Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jul 2019, Side 13

Fréttir - Eyjafréttir - jul 2019, Side 13
13 Sexæringurinn Ísak, áttróinn, farsælt aflaskip frá því um 1850 og fram yfir 1900. Fyrsta Þjóðhátíðin í Vestmanna- eyjum var haldin 2. ágúst 1874. Frá 1922 önnuðust íþróttafélögin Þór og Týr hátíðina, alla jafna sitt árið hvort. Árið 1997 voru Þór og Týr sameinuð og heldur ÍBV-íþróttafélag hátíðina nú. eða barn. Eins og fram kemur í Reisubók sr. Ólafs Egilssonar prests að Ofanleiti í Vestmannaeyjum sem var einn hinna herteknu þá varð Egill sonur hans fyrsta barnið sem landstjórinn valdi. Eftir það var hertekna fólkið leitt áfram eftir mjóum strætum á þá staði sem það átti að dveljast þar til að það var boðið til sölu á stóra þrælamarkaðinum, Bagnio Grande. Það tók um tvær vikur að selja fólkið sem hertekið var á Austfjörðum. Eyjafólkið mátti bíða á einkaheimilum, í fangelsum og víðar þar til það var leitt á þrælamarkaðinn og boðið upp. Uppboðið fór fram með hrópum og köllum. Á þrælamarkaðnum, Badestan, var eiginleikum hvers og eins lýst eins og um búfénað væri að ræða. Þegar fólkið hafði verið selt dreifðist það um alla borg. Hlutskipti þessa fólks varð þó mjög mismunandi. Sumir dóu drottni sínum úr ýmsum sjúkdómum eða af harðræði fljót- lega eftir komuna til Algeirsborgar. Aðrir þraukuðu í þrældómi. Nokkur fjöldi fólksins turnaðist, þ.e. tók Múhameðstrú og sá fram á betra líf laust úr viðjum þrælahaldaranna. Aðrir voru seldir til fjar- lægra landa. Og einstaka hertekinn maður eða kona komst jafnvel til æðstu metorða í þessum fjarlæga heimshluta. Og ekki má gleyma því að 27 Íslend- ingar voru leystir úr ánauðinni og komu aftur til Ís- lands 10 árum eftir að þeir voru herteknir. Nokkrir höfðu losnað fyrr. 1890 19011874 Dönsku húsin við Skansinn. hamingjuóskir til eyjamanna Við færum þér þægindin heim Víst er fagur VESTMANNAEYJABÆR Innilegar hamingjuóskir á 100 ára kaupstaðarafmæli Algeirsborg

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.