Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - júl. 2019, Side 30

Fréttir - Eyjafréttir - júl. 2019, Side 30
30 Einar Gylfi er fæddur í Vestmannaeyj- um 1. september árið 1950 og er sonur hjónanna Jóns Ó. Kjartanssonar, vélstjóra og for- manns Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og Sigríðar Angantýsdóttur verkakona. Einar Gylfi ólst upp á Skjaldbreið, í Húsavík við Urðaveg og síðar Hjarðarholti við Vestmannabraut. Eftir landspróf fór hann til náms í Reykjavík og lauk kennaraprófi 1971, BA-prófi í sálfræði frá HÍ 1975. Lauk síðar cand.psych. prófi í sálfræði frá Árósaháskóla og hefur starfað sem sálfræðingur frá 1979. Árgangurinn minn (1950) hittist fyrir stuttu. Við höfum hist á u.þ.b. 5 ára fresti síðan 1984, þá til að fagna 20 ára fermingarafmælinu. Ég komst ekki á fyrsta mótið en hef ekki látið mig vanta síðan. Nú erum við á 69. aldursári og samkomurnar orðnar hófstilltari á sumum svið- um. En alltaf eru faðmlögin jafn innileg, sögurnar og endurminn- ingar jafn bráðfyndnar og/eða hug- ljúfar. Sumar sögurnar eru sagðar í hvert skipti og gera sig alltaf jafn vel. Það eru fastir liðir og fátt sem kemur á óvart. En einmitt þannig viljum við hafa það. Og allt hvílir þetta í hjartahlýjum faðmi Kiddýar. Það leitaði á mig hversu þakklátur ég er fyrir þessi árgangsmót og að tilheyra þessum hópi. Því hann á nefnilega stóran þátt í að tengja mig tryggðaböndum við mína heimabyggð. Eftir landspróf hélt ég suður til náms, en kom til Eyja í öllum fríum. Ég hélt áfram að vera sumarmaður í Hrað- inu eins og hafði verið frá 10 ára aldri. Lítið breyttist í byrjun. En ég eignast nýja vini og félaga og meira að segja kærustu fyrir sunnan. Upp úr tvítugu hætti ég að sækja sumarvinnuna til Eyja og jólaheimsóknir urðu stopulli. Það slaknaði á tengslunum við Eyjarnar. Svo kom gosið. Ég átti þess kost að koma út í Eyjar dagpart í miðju gosi. Allt var svart. Flakkarinn stefndi að höfninni. Ég var viss um að það yrði aldrei búið aftur í Eyjum. Þegar gosinu lauk fluttu foreldrar mínir og systkini fljótlega aftur til Eyja. Ég kom á fyrstu Þjóðhátíðina á Breiðabakka. Mér fannst hún frekar dapurleg. En þó ekki eins dapurleg og Eyjan mín. Nýja hraunið var eins og risavaxið æxli. Gamli góði austur- bærinn horfinn, leiksvæðin í klöppunum, Garðstúni og Gjábakka túni. Gamla góða sundlaugin. Allt þetta var 1950 Horft heim til Eyja eyjaHjarta- styrkjandi Einar Gylfi Jónsson Einar Gylfi Jónsson Systkinin Einar Gylfi, Helga og Kjartan í garðinum í Húsavík við Urðaveg í kringum 1958. Í baksýn er Gjábakkatúnið og hús við Bakkastíg. 1950 1951 Elliheimilið Skálholt við Urðaveg vígt 11. nóvember, áður í eigu Gísla Magnússonar skipstjóra og útvegsbónda. (Mynd: Friðrik Jesson) • Stórbruninn í Hraðfrystistöðinni. • Hótel HB tók til starfa 25. apríl. Á þessari mynd eru sjö Vestmannaeyingar sem allir urðu Íslandsmeistarar í stangarstökki, þjóðaríþrótt Eyjamanna. Efri röð frá vinstri: Friðrik Jesson, Ásmundur Steinsson, Jónas Sigurðsson og Karl Vilmundarson. Neðri röð: Guðjón Magnússon, Torfi Bryngeirsson og Ólafur Erlendsson. • Torfi varð Evrópumeistari í langstökki 1950. Vígsla minnisvarðans við Landa- kirkju um hrapaða og drukknaða og þeirra sem fórust í flugslysum . (Mynd: Jóhann Stígur Þorsteinsson)

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.