Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Side 16

Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Side 16
16 1920 1921 1922 Björgunar- og varðskipið Þór, í eigu Björgunarfélags Vestmannaeyja, kom til heimahafnar 26. mars 1920. 70 vélbátar gerðir út á vetrarvertíð frá Vestmannaeyjum. • Knattspyrnufélagið Týr stofnað. Höfnin. Bygging hafnargarða á lokastigi. Fremst standa Fiskimjöls- verksmiðjurnar, Gúanóið og hús Heklu, síðar Lifrarsamlags Vestmannaeyja. (Mynd: Kjartan Guðmundsson) Hinn 18. ágúst árið 1786 fengu sex staðir kaupstaðarréttindi í fyrsta sinn sem þau voru veitt á Íslandi og voru Vestmannaeyjar einn þeirra. Rúmum 20 árum seinna, í apríl 1807, misstu Vestmannaeyjar þessi réttindi en fengu þau endanlega aftur 22. nóvember árið 1918. Þá staðfesti konungur lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar, sem öðluðust gildi 1. janúar 1919. Sá dagur telst því vera stofndagur Vestmanna- eyjabæjar. Bæjarstjórnarkosningar fóru fram 16. janúar 1919 í húsinu Borg. Valið var í kjörstjórn og í henni voru Karl Einarsson bæjarfógeti, Högni Sigurðsson og Jón Einarsson, Gjábakka. Kjörstjórn bárust sjö fram- boðslistar og voru þeir merktir með stöfunum A-G. Til að bera fram lista þurfti 5 meðmælendur. Kjör- seðlar voru 800, samþykktir af umboðsmönnum framboðslistanna, og voru 556 kjósendur sem nýttu kosningarréttinn. Flest atkvæði fékk C- listinn, 163, og því fjóra menn inn. A-listinn fékk þrjá menn og E- listinn tvo. Bæjarstjórn hélt fyrsta fund sinn 14. febrúar. Oddviti bæjar- stjórnar var Karl Einars- son og mættu 8 af 9 bæjarfulltrúum á fundinn. Fjar- verandi var Gísli J. Johnsen. Á þessum fyrsta fundi var kosið í nefndir og stöður hjá bænum. Stöður hjá bænum voru 12 árið 1919 og voru sumar þeirra lítið launuð aukastörf. vestmannaeyjar öðlast kaupstaðarrÉttindi 1. janúar 1919 1919 Gísli J. JohnsenEiríkur Ögmundsson Magnús GuðmundssonJón Hinriksson Halldór Gunnlaugsson Páll Bjarnason Högni Sigurðsson Jón Þ. Jósefsson Þórarinn Árnason

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.