Fréttir - Eyjafréttir - jul 2019, Side 74
74
2019
Sjóvarmaveita við Hlíðarveg formlega tekin í notkun.
Einstök framkvæmd þar sem varminn úr sjónum er nýttur til
húshitunar í Eyjum. (Mynd: Sæþór Vídó)
Nýr Herjólfur kemur til Eyja í júní 2019. Smíðaður í
Póllandi. • Mjaldrarnir Litla grá og Litla hvít flytja til Eyja.
Fjöldi mælikvarða gefur til
kynna að framúrskarandi sam-
félög þrífist best frá 3500 manns
og upp í u.þ.b. 15 þúsund, á þessu
bili eru bestu kjöraðstæður
blómslegs mannlífs, hvort sem
það er vegna samfélagslegra
þátta, stjórnunarlegra, um-
hverfis eða grunnþarfa. Neðri
mörkin skapast sérstaklega af
því að í fámennara samfélagi
verða hópar ekki nægilega fjöl-
breyttir eða fjölmennir svo að flestir geta fundið
sinn farveg. Meðal árgangur í Vestmannaeyjum
í dag er t.a.m. í kringum 50 börn, en voru nær 80
þegar ég var drengur. Ef þú lendir í útistöðum við
þinn vinahóp eða átt þér óvenjuleg áhugamál þá er
auðvelt að verða útundan ef það eru mikið færri en
50 í þínum árgangi. Þessi neðri mörk ættu að skipta
okkur Eyjamenn miklu máli vegna þess að við erum
bara einni „búflutningsbylgju“ í burtu frá því að
skara þessi mörk.
En örlögin eru nú sem betur fer að henda til okkar
tækifærisglugga. Vegna tækniframfara er heim-
urinn í fyrsta sinn að færast í þá átt að í vaxandi
mæli getur spurningin „hvar á ég að vinna“ verið
aðskilin spurningunni „hvar á ég að eiga heima?“
Þetta eru virkilega góðar fréttir fyrir Eyjamenn því
Vestmannaeyjar hafa nokkra innbyggða þætti sem
skapa samkeppnisforskot til að laða til sín gott fólk.
Vestmannaeyjar hafa heimsklassa náttúru, sam-
heldið og öflugt samfélag, aðlaðandi menningu sem
byggir jafnt á tónlistar-, íþrótta-, náttúru- og sögu-
grunni og síðast en ekki síst hafa Vestmannaeyjar
algjört heimsklassa umhverfi til að ala upp börn í
miklu sjálfstæði og frelsi. Þetta er verðmætt sam-
keppnisforskot sem er að auka gildi sitt þegar sífellt
fleiri geta valið að vinna fjarvinnu eða staðsetja sig
hvar sem þeir vilja vegna þess að helsta auðlindin
sem þeir þurfa eru tölvur og internet. Starlink verk-
efni SpaceX og önnur sambærileg verkefni munu
á næstu árum jafna aðgang allra að internetinu í
gegnum gervihnetti og þá munu framangreindir
styrkleikar Vestmannaeyja vega enn þyngra.
en hvað þýðir þetta?
Undirritaður spurði um daginn nemendahópi
við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum hversu
leyniuppskriftin að Áfram-
Haldandi ofur-vestmannaeyjum
Tryggvi Hjaltason
Tryggvi
Hjaltason
Það eru tvær stórar áskoranir
sem Eyjamenn standa frammi
fyrir á næsta áratug eða svo ef við viljum að
blómleg byggð þrífist áfram í Vestmannaeyjum.
Þær eru að tryggja fjölbreytt hagkerfi og leiðir
fyrir fólk, og þá sérstaklega „fólkið okkar,“ að
skila sér heim.
2019