Fréttir - Eyjafréttir - jul 2019, Qupperneq 42
42
Áki Heinz hóf störf hjá Vestmanna-
eyjabæ í byrjun desember árið 1973.
Þar starfaði hann sleitulaust til 2015. Sigurgeir
Jónsson, ræddi við Áka Heinz fyrir Eyjafréttir í
október 2015 um starfslokin, lífshlaupið og ýmis-
legt fleira. Birtum við hér valda kafla úr viðtalinu.
„Þetta er ekki nógu gott,“ sagði viðmælandi blaðamanns
á dögunum. „Viðburðaskrá Vestmannaeyja heyrir nú
sögunni til. Áki er hættur hjá bænum.“ Þegar nánar var
innt eftir þessum yfirlýsingum, kom í ljós að Áki Heinz
Haraldsson, sem unnið hefur á skrifstofu Vestmanna-
eyjabæjar allt frá gosi, eða rúmlega fjóra áratugi, ákvað
um síðustu mánaðamót að láta af störfum. Þeir sem til
þekkja vita að Áki hefur gegnum tíðina verið eins konar
gangandi alfræðiorðabók um nánast allt sem viðkemur
búsetu fólks í Vestmannaeyjum, bæði eldri og yngri
íbúa, genginna sem lifenda og einhvern tíma var sagt
að betra væri að snúa sér til Áka til að fá upplýsingar
heldur en aðstandenda viðkomandi. Margir hafa nýtt
sér þetta gegnum tíðina en nú er þessi kapítuli sem sagt
á enda.
allt sem tilheyrir manntali og íbúaskráningu
Upphaf þess að Áki hóf störf hjá Vestmannaeyjabæ
segir hann hafa verið það að hann hafi hálfvegis verið
„sjanghæjaður“ þangað af Páli Zóphóníasssyni, sem þá
var tæknifræðingur bæjarins. „Hann kom að máli við
mig í nóvemberlok 1973 og spurði hvort ég vildi koma
og ræða við sig og Magnús bæjarstjóra um að koma til
starfa hjá bænum. Ég fór til þessa fundar og niðurstað-
an varð sú að ég byrjaði sem bæjarstarfsmaður þann 1.
desember 1973 og hef verið það síðan.“
Áki segir að hann hafi byrjað í almennum skrif-
stofustörfum og innheimtu ásamt því að annast hvers
kyns upplýsingaöflun og halda henni til haga. „Sá hluti
starfsins hefur síðan loðað við mig. Ég hef verið svo
heppinn að fá borgað fyrir að sinna áhugamáli mínu en
þessi áhugi hefur loðað við mig allt frá því að ég man
eftir mér. Líklega á ég ekki langt að sækja það, faðir
minn hafði sama áhugamál, að afla sér upplýsinga um
hvaðeina sem tengist Eyjum og íbúum þar.“
Starfsheiti Áka hjá Vestmannaeyjabæ var „manntals-
og upplýsingafulltrúi“ en hann segir að einhvern tíma
á ferlinum hafi einhverjum dottið í hug að breyta því
starfsheiti í „þjónustufulltrúi 4“. „Ég kunni einhvern
veginn betur við hitt heitið, fannst það ríma betur við
mitt starfssvið. Eins og starfsheitið ber með sér hef ég
séð um allt sem tilheyrir manntalinu og íbúaskráningu
og upplýsingum vegna þess. Þá hafa kosningar einnig
verið á minni könnu, bæði sveitarstjórnarkosningar,
þingkosningar og forsetakosningar, ég hef séð um
undirbúning þeirra, það sem snýr að kjörstjórnum og
starfsliði og allt það sem til þarf, matföng og annað sem
þarf að vera í lagi á kjördegi. Frá árinu 1975, þegar farið
var að greiða svokallaðan olíustyrk til þeirra sem ekki
nutu hitaveitunnar, sá ég um greiðslu hans og þá var oft
mikið að gera, stundum biðröð að útidyrunum í Ráð-
húsinu. Auk þessa hef ég gengið í ýmis önnur störf í
Ráðhúsinu en hin síðari ár hefur það eins og áður segir
verið mest í alls kyns upplýsingaöflun.“
Þá er ótalið að hann hefur séð um „Bæjartrompið“ í 40
ár en það er happdrættisfélag starfsmanna Ráðhússins.
„Ég var að skila af mér möppu um þá starfsemi en þar er
m.a. að finna skrá yfir alla happdrættisfélaga Ráðhúss-
ins frá 1975 til 2015 og er mjög góð heimild. Ég eftirlét
fjármálastjóra bæjarins möppuna með öllum gögnum
og ósk um að einhver myndi áfram sjá um þessa skrán-
ingu.“
Eins og áður segir er Bæjartromp happdrættisfélag
starfsmanna en Áki segir að það hafi ekki skilað veru-
legum upphæðum til félagsmanna, utan eitt árið þegar
ein milljón króna skilaði sér í einum drættinum. „Þá
var greidd út góð summa og glöddust margir,“ segir Áki.
Samstarfsmennirnir eru líka margir eftir þessa rúma
fjóra áratugi og margir minnisstæðir. „Fyrstu
árin unnum við saman frændsystkinin, ég og Fríða
Hjálmarsdóttir en amma hennar og langamma mín
voru hálfsystur. Hún átti sama afmælisdag og ég, 4.
febrúar, og einhverju sinni sagði hún mér að þegar hún
var lítil hafi alltaf verið haldið upp á afmælið hennar, að
undanskildum deginum þegar hún varð tólf ára. Þann
dag lenti móðir hennar, Jóna ljósa, í mjög erfiðri fæð-
ingu á Fífilgötu 5 og af þeim sökum var ekki haldið upp
á afmælið. Það var sem sagt mér að kenna að afmælis-
veislan féll niður þann dag.“
1973
var „sjangHæj-
aður“ til starfa
sjötÍu og þrjú