Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Side 55

Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Side 55
55 Tanja er fædd í Vestmannaeyjum árið 1989. Foreldrar hennar eru Tómas Jóhannesson og Fanney Björk Ásbjörns- dóttir. Tanja flutti frá Vestmannaeyjum 2005 og býr í dag í Kópavogi ásamt unnusta sínum og syni þeirra. Hún starfar sem lögfræðingur á sviði viðskiptaþróunar hjá TM. Þegar ég hugsa til æskuáranna í Eyjum eru flestar minningarnar tengdar sól, takkaskóm, útiveru í náttúrunni og miklu frelsi. Í minningunni var alltaf ein- staklega gott veður á sumrin þó einstaka minningar tengist fót- boltaæfingum á rennblautum Týsvelli þar sem sokkarnir urðu gegnsósa þó svo að heiðarleg til- raun hafi verið gerð til að koma í veg fyrir það með því að klæðast plastpokum ofan í takkaskónum. En það var það sem æskan og lífið í Eyjum snerist um; fótbolta, vin- ina, útiveru og ævintýri. Það er svo sannarlega ekki einskorðað við mína kynslóð. Allar sögurnar sem maður heyrði sem krakki sama hvort það var frá afa og ömmu eða eldri systkinum snerust allar um hvað það var gott að vera barn í Eyjum. Hvað frelsið var ljúft og hvað ævintýrin í Eyjum voru á hverju strái. Mér leiddist aldrei að heyra sögur af uppátækjum pabba og vina hans sem einhvern veginn hljómuðu alltaf mun hættulegri og frakkari en ég sjálf hefði látið mér detta í hug. Þó læddist að manni sá grunur að búið væri að krydda sögurnar eilítið. Ég ólst upp í vesturbænum með móa og kletta allt í kring. Krakkarnir í hverfinu stofnuðu leynifélög sem höfðu það að markmiði að komast að leyndar- dómum yfirgefnu sumarhúsanna sem mátti finna í móanum en í minningunni voru þau alltaf mann- laus og með neglt fyrir gluggum. Það hlaut því eitt- hvað hræðilegt að hafa átt sér stað. Ímyndunaraflið fékk lausan tauminn, sönnunargögnum var safnað í box og oftar en ekki var maður farinn að óttast um líf sitt. Fyrir ekki svo mörgum árum bað mamma mig að fara í gegnum kassa af dóti sem hún hafði geymt fyrir mig. Þar mátti finna bleika spiladós, merkta Svörtu Rottunni, sem hafði að geyma bein, hár, Herjólfsmiða og hálfbrunninn svartan hanska. Mjög líklega mikilvæg sönnunargögn sem höfðu greinilega lent ofan í kassa á leið sinni á lögreglu- stöðina. Á milli slíkra ævintýra stundaði ég fótbolta af kappi og var pæjumótsins beðið með eftirvæntingu. Við vorum stoltar af mótinu okkar enda vissum við að þetta var hápunktur sumarsins hjá flestum ungum knattspyrnukonum. Keppnisferðalögin „uppá land“ voru ekki síður skemmtileg. Þótt marg- ir kynnu að halda að þessi eilífu ferðalög hafi verið þreytandi var þetta ómetanlegur tími sem skilaði skemmtilegum minningum. Það getur seint talist leiðinlegt að eyða heilu helgunum með vinkonum sínum í ferðalögum um landið að gera það sem okkur fannst skemmtilegast af öllu. Fjölskyldan var líka mikilvæg og kosturinn við að búa í Eyjum var nálægðin við allt fólkið sitt. Það þarfnaðist ekki mikillar skipulagningar að kíkja á bryggjurúnt með afa og ömmu eða fara í stutta sjó- ferð á trillunni hans afa. Frændsystkinin voru náin og á sumrin var beðið með eftirvæntingu eftir grill- ferð í Klaufina. Það eru ófáar minningar tengdar því að leita að pétursskipum og forðast litlu rauðu pöddurnar. Þótt hætturnar væru mjög nálægar þá lærði maður fljótt að umgangast náttúruna af virð- ingu og varfærni. Það má því segja að þegar horft er heim til Eyja og æskuáranna eru það íþróttirnar og samverustundir á sumrin sem standa upp úr. Það eru forréttindi að hafa alist upp í Eyjum og þessar góðu minningar gera það að verkum að maður „syrgir“ þá staðreynd að börnin manns fái ekki að upplifa Eyjar með sama hætti og maður gerði sjálfur. Horft heim til Eyja æskuÁrin Í eyjum Tanja Tómasdóttir 1989 Tanja Tómasdóttir Tanja, til hægri á myndinni ásamt Fanndísi Friðriksdóttur á fótboltamóti með ÍBV. 410 4000Landsbankinn landsbankinn.is Landsbankinn óskar Vestmannaeyjabæ til hamingju með 100 ára afmælið

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.