Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jul 2019, Síða 26

Fréttir - Eyjafréttir - jul 2019, Síða 26
26 Djass er samofinn sögu Vestmannaeyja og á tímabili má segja að Mekka djassins hafi verið í Eyjum. Gullaldarár djassins þar voru frá 1949 til 1962. Djassinn kom og fór alveg fram að Dögum lita og tóna sem enduðu árið 2011. Sigurður Guðmundsson og Ingi Tómas Björnsson rifja upp sögu djassins í Eyjum. Hefur spilað Á trommur Í 73 Ár og spilar enn Hg sextettinn og atvinnumennskan ,,Ég byrjaði 14 ára á trommum í lúðrasveitinni hjá Odd- geiri Kristjánssyni, en djassinn var löngu kominn til Eyja fyrir mína tíð,“ segir hinn 87 ára gamli Sigurður Guðmundsson kenndur við Háeyri sem enn spilar á trommur nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu. ,,Minn ferill í djassinum byrjaði 1947, þegar ég fékk að spila á trommur í Höllinni með Gísla Bryngeirs sem spilaði á harmóníku og Alfreð Washington á píanó. Launin voru ánægja og upphefð. Djassinn byrjaði fyrir alvöru 1949, þegar Haraldur Guðmundsson, tónlistar- maður, ættaður úr Eyjum, stofnaði HG sextettinn. Í hon- um voru auk Haraldar sem spilaði á trompet og mand- ólín, Guðni Hermansen á saxófón, Gísli Bryngeirsson á klarinet, Gísli Brynjólfsson á gítar, ég á trommur og Jón Steingrímsson á píanó. Ólafur Gaukur útsetti fyrir okkur djasslög sem við spiluðum í Höllinni frá 1949 til 1951,” segir Sigurður sem ásamt félögum sínum fékk greitt fyrir tónlistarflutninginn eins og atvinnumaður væri. ,,Við fluttum okkur 1951 í Café Stjörnuna í Alþýðuhús- inu en verkalýðsfélögin höfðu nýlega gert húsið upp. Píanóleikarinn okkar Jón Steingrímsson, fór til Reykja- víkur með flugi að skoða flygil í húsið. Hann átti ekki afturkvæmt úr þeirri ferð en hann fórst ásamt 19 öðrum þegar Glitfaxi vél Flugfélags Íslands, fórst í áætlunar- flugi til Reykjavíkur,” segir Sigurður sem hélt að hann myndi ekki ná sér eftir áfallið og enn í dag tekur á að rifja upp slysið. spiluðu í alþýðuhúsinu 35 kvöld í röð ,,Við stóðum uppi án píanóleikara þegar Árni Elfar, píanóleikari samþykkti að koma til Eyja í einn vetur og með honum Axel Kristjánsson kontrabassaleikari. Árin hjá Árna urðu 13 í Eyjum en Axel stoppaði styttra. Það voru böll næstum því á hverju kvöldi veturinn djassinn Á sÉrstakan kafla Í sögu vestmannaeyja 1949 L jó sm yn d/ G uð rú n E rl in gs dó tt ir Sigurður Guðmundsson frá Háeyri spilaði fyrst á trommur 14 ára og spilar enn 87 ára gamall. HG sextettinn, efri röð, Sigurður Guðmundsson, Gísli Brynjólfsson, Árni Elfar. Fremri röð, Gísli Bryngeirsson, Guðni Hermannsen, Haraldur Guðmundsson og Axel Kristjánsson. Í fyrsta HG sextettinum spiluðu Alfreð Washington og Har- aldur Baldursson, söngvari var Jón Þorgilsson. Guðrún ErlInGSDÓttIr gudrun.erlingsdottir@gmail.com

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.