Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Side 64
64
,,Ég sat örfáum vikum lengur í stóli bæjarstjóra en Guð-
jón Hjörleifsson og hef því lengstan feril bæjarstjóra,
alla vega á síðari árum,“ segir Elliði sem eftir bæjar-
stjórnarkosningarnar 2018 tók við sem bæjarstjóri í
Ölfusi þar sem hann unir hag sínum vel.
allar útfærslur af meiri- og minnihluta
,,Kjörtímabilið 2002 til 2006 voru allar útfærslur af
meirihlutum og minnihlutum í Eyjum. Fyrst fóru sjálf-
stæðismenn í meirihluta með framsóknarmönnum
sem leiddur var af Andrési Sigmundssyni og réði Inga
Sigurðsson sem bæjarstjóra. Meirhlutasamstarfið
sprakk og Andrés myndaði meirihluta með V-list-
anum. Sá meirihluti réði Berg Elías Ágústsson sem
bæjarstjóra. Framsóknarmenn fylgdu Andrési ekki að
málum og meirihluti V og B lista féll. Við tók meirihluti
Sjálfstæðisflokks og V- lista út kjörtímabilið,“ segir
Elliði sem taldi sig heppinn að hafa tekið sín fyrstu spor
í bæjarstjórn með reynslumiklu fólki úr stjórnmálum
og nefnir þar Andrés Sigmundsson, Arnar Sigurmunds-
son, Guðjón Hjörleifsson, Guðrúnu Erlingsdóttur og
Lúðvík Bergvinsson.
,,Það var alveg gríðarlega mikil reynsla samankomin í
þessari bæjarstjórn í bland við nýliðana Selmu Ragnars-
dóttur, Stefán Jónasson og mig sem aldrei höfðum setið
í bæjarstjórn. 2006 leiddi ég lista sjálfstæðismanna, við
náðum hreinum meirihluta með 52% fylgi og ég var ráð-
inn bæjarstjóri. Ég leiddi lista sjálfstæðismanna aftur
2010 og fylgið fór upp í 57%,“ segir Elliði sem leiddi
listann í þriðja sinn 2014 og fékk 73% atkvæða. Elliði
segir það hafa verið langt yfir fylgi Sjálfstæðisflokksins
á landsvísu og bendir á að minnihlutinn hafi verið vel
virkur á þessum tíma og haldið sínu fylgi.
,,fylgið meira en við réðum við“
,,Við lendum í því 2014 að fylgið var orðið meira en
við réðum við og eðlilega ekki allir sáttir við strauma,
stefnur eða fólk. Það varð til þess að hluti sjálfstæðis-
manna fór í sérframboð. Þrátt fyrir það vantaði einung-
is 2 atkvæði upp á að sjálfstæðismenn næðu hreinum
meirihluta. Ég var í fimmta sæti á listanum og í kjölfar
úrslitana ákvað ég að draga mig í hlé frá sveitarstjórnar-
málum,“ segir Elliði sem var þegar farinn að hugsa sér
til hreyfings.
,,Ég ætlaði aldrei að sitja í bæjarstjórastólnum út kjör-
tímabilið. Vissulega voru það vonbrigði að ná ekki
meirihluta því ég fer aldrei af stað í kosningabaráttu
nema til þess að vinna hana. Persónulega var niður-
staða kosningana hvorki vonbrigði né högg. Eftir 12 ár í
stóli bæjarstjóra og sem aðal- og varabæjarfulltrúi í eitt
kjörtímabil eða samtals 16 ár í Ráðhúsinu var kominn
tími á að breyta til,“ segir Elliði sem strax eftir kosn-
ingar fékk spennandi tilboð um stjórnunarstarf hjá
stóru fyrirtæki. Hann segist hafa verið búinn að hand-
sala ráðninguna þegar hann fékk hvatningu úr ýmsum
áttum að sækja um lausar bæjarstjórastöður.
,,Ölfusið heillaði mig strax með nálægð við höfuð-
borgarsvæðið, stærstu ferskvatnslindir á landinu, næga
orku, stórskipahöfn, nægt landsvæði, góðan rekstur
og möguleika í vaxandi sveitarfélagi. Ég sótti um, fékk
starfið og líkar betur í Ölfusinu en ég hefði nokkurn
tímann þorað að vona,“ segir Elliði sem er þakklátur
landeyjaHöfn lenti Í fanginu Á
bæjarstjórn sem varði verkefnið
Elliði Vignisson, bæjarstjóri 2006-2018
Guðrún ErlInGSDÓttIr
gudrun.erlingsdottir@gmail.com
Elliði Vignisson var kjörinn
varabæjarfulltrúi fyrir sjálf-
stæðisflokkinn árið 2002. Í lok árs 2004 tók
hann sæti Guðjóns Hjörleifssonar, þáverandi
alþingismanni, í bæjarstjórn til loka kjörtíma-
bilsins. Þegar Sjálfstæðismenn náðu 52% fylgi
og hreinum meirihluta í bæjarstjórnarkosn-
ingum árið 2006 var Elliði ráðinn bæjarstjóri
en því starfi gegndi hann fram í júní 2018.
2006
Elliði Vignisson sem gegndi stöðu bæjarstjóra
í Vestmannaeyjum í 12 ár.