Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - júl. 2019, Blaðsíða 64

Fréttir - Eyjafréttir - júl. 2019, Blaðsíða 64
64 ,,Ég sat örfáum vikum lengur í stóli bæjarstjóra en Guð- jón Hjörleifsson og hef því lengstan feril bæjarstjóra, alla vega á síðari árum,“ segir Elliði sem eftir bæjar- stjórnarkosningarnar 2018 tók við sem bæjarstjóri í Ölfusi þar sem hann unir hag sínum vel. allar útfærslur af meiri- og minnihluta ,,Kjörtímabilið 2002 til 2006 voru allar útfærslur af meirihlutum og minnihlutum í Eyjum. Fyrst fóru sjálf- stæðismenn í meirihluta með framsóknarmönnum sem leiddur var af Andrési Sigmundssyni og réði Inga Sigurðsson sem bæjarstjóra. Meirhlutasamstarfið sprakk og Andrés myndaði meirihluta með V-list- anum. Sá meirihluti réði Berg Elías Ágústsson sem bæjarstjóra. Framsóknarmenn fylgdu Andrési ekki að málum og meirihluti V og B lista féll. Við tók meirihluti Sjálfstæðisflokks og V- lista út kjörtímabilið,“ segir Elliði sem taldi sig heppinn að hafa tekið sín fyrstu spor í bæjarstjórn með reynslumiklu fólki úr stjórnmálum og nefnir þar Andrés Sigmundsson, Arnar Sigurmunds- son, Guðjón Hjörleifsson, Guðrúnu Erlingsdóttur og Lúðvík Bergvinsson. ,,Það var alveg gríðarlega mikil reynsla samankomin í þessari bæjarstjórn í bland við nýliðana Selmu Ragnars- dóttur, Stefán Jónasson og mig sem aldrei höfðum setið í bæjarstjórn. 2006 leiddi ég lista sjálfstæðismanna, við náðum hreinum meirihluta með 52% fylgi og ég var ráð- inn bæjarstjóri. Ég leiddi lista sjálfstæðismanna aftur 2010 og fylgið fór upp í 57%,“ segir Elliði sem leiddi listann í þriðja sinn 2014 og fékk 73% atkvæða. Elliði segir það hafa verið langt yfir fylgi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu og bendir á að minnihlutinn hafi verið vel virkur á þessum tíma og haldið sínu fylgi. ,,fylgið meira en við réðum við“ ,,Við lendum í því 2014 að fylgið var orðið meira en við réðum við og eðlilega ekki allir sáttir við strauma, stefnur eða fólk. Það varð til þess að hluti sjálfstæðis- manna fór í sérframboð. Þrátt fyrir það vantaði einung- is 2 atkvæði upp á að sjálfstæðismenn næðu hreinum meirihluta. Ég var í fimmta sæti á listanum og í kjölfar úrslitana ákvað ég að draga mig í hlé frá sveitarstjórnar- málum,“ segir Elliði sem var þegar farinn að hugsa sér til hreyfings. ,,Ég ætlaði aldrei að sitja í bæjarstjórastólnum út kjör- tímabilið. Vissulega voru það vonbrigði að ná ekki meirihluta því ég fer aldrei af stað í kosningabaráttu nema til þess að vinna hana. Persónulega var niður- staða kosningana hvorki vonbrigði né högg. Eftir 12 ár í stóli bæjarstjóra og sem aðal- og varabæjarfulltrúi í eitt kjörtímabil eða samtals 16 ár í Ráðhúsinu var kominn tími á að breyta til,“ segir Elliði sem strax eftir kosn- ingar fékk spennandi tilboð um stjórnunarstarf hjá stóru fyrirtæki. Hann segist hafa verið búinn að hand- sala ráðninguna þegar hann fékk hvatningu úr ýmsum áttum að sækja um lausar bæjarstjórastöður. ,,Ölfusið heillaði mig strax með nálægð við höfuð- borgarsvæðið, stærstu ferskvatnslindir á landinu, næga orku, stórskipahöfn, nægt landsvæði, góðan rekstur og möguleika í vaxandi sveitarfélagi. Ég sótti um, fékk starfið og líkar betur í Ölfusinu en ég hefði nokkurn tímann þorað að vona,“ segir Elliði sem er þakklátur landeyjaHöfn lenti Í fanginu Á bæjarstjórn sem varði verkefnið Elliði Vignisson, bæjarstjóri 2006-2018 Guðrún ErlInGSDÓttIr gudrun.erlingsdottir@gmail.com Elliði Vignisson var kjörinn varabæjarfulltrúi fyrir sjálf- stæðisflokkinn árið 2002. Í lok árs 2004 tók hann sæti Guðjóns Hjörleifssonar, þáverandi alþingismanni, í bæjarstjórn til loka kjörtíma- bilsins. Þegar Sjálfstæðismenn náðu 52% fylgi og hreinum meirihluta í bæjarstjórnarkosn- ingum árið 2006 var Elliði ráðinn bæjarstjóri en því starfi gegndi hann fram í júní 2018. 2006 Elliði Vignisson sem gegndi stöðu bæjarstjóra í Vestmannaeyjum í 12 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.