Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Síða 39

Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Síða 39
39 náðu fram tvöfalt hærri bótum hjá viðlagasjóði ,,Það var gífurleg vinna að byggja upp eftir gos og það gekk t.d mikið á í uppgjöri milli Viðlagasjóðs og Vest- mannaeyjabæjar,” segir Páll og bætir við að vinnan sem lögð var í að ná fram réttum bótum hafi skilað sér í allt að tvöfalt hærri bótum en matsmenn Viðlagasjóðs höfðu lagt til og enduðu í um milljarði króna á þágild- andi verðlagi. ,,Meðal verkefna sem ég kom að bæði sem bæjartækni- fræðingur og bæjarstjóri var að halda áfram byggingu sjúkrahússins og koma því í gagnið sem fyrst. Byggja leikskólana, Rauðagerði og Kirkjugerði, Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra og síðar íþróttahúsið auk þess sem bærinn sá um að byggja á annað hundrað íbúðir. Ekki má gleyma Skipalyftunni, framkvæmdir við að koma skolpinu út fyrir Eiði, vikurhreinsun í höfninni og hraunhitaveitunni sem var fyrsta hitaveitan þar sem hraunhiti var notaður til húshitunar,” segir Páll. ,,Ég held að enginn opinber aðili hefði getað komið í veg fyrir að fólk flytti aftur heim að gosi loknu. Ólafur Jóhannesson, þáverandi forsætisráðherra hafði lýst því yfir í sjónvarpsviðtali að mannlíf á Heimaey myndi rísa upp aftur,” segir Páll sem vann náið sem bæjar- tæknifræðingur með Magnúsi Magnússyni, bæjarstjóra í gosinu og árin þar á eftir. Páll segir mikla samstöðu hafa ríkt á gostímanum og allt hafi verið gert til þess að takmarka tjón en á sama tíma skipuleggja og undirbúa uppbyggingu. ,,Í árslok 1972 lá fyrir aðalskipulag Vestmannaeyja til næstu 20 ára sem gerði ráð fyrir nýrri byggð vestur á Eyju, m.a. byggingu verkamannabústaða þar sem Hraunbúðir standa nú. Gerð hafði verið áætlun um lagningu vegar á þeim slóðum sem þótti óheyrilega dýr m.a. vegna efnisöflunar. Við nýttum því tækifærið þeg- ar hreinsun bæjarins hófst og í maí 1973, áður en gos- inu lauk, var byrjað að keyra í vegi og lóðir samkvæmt aðalskipulaginu,” segir Páll sem gekk sáttur frá borði þegar hann hætti störfum fyrir Vestmannaeyjabæ eftir 10 ára starf sem bæjartæknifræðingur og bæjarstjóri á miklum örlagatímum í sögu Vestmannaeyja. réðu fyrsta skólafulltrúann og fyrsta félagsráðgjafann ,,Ég er líka stoltur af þeim félagslegu umbótum sem við komum á í minni bæjarstjóratíð. Dæmi um það er ráðn- ing fyrsta skólafulltrúans. Bærinn rak skólana en ríkið greiddi kennaralaunin, bærinn þurfti að leggja út fyrir yfirvinnu kennara sem var svo endurgreidd af ríkinu, eftir kúnstarinnar reglum. Oftar en ekki var endur- greiðslan ekki fullnægjandi. Hermann Einarsson kenn- ari sem ráðinn var fyrsti skólafulltrúi kom skikki á þessi mál með sínum störfum. Fyrsta félagsráðgjafann réðum við líka. Sigrúnu Karlsdóttur félagsráðgjafa sem var með starfsreynslu frá Reykjavíkurborg sem á þeim tíma bar höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög í þeim málum. Sigrún vann mikið brautryðjendastarf og festi félagsþjónustu bæjarins í sessi. Mig grunar að hún hafi ekki alltaf átt sjö dagana sæla eftir að vinstri meirihlut- inn missti völdin,” segir Páll og bendir á það sem dæmi um hina skrítnu tík, pólitík. ,,Þegar rætt var um stofnun framhaldsskóla í Vest- mannaeyjum, lá beinast við að láta hann heita Fjöl- brautarskóla eins og aðra sambærilega skóla en það var ekki tekið í mál, slíkt þótti of kommalegt og til þess að ná sátt heitir skólinn Framhaldsskóli Vestmannaeyja,” segir Páll sem telur það miður að Eyjamenn skyldu missa stýrimannamenntunina burtu til Reykjavíkur og að draumurinn um öflugri vélstjórnar- og iðnmennt- un í Vestmannaeyjum skyldi ekki hafa ræst. fjármál bæjarins og sjúkrahússins samtvinnuð Páll telur að verkefni bæjarstjóra séu um margt ólík því sem þau voru í byrjun hans bæjarstjóratíðar. ,,Eins og áður sagði var enginn sérstakur starfsmaður sem hélt utan um skólamál eða félagsmál og Vest- mannaeyjabær sá á þeim tíma um rekstur Sjúkrahúss- ins. Fjármál bæjarins og Sjúkrahússins voru samtvinn- uð og ríkið mjög erfitt í samstarfi svo vægt sé til orða tekið. Reksturinn átti að fjármagna með daggjöldum úr ríkissjóði og halla á rekstrinum með halladaggjöldum einnig frá ríkinu,“ segir Páll sem bætir við að seinna hafi ríkissjóður alfarið tekið við rekstri Sjúkrahússins. ,,Vestmannaeyjabær stóð fyrir og fjármagnaði bygg- ingu Sjúkrahússins, sem talið var undirstaða búsetu í Eyjum en ríkissjóður átti að fjármagna 85% af bygg- ingarkostnaði og Vestmannaeyjabær 15%. Oftar en ekki snerist það við og bærinn greiddi um 85% af stofnkostn- aðinum og átti svo í miklum barningi við ríkið um endurgreiðslur og þá með verðminni krónum,” segir Páll sem ætlar að halda áfram störfum á teiknistofunni á meðan hann hefur áhuga og heilsu og segir bæjar- stjórastarfið hafa verið eitt stórt krefjandi verkefni en skemmtilegt. Páll ásamt Magnúsi H. Magnússyni bæjarstjóra og Sigurgeiri Kristjánssyni, forseti bæjarstjórnar að morgni 23. jan. 1973. (Mynd: Sigurgeir Jónasson)

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.