Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Qupperneq 49
49
Í þínu starfi hjá bænum, var eitthvað eftirminnilegra
en annað? Ánægjuleg viðkynni við fjölmarga sem bæjar-
stjóri þarf að eiga samskipti við tengt rekstri sveitarfélags.
Mikið var um gestakomur erlendra þjóðhöfðingja og fyrir-
manna. Móttaka gestanna var oftar en ekki að beiðni ís-
lenskra stjórnvalda.
Fjölbreyttni í verkefnum sveitarfélaga hvað varðar
stjórnun, rekstur og framkvæmdir eru afskaplega gefandi.
Samstarf og samskipti við starfsmenn bæjarins, aðallega
forstöðumenn stofnana og starfsfólk Ráðhússins og þau
kynni sem þar mynduðust eru þó eftirminnilegust.
skolpdælustöðin á brattagarði var byggð
Hvað fannst þér takast best á tímabilinu? Eftir eldgosið
1973 var bærinn illa leikinn. Götur og gatnalýsing, holræsi
og fráveita var mikið til í lamasessi og þarfnaðist veru-
legrar enduruppbyggingar. Framkvæmdir tóku því mið af
þessari stöðu og var áherslan lögð á gatnagerð. Þá má geta
þess að hluti austurbæjarins var enn tengdur rotþróm.
Skolpdælustöðin á Brattagarði var byggð, en skolpið sem
hafði runnið í höfnina var nú dælt út fyrir Eiði. Rafveitan
lagði áherslu á að koma á viðunandi gatnalýsingu og leggja
kapla í jörð. Hraunhitaveitan var í stöðugri uppbyggingu,
en hún var einstök á heimsvísu. Hjá vatnsveitunni voru
dælur og lagnir uppi á landi endurnýjaðar og vatnstankur-
inn í Löngulá var tvöfaldaður að stærð, en Höllin var síðar
byggð ofan á tankinum. Hamarsskóli var tekinn í gagnið
haustið 1982 og byggður var 1. áfangi þjónustuíbúða fyrir
aldraða við Hraunbúðir, alls 6 íbúðir.
úttektanefndarlán
Hvað var mest rædda málið manna á milli í þinni
bæjarstjóratíð? Mikill tími fór í kjaraviðræður við stétt-
arfélög bæjarstarfsmanna. Á þessum árum voru allir
kjarasamningar heima í héraði og fór bæjarráð með samn-
ingamálin, en bæjarstjóri var formaður samninganefndar.
Flestir urðu fundirnir yfir 50 eitt árið. Það voru ekki síður
ánægjuleg kynni við forsvarsmenn stéttarfélaganna þó oft
væri tekist á og langt verkfall var hjá opinberum starfs-
mönnum á árinu 1984. Eftir gos skipuðu stjórnvöld nefnd
til að taka út og meta fjártjórn Vestmannaeyjabæjar vegna
hamfaragossins. Nefndin skilaði skýrslu um tjónið og
lagði m.a. til að sveitar-
félaginu yrðu lagðir til
fjármunir í formi lána,
sem síðar voru kölluð
„úttektanefndarlán“.
Auk beinna bóta voru
þessi lán notuð til
endurbyggingar byggð-
arinnar. Um verulegar
upphæðir var að ræða
og voru lántökurnar
mestar á seinni hluta
áttunda áratugarins
og allt til ársins 1982.
Lántökurnar voru nær
fjórðungur af útsvari
hvers árs til að gefa
einhverja mynd af fjár-
hæðum. Lánin voru að mestu í erlendri mynt og á alþjóð-
legum markaðsvöxtum með álagi. Íslenska krónan féll
verulega á þessum árum og vextir ruku upp úr öllu valdi,
alger forsendubrestur. Úttektanefndin hafði reyndar lagt
til að lánin yrðu innlend og á „góðum kjörum“. Embættis-
mennirnir í stjórnarráðinu og í lánanefnd Seðlabankans,
en á þessum árum voru allar erlendar lántökur háðar
samþykki Seðlabanka, stóðu fastar á því að Vestmanna-
eyjabær skyldi greiða á kjörum skuldabréfanna, en undir
þau var skrifað með fyrirvara. Það var ekki fyrr en fjár-
málaráðherra hjó á hnútinn eftir nokkurra ára þjark að
ásættanlegt samkomulag náðist.
vinátta sem hefur varað til þessa dags
Eftirminnilegasta samstarfsfólkið og af hverju? For-
stöðumenn stofnana bæjarins auk nánasta samstarfsfólks
á bæjarskrifstofunum og bæjarfulltrúarnir allir sem þá
voru 9, ásamt fjölmörgum öðrum starfsmönnum bæjar-
ins eru öll eftirminnileg. Arnar Sigurmundsson gegndi
lengst af formennsku í bæjarráði og unnum við því mikið
saman og höfum reyndar gert allt til þessa dags. Sam-
starfið á vettvangi bæjarmála hefur líka leitt til vináttu
sem hefur varað til þessa dags. Einnig vil ég nefna Garðar
á Rafveitunni, að öðrum ólöstuðum var hann einn fram-
sýnasti maður sem ég hef kynnst. Fyrir yfir 30 árum var
hann farinn að tala um varmaskiptastöð sem myndi m.a.
framleiða orku úr frárennsli skolpveitunnar. Við sem
sátum með honum í veitustjórn vissum vart hvað hann
var að tala um, en annað hefur komið á daginn. Af öðrum
eftirminnilegum forstöðumönnum má nefna Adda Bald
í Áhaldahúsinu og Ragga bróður hans, sem síðar tók við,
en undir þeirra stjórn var einnig slökkviliðið. Viggi réði
ríkjum í sundlauginni, Hávarður (Væi) yfirverksjóri,
Högni í Vatnsdal og Þórhallur (Halli) verkstjórar, Siggi
Vídó einn af bæjarfulltrúunum var hafnarstjóri, afskap-
lega traustur maður og ekki má gleyma skólastjórunum og
forstöðumönnum dagheimila og leikskóla. Í Ráðhúsinu
voru mínir nánustu samstarfsmenn Maggi Þorsteinss.
bókari, Gunnar gjaldkeri, Siggi Jónss. skrifstofustjóri og
bæjarfulltrúi, Áki Heinz annaðist manntal og fleiri störf.
Þá voru þar við störf tæknifræðingar bæjarins, lengst af
Viðar Aðalsteinsson.
Ólafur Elísson er fæddur 24. júlí árið
1953. Ólafur flutti til Vestmannaeyja
árið 1980 og hefur búið hér síðan. Hann er kvæntur
Stellu Skaptadóttur og eiga hjónin þrjú börn, Sjöfn,
Skapta Örn og Hlín. Ólafur er viðskiptafræðingur
að mennt og löggiltur endurskoðandi og vann hann
á endurskoðunarskrifstofu Sigurðar Stefánssonar,
sem seinna lagði grunninn að endurskoðunar- og
ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte. Þegar Ólafur flutti
til Vestmannaeyja var hann hjá Deloitte þar til hann
réðist sem bæjarstjóri í Vestmannaeyjum 1982. Hann
starfaði hjá bænum fram á mitt ár 1986 og fór þá
aftur á endurskoðunarstofuna. Ólafur var sparisjóðs-
stjóri frá október 1999 í fimmtán ár eða til nóvember
2014. Síðan þá hefur hann unnið við bókhald, reikn-
ingsskil og fleira hjá Vinnslustöðinni.
1982
fjölbreytnin Í verkefnunum
afskaplega gefandi
Ólafur Elísson, bæjarstjóri 1982-1986