Fréttir - Eyjafréttir - júl. 2019, Side 56
56
Guðjón Hjörleifsson varð bæjarstjóri 1990 þegar Sjálf-
stæðismenn endurheimtu meirihlutann í bæjarstjórn.
Oddviti bæjarstjórnarlistans var Sigurður Jónsson sem
lengi átti sæti í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Þegar Guð-
jón tók við stöðu bæjarstjóra voru Vestmannaeyjar á
ákveðnum tímamótum. Tæp 20 ár frá gosi, uppbygg-
ingu að stórum hluta lokið og íbúatalan stefndi í að
komast yfir 5000 eins fyrir Heimaeyjargosið 1973. Verk-
efnin voru þó næg en staða bæjarsjóðs var bág. Sjávar-
útvegur var meginstoðin en þar var uppstokkun í gangi
með innleiðingu kvótakerfisins. Grimmasta efnahags-
aðgerð í sögu þjóðarinnar. Bátum fækkaði, fiskvinnslu-
stöðvar gáfu upp öndina og heilu byggðarlögin komust
á vonarvöl.
Í Vestmannaeyjum kom skellurinn um áramótin
1992 þegar frystihúsin voru sameinuð úr fjórum í tvö
og Vinnslustöð og Ísfélag urðu til í þeirri mynd sem við
þekkjum í dag. Það sem fylgdi var blóðugur niðurskurð-
ur, sameining útgerða, færri störf fyrir sjómenn og fólk
í fiski. Ljótasta birtingarmyndin var fækkun íbúa úr
rétt tæplega 5000 árið 1992 í rúmlega 4000 þegar Guð-
jón lét af störfum sem bæjarstjóri 2002. Þetta var fórn
Vestmannaeyja á altari kvótakerfisins en Eyjamenn sáu
tækifærin og spiluðu með og þegar upp var staðið var
kvótakerfið, sem er þó ekki hafið yfir gagnrýni til bóta.
Skipti sköpum að Eyjamenn voru samtaka í að láta ekki
aflaheimildir fara úr bænum. Átti Guðjón sinn þátt í
því.
stóðu vörð um aflaheimildir
„Á þessum árum höfðu sveitarstjórnir forkaupsrétt á
bátum með aflaheimildir og vorum við eina sveitar-
félagið sem nýtti sér þetta. Keyptum við fimm skip af
útgerðum hér og seldum til annarra útgerða í bænum
og kvótinn fylgdi með. Ábyrgðin var bæjarins en þetta
gekk alltaf upp og með þessu var komið í veg fyrir að
aflaheimildir færu úr bænum. Þarna stóðum við saman
um að kvótinn færi ekki í burtu. Þetta höfðu útgerðar-
menn svo að leiðarljósi eftir að bærinn hætti að koma
að þessu,“ segir Guðjón.
Fleiri urðu áföllin í sjávarútvegi. Ísfélagsbruninn
í desember 2001 var mikið högg fyrir samfélagið og
er öllum það sem upplifðu enn í fersku minni. „Verst
var óvissan um framhaldið, hvort þau ætluðu að halda
áfram fiskvinnslu eða ekki. Ég gleymi aldrei símtalinu
þegar Ægir Páll, framkvæmdastjóri Ísfélagsins hringdi
í mig. – Þú ert fyrsti maður sem ég hringi í, sagði Ægir
Páll. Við höfum ákveðið að opna fiskvinnsluna í Ísfélag-
inu aftur. Ef þetta er ekki rétt ákvörðun geturðu aldrei
borið á mig að þetta hafi verið gert í fljótfærni, bætti
hann við. Ég man þessa setningu eins og hann hefði
hringt í mig í gær.“
salan á bæjarveitum gæfuspor
Eitt mesta gæfusporið sem stigið var á þessum tólf
árum, segir Guðjón hafa verið salan á Bæjarveitum til
Hitaveitu Suðurnesja árið 2002. Þar hafi grunnurinn
verið lagður að styrkri stöðu bæjarins í dag. Einnig hafi
HS og nú HS Orka staðið myndarlega að öllu sem snýr
að Vestmannaeyjum. Nefnir hann Sjóvarmadæluna í
því sambandi.
„Þetta kostaði átök en sýndi sig að vera rétt ákvörð-
Guðjón Hjörleifsson er fæddur í Vest-
mannaeyjum 18. júní 1955. Foreldrar:
Hjörleifur Guðnason múrarameistari og kona
hans Inga J. Halldórsdóttir. Kona hans er Rósa E.
Guðjónsdóttir og eiga þau fjögur uppkomin börn,
tengdabörn og 7 barnabörn. Guðjón hefur víða
komið við, var skrifstofustjóri í Sparisjóði Vest-
mannaeyja í 16 ár, alþingismaður Suðurkjördæmis
2003–2007 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og rekur í
dag Fasteignasöluna Heimaey.
1990
vestmannaeyingar standa
saman þegar Á reynir
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri 1990-2002
ÓmAr GArðArSSon
omar@vestmannaeyjar.is
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmanna-
eyjum 1990-2002.