Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Side 31
31
horfið. Mér fannst bærinn vera að niðurlotum
kominn. Gluggarúður voru mattar, sandblásinn
bær með slitnar götur og löskuð hús. Við pabbi
fórum í gönguferð um nýja hraunið á sólríkum
degi. Mér fannst það sem ég sá ógnvekjandi og
óþægilegt. Þetta væri svo sem tilkomumikið ef
það væri einhvers staðar annars staðar. Ekki hér
á Eyjunni minni. Og heimsóknir til Eyja eftir
þetta festu þessa neikvæðu upplifun í sessi. Ég
dvaldi erlendis nokkur ár, stofnaði fjölskyldu
og þegar heim kom hóf ég störf í Reykjavík. Ég
kom auðvitað til Eyja nokkrum sinnum að hitta
fólkið mitt, en mér fannst ég ekki vera heima.
Svo var það sumarið 1990 að ég kom þrisvar til
Eyja með stuttu millibili. Fyrst á árgangsmót
sem var aldeilis yndislegt. Að hitta þau sem ég
hafði umgengist mikið í æsku og sum hver ekki
séð í áratugi. Ekki síður að eiga skemmtileg
samtöl við hina jafnaldrana sem ég hafði svo
sem ekki þekkt mikið hér áður. Það var svo
gaman að sjá allt þetta fólk, rifja upp gamlar minn-
ingar, eignast „nýjar“ gamlar. Ég fór frá Eyjum með
bros á vör. Síðan kom ég nokkrum vikum síðar í bráð-
skemmtilegt stórafmæli pabba og sá með eigin augum
að lífið í Eyjum heldur áfram gegnum afkomendurna.
Og þetta varð til að þess að við hjónin skelltum okkur
á þjóðhátíð. Tókum þátt í undirbúningnum með systk-
inum mínum og undum glöð í hústjöldunum við söng
og góðar veitingar.
Það tók mig sem sé 17 ár að sættast við gosið. Og það
gerðist með aðstoð þeirra sem aldrei misstu trúna á Eyj-
unni sinni: fjölskyldunni minni sem hélt áfram að vera
Eyjafólk, Kiddýu og öllu hinu heimafólkinu í árgangi
1950 sem hefur staðið fyrir 8 árgangsmótum sem tengja
okkur, Gauju heitinni sem sneri vörn í sókn og hóf að
rækta upp dálítinn skika í auðninni. Hún leit ekki á
nýja hraunið sem æxli, heldur sem opið sár sem þyrfti
að græða. Loks nefni ég Goslokahátíðina sem hefur
öðrum þræði orðið hátíð brottfluttra. Allt þetta er hefur
reynst mér Eyjahjartastyrkjandi.
Einar Gylfi og bekkjafélagar í 6. bekk Barnaskóla
Vestmannaeyja.
Runólfur Gíslason á Hvanneyri og bræðurnir
Sveinn og Rúnar Pálmasynir, Heiðarvegi
42, fyrir framan bíóútstillingar í verslun A.
Gunnlaugsson á horni Bárustígs og Miðstrætis.
19531952
Þorbjörn Guð-
jónsson bóndi á
Kirkjubæ með
hestvagninn
dreifir mjólk í
hús við Bárustíg.
• Nýtt pípuorgel
vígt í Landa-
kirkju 15. ágúst.
Gúmmíbjörgunarbátur kom fyrst
við sögu hér við land við björgun
áhafnar mb. Veigu VE. (Mynd:
Friðrik Jesson) • Félag Bjargveiði-
manna stofnað, Árni Árnason
símritari formaður. • 19. október
var Gagnfræðaskólinn settur í
fyrsta sinn í nýju húsnæði, sem
hýsir nú Framhaldsskólann.