Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Blaðsíða 33

Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Blaðsíða 33
33 Þuríður er fædd í Vestmannaeyjum árið 1954 og er dóttir hjónanna Bernódus Þorkelssonar, skipstjóra og Aðal- bjargar Jóhönnu Bergmundsdóttur. Bjuggu þau á Borgarhól við Kirkjuveg. Þuríður er gagnfræðingur að mennt, með verslunarpróf frá GÍV og er viðurkendur bókari frá Háskóla Reykjavíkur. Hún starfar í dag sem þjónustu- fulltrúi hjá Þjónustumiðstöð Grafarvogs. Að hafa alist upp í Eyjum finnst mér vera mikil forréttindi. Þessar minningar um kletta og sprungur, fisk og bryggjur, fjöru og urð, hundasúrur og söl leita oft á mann þegar maður leggst á koddann á kvöldin og hugurinn reikar heim til Eyja þegar maður fékk að klifra upp á skúra, fara á fjöll, veiða niður í fjöru og hætt- urnar virtust víðs fjarri. Já, ég segi ávallt heim til Eyja, þar sem ég hélt, og held kannski enn, að hafi verið miðjan á veröldinni. Skyldu það ekki vera þær dásamlegu minningar sem við eigum öll um sólardagana í Eyj- um, á uppvaxtarárum okkar, þegar áhyggjur lífsins höfðu enn ekki verið fundnar upp. Leiksvæðið í kringum Borgarhól þar sem ég ólst upp og búðirnar þar í kring fannst mér vera miðjan á veröldinni – þekktum ekki að flakka á milli bæjar- hluta nema til að selja blöð. Í kringum Borgarhól voru nokkrar verslanir og má þar meðal annars nefna Bókabúðina, Brynjúlfsbúð, Framtíðina eða Tommabúð. Mömmur okkar hittust í kaffi þegar búið var að vaska upp og ganga frá eftir hádegið. Eitthvað sem enginn má vera að í nútímanum. Við krakkarnir fórum saman í skólann, lékum okkur saman eftir skóla og langt fram á kvöld. Í Borgarhól var sægur af krökkum, þegar mest var vorum við sjö talsins heima og að sjálfsögðu fylgdi okkur mikið af vinum. Mínar æskuvinkonur í mið- bænum voru Finna í Klöpp, Sigrún í skóbúðinni, Inga Þórðar, Hrafnhildur Hlöðvers, Hulda Grens og Gréta í Gamla bankanum. Vinir Jóns bróður voru karakterar eins og Jósúa Steinar á Gamla-Spítalanum, Páll Magnússon, fyrr- verandi útvarpsstjóra, Palla á Stöðinni eins og hann hét þá, og Einar Ottó á Lágafelli. Þeir voru fjörmiklir og uppátækjasamir allir. Þeir voru heldur prúðari vinir Helga bróður, Ant- oníus Svavarsson, Toni í Byggðarholti, síðar í Bank- anum, Andrés í Magnúsarbakaríinu og Kristinn í Vogsabakaríi, einnig man ég eftir Gylfa í Húsavík og Friðriki Jósepssyni. Það var alltaf mikið líf í Borgar- hól og í þessu litla húsi virtist alltaf vera pláss fyrir alla. Það var einnig stutt í frystihúsin. Eftirvæntingin var alltaf mikil hjá okkur krökkun- um í Miðbænum þegar vertíðin byrjaði. Þá fylltist bærinn af aðkomufólki úr sveitunum á Suðurlandi til að vinna í frystihúsunum. Herðabreiðir strákar að norðan og Austfirðingar með klút um hálsinn. Þessir farandverkamenn gistu á verðbúðunum, bæði í Ísfélaginu, Fiskiðjunni og í Edinborg, en það voru verbúðir Hraðfrystistöðvarinnar. Aðkomu- fólkið festi margt rætur í Eyjum og ástarbálin lifa sum enn. Einnig man ég eftir færeyingum sem komu til Eyja á vertíðir. Vertíðarfólkinu fylgdi „bisness“ fyrir okkur krakk- ana í Miðbænum en það var að „standa í röð“ fyrir böllin. Við tókum 25 kr. á miðann en hver maður mátti kaupa 12 miða. Skömmu fyrir opnun miðasöl- unnar kom svo sá sem samið var við, tók við pláss- inu í röðinni, gerði upp við okkur og keypti miðana. Oft voru þessar raðir það langar við miðasölu Sam- komuhússins að þær náðu að skóverslun Axels Ó. Ég hugsa oft um það hvað það eru mikil forréttindi að hafa upplifað þessa tíma. Bátarnir komu drekk- hlaðnir í land og unnið í frystihúsunum langt fram eftir kvöldi. Tóti í Turninum sá um að upplýsa heimamenn um hvenær bátarnir kæmu að landi og stemningin mikil. Ég ætla að láta það verða lokaorð mín hér að minn- ast á blaðasöluna sem við krakkarnir í Miðbænum höfðum algeran forgang að. Við seldum pólitísku blöðin, Fylki, Framsóknarblaðið, Brautina og Eyjablaðið. Það giltu síðan óskráð lög um hver átti hverja götu. Á mínum götum voru margar skemmti- legar persónur, Gaui í Vallartúni, Lulla, kona Gulla í Gerði, sem gaf manni alltaf aukakrónu í hinn vas- ann. Ekki datt mér í hug í þá daga, þegar ég stóð við dyrnar hjá Lullu, að ég ætti sjálf eftir að eiga þetta fallega rauða hús við Helgafellsbrautina. Svona var þetta á æskustöðvunum „heima í Eyj- um“. Og veröld okkar barnanna sem fædd erum um miðja síðustu öld í sjávarplássi, eins og Eyjum, höfum upplifað mikinn framfaratíma en æskan í Eyjum var dásamleg. Eg er afar þakklát fyrir árin mín í Eyjum og sann- arlega eru Eyjar í hjarta mér. Ekki stundum heldur alltaf. 1954 Horft heim til Eyja eyjarnar fögru Þuríður Bernódusdóttir Þuríður Bernódusdóttir Æskuheimili Þuríðar, Borgarhóll, stóð við Kirkjuveg 11 og fór undir hraun í lok mars 1973.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.