Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Síða 11
11 Þegar Afmælisnefnd í tilefni af 100 ára kaupstað- arafmæli Vestmannaeyjabæjar hóf formlega störf 10. september 2018 biðu hennar fjölmörg verkefni. Áður höfðu verið teknar ákvarðanir á vettvangi bæj- arstjórnar um nokkur atriði sem tengjast afmælinu. Meðal fyrstu verkefna var að taka ákvörðun um með hvaða hætti þessara merku tímamóta væri minnst á prenti. Niðurstaðan var að gefa út 100 ára afmælis- rit þar sem farið er í gegnum söguna með greinar- skrifum, viðtölum og ekki síst með annál þar sem stiklað er á stóru í sögu bæjarfélagsins síðustu 100 árin. Að minnast síðustu 100 ára í um 1200 ára sögu byggðar í Vestmannaeyjum er ekki einfalt mál. En þessi merku tímamót í sögu Vestmannaeyja marka í senn mikið framfaraskeið, en einnig eitt mesta áfall sem nokkurt byggðarlag hefur mátt þola í sögu Íslandsbyggðar. Afmælisnefndin skilaði tillögum til fundar bæjarstjórnar Vestmannaeyja 22. nóv. 2018 þar sem farið var yfir söguna um leið og lagðar voru fram tillögur að afmælisdagskrá sem spannar tímabilið sem hófst 22. nóv. 2018 og lýkur á Safna- helginni 8.-10. nóv. 2019. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hélt hátíðarfund 14. febrúar 2019 þar sem samþykkt var að gera Ráðhúsið við Stakkagerðistún sem byggt var 1928, að sérstöku menningarhúsi með ýmsum sérsöfnum. Fjölbreytt afmælisdagskrá er í gangi allt afmælisárið. Opið málþing um Vestmannaeyjar – ógnir og tækifæri var haldið 17. febrúar sl. auk fjölmargra sýninga af ýmsum toga. Framundan er sérstakur hátíðisdagur föstudaginn 5. júlí 2019, en þann dag verður fjöl- breytt afmælisdagskrá fyrir alla aldurshópa. Ef við horfum mun lengra aftur í tímann á þessum merku tímamótum blasir sagan við. Það hafa sannarlega skipst á skin og skúrir í langri sögu byggðar í Vestmannaeyjum. Gríðarleg áföll af völdum Tyrkjaránsins 1627, mannskæðra sjóslysa, mikils ungbarnadauða, brottflutnings til vestur- heims og loks eldgossins á Heimaey 1973 höfðu hvert um sig afgerandi áhrif á þróun byggðar og mannlífs. Íbúafjöldinn frá 1600-1900 var yfirleitt 300-500 manns. Saga Vestmannaeyja og þróun fiskveiða og fiskverkunar verður ekki sundurskilin. Vélbátaöldin sem hófst í Eyjum 1906 olli atvinnu- byltingu og íbúafjöldinn þrefaldaðist á á 15-20 árum og var um 2000 manns þegar Vestmanna- eyjar fengu kaupstaðarréttindi 1919. Þróunin hélt áfram, en heimskreppan sem hófst 1930 hafði mikil áhrif á samfélagið í Eyjum í heilan áratug. Eftir það fjölgaði íbúum á ný. Í árslok 1972 var íbúafjöldinn kominn í 5300 manns. Eldgosið á Heimaey 1973 og afleiðingar þess höfðu gríðarleg og viðvarandi áhrif á þróun byggðar. Strax að gosi loknu um sumarið hófst mikið upp- byggingarstarf í Eyjum, enda hafði þriðjungur af byggðinni, íbúðarhús og atvinnufyrirtæki farið undir hraun og gjall. Endurreisn byggðar, atvinnu- og mannlífs voru risavaxin verkefni sem tókst að framkvæma að miklu leyti á nokkrum árum með viðtækri samstöðu íbúanna, virkri aðstoð stjórn- valda og góðri aðstoð ýmissa aðila innanlands og utan. Sumt verður aldrei bætt, en bæjarbúar lærðu að aðlaga sig að gjörbreyttu umhverfi. Talið er að lið- lega 3600 manns hafi flutt heim á ný að loknu eld- gosi, en einnig bættust nýir íbúar í hópinn á næstu árum og áratugum. Íbúafjöldi í Eyjum er nú um 4300 manns, en atvinnuhættir hafa breyst mikið, sjávarútvegur er áfram burðarásinn í atvinnulífinu, ásamt þjónustu við greinina, en samhliða bættum samgöngum á sjó við Eyjar með tilkomu Landeyja- hafnar hefur ferðaþjónusta vaxið stórum skrefum í Eyjum á síðustu árum, en betur má ef duga skal. Í 100 ára afmælisnefnd bæjarins eiga sæti Arnar Sigurmundsson, Hrefna Jónsdóttir og Stefán Óskar Jónasson kosin af bæjarstjórn. Með nefndinni starfa Angantýr Einarsson frvstj. fjámála- og stjórnsýslu- sviðs og Kári Bjarnason, forstm. Safnahúss bæjar- ins. Þá hefur Ómar Garðarsson blaðamaður starfað með nefndinni frá 1. febrúar. Ritstjóri þessa afmæl- isrits er Sara Sjöfn Grettisdóttir og með henni í í ritnefnd eru Kári Bjarnason, Ómar Garðarsson og Arnar Sigurmundsson. Afmælisritinu verður dreift í öll hús í Eyjum 2.-3. júlí 2019, auk þess verður nokk- urt upplag til dreifingar upp á land og aðgengilegt á upplýsingavefnum vestmannaeyjar.is og fleiri net- miðlum. Afmælisnefnd þakkar þeim fjölmörgu einstak- lingum og fyrirtækjum innanbæjar og utan sem lagt hafa verkefninu lið við að gera 100 ára kaup- staðarafmæli Vestmannaeyjabæjar 2019 að eftir- minnilegum atburði í sögu bæjarfélagsins. fylgt úr Hlaði Afmælisnefnd

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.