Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Qupperneq 7

Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Qupperneq 7
7 www.n1.is facebook.com/enneinn Til hamingju með 100 ára afmælið! Alltaf til staðar N1 Friðarhöfn s. 481 1127 E N N E M M / S ÍA / N M 9 4 0 7 2 Við á N1 erum stolt af því að vera traustur hluti af samfélaginu í Vestmannaeyjum. Okkar bestu hamingjuóskir til Vestmanneyinga á 100 ára afmæli kaupstaðarins. Þær eru margar myndirnar sem kvikna í huganum þegar minnst er á Vestmannaeyjar. Ein þeirra er fræg fréttamynd úr Vestmannaeyjagosinu. Hún er tekin við kirkjugarðinn. Hlið garðsins í forgrunni, orðin Ég lifi og þér munuð lifa á steinboga hliðs- ins og eldurinn í bakgrunni. Þessi einstaka mynd rammar inn í huga mínum þann hörmulega atburð þegar eldur braust upp úr iðrum jarðar á Heimaey. Það er erfitt að ímynda sér að vakna með fjölskyldu sinni við að jörðin hafi hreinlega opnast og fyrir liggi að yfirgefa heimili sitt og halda til lands. Vest- mannaeyingar tóku þessu af einstöku æðruleysi og á fasta landinu var vel tekið á móti þeim sem þang- að leituðu. Margir sneru aftur til Eyja en ekki allir. Það orð sem ég tengi einna helst við Vestmannaeyj- ar og Vestmannaeyinga er kraftur. Það er einstakur kraftur í landinu, ekki bara nálægðin við eldinn, heldur er náttúran einhvern veginn svo voldug og kraftmikil. Björg rísa dramatísk úr hafinu sem getur verið ansi úfið og grimmt þótt það sé gjöfult og ríkt. Það eru fáar hafnir sem eru jafn mikilfenglegar og í Vestmannaeyjum. Það kvikna líka í huganum myndir úr kvikmynda- verkum Þráins Bertelssonar. Mynd af Þór og Danna og ungfrú Snæfells- og Hnappadals í Nýju lífi og þá ekki síður af stórleikurunum Gísla Halldórssyni og Rúrik Haraldssyni ásamt Steinunni Ólínu Þor- steinsdóttur og Ingvari E. Sigurðssyni í Sigla himin- fley. Og þegar hugurinn leitar þangað er ekki hjá því komist að það heyrist tónlist. Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ eru hluti af því sem Vestmannaeyjar hafa gefið íslenskri menningu með lögum sem eru fyrir svo löngu orðin inngreypt í þjóðarsálina. Hvað ætli margir hafi orðið ástfangnir á Þjóðhátíð í Eyjum? Hvort heldur á hlýrabolum eða þykkum regnstökkum frá 66°. Hluti af því hversu Vest- mannaeyjar eru tilfinnanlegur hluti í lífi margra Íslendinga eru þessar stóru hátíðir sem státa af feg- ursta tónlistarsal á norðurhveli jarðar. Samfélagið í Vestmannaeyjum og allt það fjölskrúð- uga menningar- og mannlíf sprettur auðvitað af ein- stakri hæfni Eyjamanna til að nýta auðlindir hafs og eyja. Sjósókn er móðurmjólk þessa samfélags. Mér þótti afar gleðilegt að geta sem ráðherra sam- göngumála unnið að því að nýr Herjólfur væri ekki aðeins upp á erlenda orkugjafa kominn. Það er stór stund í sögu siglinga við Ísland að geta nýtt raforkuna okkar í siglingar þessa mikilvæga sam- göngutækis sem nýr Herjólfur er. Og nú er hann kominn í höfn í Vestmannaeyjum á árinu sem Vest- mannaeyjar fagna 100 ára kaupstaðarafmæli. Ég óska Vestmannaeyingum til hamingju með aldarafmælið og með nýjan Herjólf. Ég veit þú kemur Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.