Morgunblaðið - 05.10.2019, Síða 56

Morgunblaðið - 05.10.2019, Síða 56
Höfum opnað nýja verslun á Hafnartorgi Tónverkið „Jú víst“ eftir hina 11 ára Láru Rún Eggerts- dóttur verður flutt í útsetningu tón- skáldsins Tryggva M. Baldvinssonar á tónleikunum Tíma- flakk í tónheimum í Eldborg í dag kl. 14. Tónleikarnir eru hluti af tónleika- röð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Litla tónsprotanum, og verða einnig flutt verk eftir tónskáld á borð við Monteverdi, Bach, Jón Leifs, Mozart, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og John Williams. „Jú víst“ er eitt þeirra verka sem hlotið hafa Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna og ung- menna, og völdu fulltrúar Sinfóníu- hljómsveitar Íslands verk Láru til frekari vinnslu. SÍ flytur „Jú víst“ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 278. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, segir að Birk- ir Bjarnason og Emil Hallfreðsson búi yfir reynslu og gæðum sem réttlæti val á þeim í 25 manna landsliðshóp Íslands, þrátt fyrir að þeir leiki ekki með neinu félagsliði um þessar mundir. Hamrén kynnti í gær hópinn fyrir leikina gegn Frakk- landi og Andorra. »48 Birkir og Emil með gæði og reynslu Hugleikur Dagsson og Þrándur Þór- arinsson opna í dag samsýninguna Andspænis í Gallerí Porti, Lauga- vegi 23b. Þrándur og Hugleikur eru náfrændur og uppeldisbræður og hafa myndgert hrylling og hasar frá blautu barnsbeini og sækja gjarnan innblástur hvor til annars, eins og þeir lýsa því. Á Andspænis sækja þeir sína uppáhaldsskúrka og -skrímsli úr íslenskum þjóðsagna- arfi og etja í hverju verki fyrir sig saman goðsögn- um; Þrándur í málverki og Hugleikur í myndasögu. Hugleikur og Þrándur opna samsýningu ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sumir virðast aldrei eldast og eru stöðugt að. Björgvin Magnússon, fyrrverandi skólastjóri, virðist jafn- vel hafa meira að gera eftir því sem árunum fjölgar. „Sem betur fer hef ég alltaf nóg fyrir stafni enda heils- an góð og vinnan heldur í mér líf- inu,“ segir hann. „Ég er líka senni- lega elsti starfandi skáti í heim- inum,“ bætir hann við, en Björgvin hélt upp á 96 ára afmælið með Eddu, dóttur sinni, um liðna helgi. „Ég þakka fyrir hvern dag,“ heldur Björgvin áfram, en hann fer allra sinna ferða á lítilli Hondu. Síð- an er hann með forláta Dodge Ar- ies-skutbíl, árgerð 1985, í bíl- skúrnum. „Það er sparibíllinn, sem ég hreyfi bara endrum og sinnum, eini bíllinn af þessari gerð á Íslandi í ökufæru standi, að ég held.“ Björgvin vinnur tvo tíma á dag hjá Náttúruhamfaratryggingu Ís- lands, er mættur fyrir klukkan átta á morgnana. „Þetta er gamla við- lagatryggingarfélagið, en nafninu var breytt svo fólk skildi það bet- ur.“ Hann segist gera mest lítið, en sé með eigið skrifborð, færi fólki kaffi og sjái um að allt sé í lagi í eldhúsinu. „Þetta er bara dútl, en ekki fá allir karlar svona tækifæri, því þegar menn eru orðnir sjötugir verða þeir almennt að hætta. Mér var hins vegar boðið að halda áfram og þáði það með þökkum.“ Til nán- ari skýringar segir hann að eftir að hann hætti sem skólastjóri hafi hann verið fjármálastjóri og um- sjónarmaður Þjóðskjalasafnsins. Það hafi verið í sama húsi og við- lagatryggingin og hann verið lán- aður þangað. „Ég hef verið hérna síðan.“ Í skátunum í yfir 80 ár Skátarnir hafa notið krafta Björgvins í yfir 80 ár, en hann var einn af stofnendum skátafélags undir stjórn Jónasar B. Jónassonar, síðar fræðslustjóra Reykjavíkur og skátahöfðingja, í Laugarnesskóla 1938. Hann hefur alla tíð síðan ver- ið virkur í skátastarfinu, í yfir 80 ár, og fer með félögum sínum til að vinna í Gilwell-skála á Úlfljótsvatni á hverjum laugardegi. „Við erum nokkrir karlar yfir sjötugt, gamlir skátar, sem höfum unnið í tíu ár við að taka skálann í gegn,“ segir hann, en skálinn var tekinn í notkun 1943 og til stóð að rífa hann. „Þá ákváðum við að laga hann og við höfum dútlað við það í tíu ár,“ áréttar Björgvin. Bætir við að eldri skátar hittist auk þess einu sinni í mánuði og fái sér súpu og brauð. „Svo förum við í ferðalög saman og ef eitthvað er um að vera á Úlfljóts- vatni mætum við þangað.“ Björgvin hefur lengi verið með bíladellu. „Þegar ég var skólastjóri á Jaðri var ég með flottasta jeppa landsins, grænan rússajeppa, sem er enn til og var meðal annars not- aður í heimildarmynd um Guðrúnu Helgadóttur. Ég var bílagæi og hef ekki alltaf verið gamall karl, en það þýðir ekkert fyrir mig að keyra austur, því ég dóla bara á 60. Það gengur ekki en það kemur ekki að sök því einn í klíkunni á jeppa og keyrir okkur. Þetta er eins og að vera á rúntinum í gamla daga.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Í stíl Björgvin Magnússon klappar þarfasta þjóninum, Dodge Aries-skutbíl, árgerð 1985. Aldurinn er afstæður. Eitt sinn bílagæi, ávallt bílagæi á rúntinum  Björgvin Magnússon elsti starfandi skáti í heimi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.