Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Side 67

Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Side 67
67 margt gott gert og allt án þess að tekin væri króna að láni Hvað fannst þér takast best á þeim árum sem þú varst framkvæmastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs? Að okkur skyldi takast að snúa rekstri sveitarfélagsins úr því að vera á meðal verst reknu sveitarfélaga landsins, með gríðarlegan ár- legan rekstrarhalla, yfir í hóp þeirra best reknu. Þetta var ánægjulegur viðsnúningur, sem fékkst með miklu aðhaldi og útsjónasemi allra þeirra sem að rekstrinum komu. Í framhaldinu stuðluðum við að mikilli uppbyggingu, vel heppnuðum fram- kvæmdum og stórum fjárfestingum. Sem dæmi má nefna Eldheima, nýafstaðnar framkvæmdir við Fiskiðjuna, bygging knattspyrnuhússins og glæsi- legt útivistarsvæði við sundlaugina. Endurbætur við skólahúsnæði, bætt leiksskólaaðstaða, stækkun á Hraunbúðum og ný aðstaða fyrir eldri borgara í Kviku. Þetta er ekki tæmandi listi, heldur aðeins það sem fyrst kemur upp í hugann. Það var fjöl- margt gott gert á þessum árum og allt án þess að tekin væri króna að láni. Okkur tókst að komast í gegnum efnahagshrunið án áfalla þannig að bæjarsjóður er enn vel í stakk búinn til að standa undir áframhaldandi fram- kvæmdum og góðu þjónustustigi Eyjamönnum til heilla. þakklæti fyrir það sem vel var gert „Í þessu starfi hef ég kynnst mörgu góðu fólki, sem ég hef átt góð samskipti við og lært mikið af, bæði samstarfsfólki, bæjarfulltrúum sem og bæj- arbúum. Ég átti líka einstaklega gott samstarf við aðra stjórnendur sveitarfélagsins. Samvinna okkar í framkvæmdastjórateymi bæjarins var mjög góð, við vorum ekki alltaf sammála og það var stundum tekist á um hlutina, en það var líka mjög stutt í glens og grín hjá okkur. Ég reyndi ávallt að vera lausnamiðuð í mínu starfi, mér var mikið í mun að allir fengju úrlausn sinna mála. Það sem var mest gefandi í starfinu er þakk- lætið fyrir það sem vel var gert,“ sagði Rut að lokum. 2010 Landeyjahöfn tekin í notkun 20. júlí 2010. Nýtt útisvæði við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.