Fréttir - Eyjafréttir - jul 2019, Blaðsíða 23
23
við Kjartan bróðir minn erindi í Krónni með myndum
og fróðleik um Bakkastíginn. Þá var Gísli bróðir okkar
orðinn mjög veikur og var ekki með. Hann tapaði sinni
skák við dauðann eins og allir, en sú skák var tvísýn um
tíma.
guð blessi minningu hans
Við skildum eftir tölvudisk á Bókasafninu með gögn-
unum sem við höfðum safnað saman.
Það var að sönnu gefandi og lærdómsríkt að safna
þessum gögnum.
Í þeim má sjá að byggð hefur lengi staðið á því svæði
sem síðar varð Bakkastígur.
Í ágætri samantekt Jóns heitins Gunnlaugsonar frá
Gjábakka, segir hann að í húsaskrá frá árinu 1507 megi
finna Gjábakka, sem gatan er væntanlega heitin eftir.
bakkastígur
Um aldamótin 1700 voru tveir ábúendur á Gjábakka-
jörðinni í tveim húsum, syðri og nyrðri Gjábakka. Um
tíma bjuggu þarna Oddur Svarthöfðason og Hákon
Jónsson og er líklegt að sá nyrðri hafi verið byggður fyrr,
því hann var talinn embættishús.
Smám saman fjölgar húsum og þar sem var göngu-
stígur verður síðar gata, fyrst fyrir hesta og handvagna
og síðar vélknúin farartæki.
Smátt og smátt verður til lítið samfélag við þessa götu
eins og við götur annarsstaðar.
Öllum finnst sín gata sérstök og fólk á oftast góðar
minningar úr götunni sinni og hverfinu.
Það sem er svo hjartnæmt við þetta litla samfélag er
hvernig allir tóku ábyrgð á börnunum. Fólkið í götunni
passaði ekki bara upp á sín eigin börn heldur börn ná-
grannanna líka. Fólk hjálpaðist að í mótlæti og gladd-
ist saman, þegar ástæða gafst.
Mér er minnisstætt hvernig sorgina áttu allir saman,
þegar óhapp varð, eða sjóslys. Sorgin verður léttbærari,
með hluttekningu vina og nágranna.
Þegar fólk úr götunni hittist er því fagnað eins og þjóð-
höfðingjum þó áratugir séu frá síðustu endurfundum.
„Hver vegur að heiman er vegurinn heim,“ sagði
Magnús Eiríksson. Við fórum af Bakkastígnum fyrir
löngu en í dag liggur vegurinn heim.
Vinir okkar og nágrannar af Bakkastíg eru okkur kærir
enn í dag, þó margir séu nú sofnaðir af þessum heimi.
Stundun sitjum við Kjartan bróðir minn og göngum í
huganum milli húsanna við Bakkastíginn og heilsum
upp á heimilisfólkið, lífs og liðið. Stundum hlægjum
við og stundum þarf að þurrka tár með skyrtuerminni.
Allra minnumst við með hlýju. Engir tveir einstak-
lingar eru alveg eins, en Guð býr í hverjum manni og
ekki síst í þeim sem skera sig úr.
bragi í Höfn var öðruvísi
Í götunni var hann vinur allra og alls staðar velkominn
og var tíður gestur á mörgum heimilum.
Hann stoppaði sjaldnast lengi, fékk sér kleinu eða
klatta og borgaði fyrir sig með snjöllum setningum,
sem vöktu gleði og kátínu. Sum tilsvörin urðu víðfræg.
Líklega hefur Bragi með ljúfmennsku sinni kennt heilli
götu og bæjarfélagi það fyrir lífstíð, að þeir sem ekki
eru steyptir í sama mót og við hin, hafa margt fram að
færa og ef þeir eru hafðir með í samfélagi götunnar og
hverfisins, stafar frá þeim bæði birtu og gleði.
Guð blessi minningu hans.
Þegar maður á endanum skríður upp á ströndina í ei-
lífðinni eftir að hafa synt úr þessari veröld yfir í næstu,
þykir mér líklegt að maður sjái klappir, Skansinn,
Urðavitann og brattan fallegan klett og líklega verður
austanbræla.
Sú tilhugsun hlýjar manni um hjartaræturnar. Maður
verður kominn heim.
Horft austur Bakkastíg. Fremst á myndinni til vinstri er húsið Höfn. Húsið til hægri er Vestri-Gjábakki
þar sem Atli ólst upp. Bakkastígur varð hrauninu að bráð í lok mars 1973.