Fréttir - Eyjafréttir - júl. 2019, Side 21
21
Sendum
Vestmannaeyjabæ innilegar
hamingjuóskir á 100 ára
kaupstaðarafmæli
Samkomuhús Vestmanna-
eyja var vígt 22. janúar
1938, þá stærsta kvik-
myndahús landsins utan
Reykjavíkur. (Mynd: Jóhann
Stígur Þorsteinsson)
• Skátafélagið Faxi stofnað
22. febrúar • Golfklúbbur
Vestmannaeyja stofnaður
4. desember.
1939 1940
1941
19421938
Þrídrangaviti tekinn í
notkun. • Hraðfrystistöð
Vestmannaeyja stofnuð.
• Lúðrasveit Vestmanna-
eyja stofnuð 22. mars.
• Fyrsti barnadagur
Vestmannaeyja haldinn
hátíðlegur 10. júní. Síðar
var hann færður yfir á
sumardaginn fyrsta.
• Verkalýðsfélag Vest-
mannaeyja stofnað 9.
desember.
Braggarnir í Stórhöfða.
(Mynd: Gísli Friðrik
Johnsen) • Breska her-
námsliðið kom í lok maí
1940 til Vestmannaeyja.
Herlið Breta og síðar
Bandaríkjamanna hafði
aðstöðu og viðbúnað
víðar á Eyjunni.
Vestmannaeyjahöfn var mikil útflutningshöfn á ísuðum
fiski til Bretlands á tímum seinni heims styrjaldarinnar.
Myndin sýnir meðal annars færeyskar skútur í höfninni.
• Íbúar í Eyjum um 3500.
Skaftfellingur og önnur skip
sigldu með ísaðan fisk til
Bretlands í seinni heims-
styrjöldinni 1939 - 1945.
Ljósmynd: Gísli Friðrik Johnsen
bergur ve 44
bylgja
ve 75
metnaðarkenndum annarra „innfæddra“ hér í bæ.“
Þannig kemst Þorsteinn Þ. Víglundsson að orði í Bliki
árið 1971. Þó tæp 50 ár séu liðin síðan þetta var skrifað
eiga þessi orð fullan rétt á sér.
Átti hug hans allan
„Oddgeir Kristjánsson var Vestmannaeyingur af hug og
sál og helgaði þessu bæjarfélagi alla starfskrafta sína,
ól hér allan sinn aldur að undanskildum þeim árum er
hann dvaldist við hljómlistarnám í Reykjavík en hljóm-
listin átti hug hans allan eins og við þekkjum,“ sagði séra
Þorsteinn Lúther þegar Oddgeir var jarðsunginn.
Þegar Oddgeir kom frá námi stofnaði hann Lúðrasveit
Vestmannaeyja og var stjórnandi hennar til dauðadags.
„Það starf hefur jafnan verið sjálfboðaliða- og hugsjóna-
starf hans. Í því starfi felst meira en rétt að koma fram
við öll hátíðleg tækifæri hér í bænum og halda hljóm-
leika í Samkomuhúsinu og kirkjunni einu sinni á ári. Í
þetta starf hefur eyðst mikill tími til raddsetningar laga.
Enn meiri tími hefur þó farið eða eyðst til þess að kenna
hverjum nýjum byrjanda. Ofan á allt þetta starf bættust
lúðrasveitir skólanna en þær þurfti að æfa og þeim varð
einnig að kenna,“ sagði Þorsteinn Lúther einnig.
Harmdauði
Í minningargrein Ása í Bæ segir að útförin hafi verið bæði
fjölmenn og blómahafið mikið og hann spyr: „Hver var
hann, maðurinn Oddgeir Kristjánsson, sem var slíkur
harmdauði samborgurum sínum, að þeir fylgdu honum
til hinstu hvílu með dýpri lotningu en flestum mönnum
öðrum? Ási ver síðan grein sinni í að svara þessari spurn-
ingu. Trúlega hefur Ása ekki rennt grun í að tæpum fimm
áratugum seinna væru Vestmannaeyingar enn sama
sinnis. Og ef eitthvað nafn lifir í Vestmannaeyjum enn
þann dag í dag, er það nafn Oddgeirs og þar fylgir Ási fast
á eftir. Þeir áttu mestan þátt í að skapa það sem við í dag-
legu tali köllum Eyjalögin einu sönnu. Án þeirra og félaga
þeirra væru Vestmannaeyjar fátækari í dag.
Eiginkona Oddgeirs var Svava Guðjónsdóttir, mikil
öðlingskona, sem studdi mann sinn í hvívetna. Þau
eignuðust þrjú börn, Hrefnu Guðbjörgu, Hildi Kristjönu
og Kristján sem lést aðeins tæplega níu ára gamall. Enn-
fremur ólust upp á heimili þeirra þrjú dótturbörn þeirra.
Samantekt: Ómar Garðarsson.