Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Side 57
57
un. Greiðslan var hlutur í HS sem var seldur á réttum
tíma, rétt fyrir hrunið 2008 fyrir 3,6 milljarða. Gerði
þáverandi bæjarstjórn rétt þegar ákveðið var að greiða
niður skuldir. Dollarinn var á þessum tíma á hagstæðu
gengi sem breyttist snarlega til hins verra þegar allt
hrundi 2008 og gengi krónunnar fór niður úr öllu,“
segir Guðjón.
„Nú þurfum við ekki að hafa áhyggjur af fjármálum
bæjarins ef rétt er haldið á spilunum. Það má segja að
þetta hafi bjargað bænum eftir áralanga varnarbaráttu.“
Ekki er þar með sagt að framkvæmdir hafi legið niðri og
nefnir Guðjón nokkur dæmi því til staðfestingar. „Bygg-
ing Sorpeyðingarstöðvarinnar 1992 markaði ákveðin
tímamót því orkan frá henni fór inn á hitavatnskerfið í
bænum. Staðsetningin á Nýjahrauninu var umdeild en
þetta var besti staðurinn til að tengjast bæjarkerfinu.“
framfaramál
Það blés hressilega þegar ákveðið var að hætta að taka
inn nýja sjóðfélaga í Lífeyrissjóð starfsmanna Vest-
mannaeyjabæjar. „Þetta var gert af nauðsyn. Það héldu
margir að við værum að gera þetta fyrir ríkið en Sigurð-
ur Einarsson sá hvert stefndi. Hefðum við haft sjóðinn
opinn áfram hefði hann étið upp fullt af hitaveitupen-
ingunum. Þannig að þetta var stór ákvörðun en rétt
með tilliti til hagsmuna bæjarbúa.“
Uppbygging allra vega og slitlag á þá alla var eitt af
ánægjulegu verkefnunum sem Guðjón minnist á. „Þar
var Árni Johnsen betri en enginn eins og í ýmsum mál-
um sem sneru að hagsmunum Vestmannaeyja. Þar á
meðal var spottinn upp á Stórhöfða og plön við Íþrótta-
miðstöðina og víðar sem ríkið borgaði. Þannig að það
stóð ekkert eftir. Og við vorum fyrsta sveitarfélagið til
að leggja bundið slitlag á allar götur bæjarins sem var
mjög gaman.“
stafkirkjan og keikó
Það var fyrir forgöngu Árna að Norðmenn gáfu Íslend-
ingum Stafkirkjuna á Skansinum á 1000 ára afmæli
kristni á Íslandi árið 2000. „Davíð Oddsson, þá forsæt-
isráðherra sagði við mig og gaf ekki mikið fyrir blaða-
menn. „Það hefur enginn þeirra spurt mig hvað þessi
gjöf Norðmanna hefur kostað ríkið.“ Það kom okkur
ekkert við og núna er Skansinn ein af perlunum okkar.“
„Svo eru það litlu málin sem verða stór eins og koma
Keikó til Eyja í september 1998. Veltan í kringum verk-
efnið var ótrúlega mikil og nutu fyrirtæki hér góðs af
því,“ segir Guðjón.
Á þessum árum eru miklar framkvæmdir við höfnina
til að mæta þörfum stærri skipa og nýr Lóðs, sem smíð-
aður var í Vestmannaeyjum var tekinn í notkun.
ekki alltaf logn í kringum íþróttir
Íþróttir skipta miklu máli í Vestmannaeyjum sem kall-
ar á framkvæmdir. Endurbygging Hásteinsvallar 1991
og 1992 var hitamál, spurning um forgangsröðun í upp-
byggingu íþróttamannvirkja þar sem handboltafólki
fannst hallað á sig. Nýtt íþróttahús við Íþróttamiðstöð-
ina var vígt í lok árs 2001. „Það var gaman að koma að
þessum verkefnum en það var ekki alltaf logn og blíða
eins og vill fylgja öflugu fólki,“ segir Guðjón og hlær.
„Það sýndi sig þegar við unnum að sameiningu Þórs og
Týs í ÍBV-íþróttafélag. Það var farið ofan í peningamál
félaganna. Fórum við í nauðarsamninga með skuldir
og bærinn keypti húsin. Með mér voru öflugir menn
og náðum við í 34 milljónir til að borga niður skuldir,“
segir Guðjón en í björgunarnefndinni voru auk hans,
Beddi á Glófaxa, Vitti Helga, Gaui Rögnvalds, Þór Vil-
hjálms og Jói Péturs.
„Það lokaði enginn á okkur, það var alltaf búið að koma
löpp inn fyrir þröskuldinn áður. Þetta var kraftaverk en
það voru ekki allir sáttir og það var fólk sem sagði sig
úr Sjálfstæðisflokknum vegna sameiningarinnar,“ segir
Guðjón en þetta reyndist mikið gæfuspor. Það sýnir
best frábær árangur ÍBV-íþróttafélags frá stofnun 1997.
öllum fagnað
Guðjón er mikill áhugamaður um íþróttir og var sem
bæjarstjóri duglegur að fylgja ÍBV í leiki þegar mikið var
í húfi. „Það var gaman að undirbúa móttökunar þegar
liðin voru að koma heim með titla. Það var ekki síður
skemmtilegt að mæta þegar íþróttafólkið okkar í ein-
staklingsgreinum var að koma heim með verðlaun eftir
frábæran árangur á mótum. Allt skiptir þetta máli fyrir
okkur og mér fannst ekki bara skylda að mæta, það var
líka svo gaman að taka þátt í gleðinni með verðlauna-
höfum sem ekki voru allir háir í loftinu.“
Guðjón segist í heildina sáttur þegar hann lítur yfir
þessi tólf ár sem bæjarstjóri. „Auðvitað gerði maður
einhver mistök, það er bara mannlegt. Ég fékk ekki að
upplifa bætta stöðu bæjarsjóðs eftir söluna á hlut bæj-
arins í HS en ég sagði það einhvern tímann við Elliða
Vignisson, frænda minn og eftirmann, að það gæti ver-
ið erfiðara að vera bæjarstjóri með fullt af peningum.
Okkar styrkur í dag er að hér er gott að ala upp börn og
vera eldri borgari. Það er gaman að sjá fjölbreyttara at-
vinnulíf með ferðamennskunni sem eflist með nýjum
Herjólfi. Þegar þessir þættir eru í lagi er engu að kvíða
um framtíð Vestmannaeyja,“ sagði Guðjón að endingu.
Um borð í Lóðsinum í apríl 1991 á 30 ára
afmæli Lóðsins, Einar Sveinn Jóhannesson,
skipstjóri, Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri,
Sigurgeir Ólafsson, hafnarstjóri og Björgvin
Magnússon, hafnsögumaður. (Mynd: Sigurgeir)