlauna Nóbels Benito Mussolini Adolf Hitler Repúblikaninn og öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney sagði í gær að „ósvífin og fordæmislaus“ beiðni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að stjórnvöld í Úkraínu og Kína hæfu rannsókn á Joe Biden væri „sið- ferðislega röng og skelfileg“. Hann sagði að í ljósi þess að beiðnin beindist eingöngu að pólitískum andstæðingi forsetans hlytu menn að komast að þeirri niðurstöðu að hún væri af pólitískum rótum runnin. Biden var varafor- seti Bandaríkjanna í forsetatíð Baracks Obama og sæk- ist nú eftir því að verða forsetaefni demókrata. Trump óskaði eftir rannsókninni í símasamtali við for- seta Úkraínu 25. júlí og sagði í fyrradag að hann vildi einnig að stjórnvöld í Kína hæfu rannsókn á Joe Biden. Nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem rannsaka meint embættis- brot Trumps, birtu í gær textaskilaboð bandarískra stjórnarerindreka og demókratar sögðu þau staðfesta að forsetinn hefði misnotað embættið til að reyna að knýja fram rannsókn á pólitískum andstæðingi sínum. Einn stjórnarerindrekanna virtist telja að Trump hefði frestað því að veita Úkraínu aðstoð í öryggismálum til að knýja á um rannsókn á Biden. „Ég tel að það sé brjálæði að halda eftir aðstoð í öryggismálum fyrir hjálp í póli- tískri baráttu,“ sagði hann í einum skilaboðanna. MITT ROMNEY GAGNRÝNIR DONALD TRUMP Beiðnin „siðferðislega röng og skelfileg“ Mitt Romney Saksóknarar, sem rannsaka hryðju- verkamál í Frakkland, tóku í gær við rannsókn á árás starfsmanns lögreglunnar í París á lögreglu- menn í fyrradag. Maðurinn varð þremur lögregluþjónum og einum skrifstofumanni lögreglunnar að bana með hnífi í höfuðstöðvum hennar í París. Lögreglumaður skaut hann til bana. Árásarmaðurinn var 45 ára sér- fræðingur í upplýsingatækni og snerist til íslamstrúar fyrir einu og hálfu ári. Fréttaveitan AFP hafði eftir heimildarmanni sínum að maðurinn hefði starfað í deild sem safnar upplýsingum um róttæka ísl- amista og kynni að hafa snúist á sveif með þeim. Í fyrstu var talið að maðurinn hefði gert árásina vegna deilu á vinnustaðnum en rannsóknarmenn sögðu í gær að fram hefðu komið nýjar upplýsingar sem gæfu tilefni til að rannsaka árásina sem mögu- legt hryðjuverk. FJÓRIR LÉTU LÍFIÐ Í ÁRÁS Í LÖGREGLUSTÖÐ Í PARÍS Rannsakað sem mögulegt hryðjuverk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.