Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Side 60
60
Það urðu miklar vendingar í bæjarpólitíkinni og meiri-
hlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks
brast, á tímabilinu sem Ingi var bæjarstjóri og sagði
Ingi að undanfari þeirrar ákvörðunar hefði verið for-
vitnilegur og sýndi hvaða hliðar pólitíkin getur tekið á
sig. „Annars var eftirminnilegast á tímabilinu að kynn-
ast starfsfólki sveitarfélagsins og það góða samstarf
sem ég átti með öllu því fólki á mínum stutta tíma í
starfi. Rekstur bæjarsjóðs var erfiður á þessum tíma og
vinnan einkenndist eðlilega af þeirri stöðu. Hins vegar
er mér alltaf mjög minnisstæð umræða á einum bæjar-
stjórnarfundi þegar lá fyrir tillaga á fundinum um það
að sveitarfélagið kæmi að vali á Þjóðhátíðarlagi með til-
heyrandi kostnaði. Sú umræða tók að mig minnir um
40 mínútur. Næsta mál á dagskrá var samningur við
ríkið um byggingu menningarhúss hér í Eyjum. Um
var að ræða mjög stóran samning þar sem bæjarsjóður
þurfti að leggja fram háar fjárhæðir á móti ríkinu. Af-
greiðsla á því máli tók hins vegar mjög skamman tíma,
eða örfáar mínútur,“ sagði Ingi.
Há framlög frá ríkinu
Aðspurður um hvað best tókst á tímabilinu sagði hann
að það hefði verið fyrst og fremst vinnan við fjárhags-
áætlun sem var á herðum starfsfólks sveitarfélagsins.
„Sú vinna var unnin við erfiða fjárhagsstöðu bæjarsjóðs.
Einnig var mikilvægt að hafa náð að tryggja fjármagn
frá ríkinu í byggingu Menningarhúss hér í Eyjum, sem
var annað tveggja sveitarfélaga sem fékk framlag frá
ríkinu á árinu 2003. Samhliða því fékkst framlag frá
ríkinu í safnaflóru Eyjanna. Alls voru þetta framlög á
þeim tíma upp á 280 m.kr,“ sagði Ingi og bætti einnig
við að undirbúningur fyrir goslokahátíðina árið 2003,
í tengslum við að 30 ár voru liðin frá lokum Heima-
eyjargossins, hafi gengið mjög vel og að hátíðin sjálf hafi
verið glæsileg í alla staði.
Halda rekstri bæjarsjóðs
réttu megin við strikið
Mest rædda málið manna á milli þegar Ingi sat í bæjar-
stjórnarstólnum var aðallega erfið staða bæjarsjóðs. „Að
ná að halda bæjarkerfinu í réttu horfi, það er að sinna
nauðsynlegum rekstri við bæjarbúa, brýnum fram-
kvæmdum og halda rekstri bæjarsjóðs réttu megin við
strikið. Af einstökum málum var það helst samningur-
inn við ríkið um byggingu Menningarhúss. Þó það hafi
ekki orðið að því á þessum tíma þá var sá samningur
hluti af verkefninu við byggingu Eldheima,“ sagði Ingi.
Ingi Sigurðsson er fæddur 18.
desember 1968 og er menntaður
byggingatæknifræðingur. Ingi er giftur Fjólu Björk
Jónsdóttur iðnrekstrarfræðingi og saman eiga
þau þrjú börn, Jón fæddan 1995, Evu Lind fædda
2000 og Ingu Dan fædda 2005. „Ég var í starfi
bæjarstjóra frá miðju ári 2002 og fram á mitt
ár 2003. Ég starfaði svo hjá Íslandsbanka hér í
Eyjum sem útibússtjóri frá árinu 2004 og til ársins
2015. Frá árinu 2015 hef ég svo starfað hjá Steina
og Olla byggingaverktaka hér í Eyjum,“ sagði Ingi.
2002
tryggðu fjÁrmagn frÁ rÍkinu
Í byggingu menningarHúss
Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri 2002-2003
SArA SJöFn GrEttISDÓttIr
sarasjofn@eyjafrettir.is
Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum
2002-2003. (Mynd: Sigurgeir Jónasson)